Shíva
Shíva er einn vinsælasti guðinn á Indlandi. Ásamt Brahma og Vishnú er hann hluti af hindúaþrenningunni, trimurti. Litið er á Brahma, Vishnú og Shíva sem þrjár birtingarmyndir hinnar einu æðstu veru. Þeir eru „þrír í einum,“ sem samsvarar hinni vestrænu þrenningu föður, sonar og heilags anda. Brahma persónugerir sköpunaraþátt Guðs, Vishnú viðhaldarinn og verndarinn og Shíva sem eyðir eða leysir upp. Shíva felur í sér allar þessar hliðar fyrir hindúa sem velja hann sem guðdóm sinn.
Tilbiðjendur Shíva virða hann sem æðsta veruleikann, hinn algera guðdóm. Þeir líta á hann sem gúrú allra gúrúa, eyðanda veraldarhyggju, fáfræði, illsku og illvirkja, haturs og sjúkdóma. Hann veitir visku og langlífi og hann er holdgervingur afneitunar efnislegra gæða og hluttekningarinnar.
Trúarskoðanir hindúa
Nafnið Shíva er dregið af sanskrítarorði sem merkir "heillvænlegt", "vinsamlegt" eða "vingjarnlegt." Hinar mörgu hliðar og hlutverk Shíva eru táknuð í hinum ýmsu nöfnum sem honum eru gefin. Hinduarit sem heitir Shiva-Purana nefnir 1.008 nöfn fyrir Shiva. Eitt af nöfnum Shiva er Shambhu, sem þýðir „velviljaður“ eða „hamingjuvaldur“. Annað nafn er Shankara, sem þýðir "gleðigjafi" eða "veitandi alls góðs". Sem Mahadeva er hann „guðinn mikli“.
Pashupati er annað nafn, sem þýðir „nautgripaherra“. Sem nautadrottinn er Shíva hirðir eða sálnahirðir. Shíva er sýndur ríðandi á hvítu nauti sem heitir ("glaðlyndur"). Samkvæmt hindúahefð var hann einn af hollustumönnum Shíva sem tók á sig mynd nauts vegna þess að mannslíkaminn hafði ekki nóg burðarþol fyrir ofsakátri tilbeiðslu hans á Shíva. Nandi nautinu er lýst í flestum Shíva musterum. Hann situr venjulega og snýr að myndinni af Shíva. Nandi táknar sál mannsins sem þráir Guð. Hann táknar líka sálina sem er í djúpri íhugun um Shíva sem æðsta veruleikanum. Shíva hjálpar þér að leysa æðsta veruleika þinn.
Tilbeiðsla á Shíva
Tilbeiðsla á Sháva á rætur í hefð bhakti jóga, leiðinni til að sameinast Guði í gegnum kærleika. Tilbiðjandinn velur sérstakan guð eða holdtekju Guðs sem hann gefur alla sína hollustu. Hann elskar þessa hlið á Guði meira en nokkuð eða nokkurn annan.
Að kyrja bhajansöng með hátemmdri hjartnæmri röddu í háleitum lofgjörðum til Shíva er ein af leiðunum sem trúaðir færast nær Drottni sínum. Þeir biðja líka til hans, líkja eftir honum, hafa trú á náð hans og hluttekningu og bera lotningu fyrir ímynd hans. Í bhakti jóga táknar guðdómurinn Atman – hinn íbúandi Guð, hinn óforgengilega, óhrörnandi kjarna mannsins. Þegar lærisveinninn dýrkar hina útvöldu hugsjónarmynd sína afhjúpar hann ekki aðeins sinn eigin dulda guðdóm heldur verður hann líka eitt með ástfóstri sínu. Markmið elskenda Shíva er að öðlast shivatva, eðli Shíva.
Þegar sálin ræktar æðstu ást sína til Shíva kemur hann sem gúrú sálinni til bjargar, vekur hana til innri veruleika síns og hreinsar hana af öllum lægri ástríðum. Með því að íhuga stöðugt nafn hans og ímynd, með því að afneita öllu sem ekki er Shíva — öllu sem leiðir hugann afvega og tímabundnum lystisemdum skynfæranna — verður sálin eingöngu sköpun hins guðlega vilja. Hún lifir og hrærist í kosmískum dansi Shiva uns hún og Shiva verða loksins eitt. „Enginn veit hvar Drottinn [Shíva] býr,“ segir Tirumular, dýrlingurinn og jóginn sem samdi meira en þrjú þúsund lofsöngva til Shiva. „Þeim sem leita hans býr hann að eilífu hið innra. Þegar þú sérð Drottin verður hann og þú eitt."
Eiginleikar Shíva
Eiginleikar Shíva gefa góða innsýn í andstæður. Hann stendur bæði fyrir íhuganir og athafnasemi. Hann er oft sýndur í djúpri jógahugleiðslu sem betlimunkur. Sem Maha Yogi, eða mikill jógi, er hann konungur jóganna, æðsta holdtekning anda meinlætalifnaðarins. Shíva persónugerir einnig hinn aflræna alheim. Í hindúaritinu Kurma-Purana segir Shíva: „Ég er upphafsmaðurinn, guðinn sem dvelur í æðstu sælu. Ég, jóginn, dansa að eilífu.“[1]
Samkvæmt trú hindúa flytur Shíva ýmsa dansa. Einn af dönsum hans heitir Tandava. Það er dans sköpunar og eyðingar. Þegar Shíva dansar verður alheimurinn til, hann helst við og að ákveðnu tímabili liðnu markar dans Shíva endalok heimsins. Vinsælasta táknmyndd Shíva er Nataraja, konungur dansaranna, eða Drottinn danssins. Dansstaður Nataraja er gullinn salur í miðju alheimsins. Þessi gullni salur táknar hjarta mannsins. Í einum hindúalofsöng þar sem dansi Shíva er fagnað segir svo frá að „þegar hann dansar birtist hann í flekklausu lótusblómi hjartans.“[2]
Kailasfjallið
► Aðalgrein: Kailas-fjallið
Kailasfjallið er hásæti Shíva og staðsetning paradísar hans. Þetta tignarlega fjall er hæsti tindur Kailas-fjallgarðsins í tíbetsku Himalajafjöllunum. Hindúar tigna Kailas sem hið helgasta fjall í heimi og fara þangað í pílagrímsferðir.
Samband Shíva við unnendur sína er ákaflega persónulegt. Þó að hann búi í Kailas er uppáhaldsbústaður hans í hjarta unnenda sinna.
Ganges-fljótið
Þegar guðirnir ákváðu, samkvæmt hindúahefðinni, að heimila að Ganges-fljótinu streymdi niðu af himni, féll vatnið af fullum þunga niður á höfuðið á honum til þess að jörðin myndi ekki splúndrast af þessum gríðarlega stríða straumi. Samfléttað hár Shiva beislaði æðandi fossinn. Hann skipti því í sjö heilagar ár og vötnin lækkuðu rólega niður til jarðar.
Fyrir hindúa táknar Ganges hressandi fljót andlegrar visku. Þegar guðirnir ákváðu, samkvæmt hindúahefðinni, að heimila Ganges-fljóinu að streyma niður af himni, var Shíva í miðju ljóshvirfilsins, þyrlandi orkustraumnum í kringum sig. Þá var hann í raun að halda jafnvæginu á milli himins og jarðar í ánni sem streymdi niður, sem var ljósfljót sem varð að vatnsfljóti á jörðinni. Og því telja hindúar að vatn Ganges hafi töfrakraft, heilagt vatn sem hreinsar hvað sem er. uppstignu meistararnir kenna að þessi sjö heilögu ár tákni einnig sjö geisla heilags anda sem greina sig frá hvíta ljósinu.
Kenningar hans
Hlutverk Shíva er hliðstætt hlutverki heilags anda í vestrænni þrenningu. Shíva kennir að þrígreindi loginn í hjarta þínu sé persónugervingur Brahma, Vishnú og Shíva. Hann segir:
Þið getið litið á þessa þrjá skúfa sem okkur sjálfa persónugerða. Þá getið þið talað við okkur. Við erum ekki þríhöfðaður guð heldur þrír-í-einum því við höfum líka þrígreindan loga. ...
Það fer vel á því að sjá okkur um stundarsakir sem persónur frekar en einfaldlega sem ópersónulegan brennandi loga. Hugleiðið okkur ekki sem styttur eða heiðna guði heldur sem sjálfan eldinn og eftirmynd guðdómsins sem hefur verið komið fyrir í hjarta ykkar.
Shíva segir að hann sé ávallt til staðar til að svara bænum okkar.
Þið þurfið ekki að ákalla mig með löngu og hástemmdu kalli eins og ég væri langt í burtu! Einfalt merki mun nægja, því ég er flöskuandi rúbíngeislans. Ég er ávallt reiðubúinn! Hafið viðsnúning á lífi ykkar með mér og ég mun sýna ykkur kosmíska dansinn minn. Og ég mun dansa við ykkur og hringsnúast í eldsviðinu. Já, ég skal sýna ykkur hversu yfirvofandi sigur ykkar er.[3]
Drottinn Shíva hvetur okkur til að sigrast á neikvæðum venjum með tilraunum. Hann segir:
Gefið ykkur tíma til að komast upp á hærra plan sem veitir meiri yfirráð. Takið guðlega ákvörðun. Stefnið nú á að komast á mjög ákveðið vitundarástand sem þið vitið að þið verðið að ná. Hugsið um þessa mennsku vitund. Hugsið um vandamálið eða vanann sem hefur nagað ykkur og haldið ykkur frá eilífu bjargræði ykkar.
Nú, ástvinir, ég bið ykkur um að vera vísindamenn á nýöld og reyna þessa einu tilraun næstu fjörutíu og átta klukkustundirnar: Í hvert sinn sem þið standið frammi fyrir þessum þrálátu rótgrónu áráttum — þessum minningum, þessum venjum, þessari vitund, þessum löngunum, hvað sem það er sem þið þráið að sjá kastað á logana — í hvert sinn sem þessi atriði ganga fram af huga ykkar, löngunarlíkamanum eða stóru tánum ykkar, í hvert skipti sem þær skjóta upp kollinum í minningunni skuluð þið bregðast við með því að hrópa fullum rómi: " Shíva! Shíva! Shíva! Shíva!"[4]
Hinir kvenlegu samfellur hans
Í hindúahefð á sérhver karllæg persónugerving Guðs sér kvenlega hliðstæðu, eða shaktí. Hinn karllægi sköpunarkraftur er virkjaður af þessu kvenlæga lögmáli. Þannig kristallast virkni Shíva í efnisforminu í gegnum kvenkyns samfellu hans. Hið hulda eðli hans er gert sýnilegt í gegnum hana. Shaktí hans birtist í þremur meginbirtingarmyndum sem Parvatí, Durga og Kalí.
Sjá einnig
Heimildir
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Shíva, Parvatí, Dúrga og Kalí”.
Shíva! Heilagir söngvar frá hjarta Indlands, hljóðdiskur.
- ↑ Stella Kramrisch, The Presence of Shiva (Princeton, N.J.: Princeton University Press, 1981), bls. 439.
- ↑ Ibid., bls. 439–40.
- ↑ Lord Shiva, "The Power of Change," Pearls of Wisdom, 34. bindi, nr. 62, 1. desember, 1991.
- ↑ Lord Shíva, "The Touch of Shiva: The Initiation of Love," 2. hluti, Pearls of Wisdom, 21. bindi, nr. 47, 19. nóvember, 1978.