Translations:El Morya/11/is: Difference between revisions

From TSL Encyclopedia
(Created page with "Þegar aftur til Kanaanlands var komið reis sundurþykkja á milli hirðingja Lots og Abrahams og skildu þeir frændur við svo búið. Abraham bauð Lot að velja sér yfirráðasvæði af rausnarskap sínum. Lot settist að á frjósamri sléttu Jórdans sem sneri í átt að Sódómu en Abraham bjó í Hebron innan Kanaanlands sem virtist vera minna eftirsóknarvert búsvæði. Eftir að Lot fór sagði Drottinn Abraham að hann myndi gefa honum og niðjum hans allt...")
 
No edit summary
 
Line 5: Line 5:
Biblían sýnir Abraham einnig í hlutverki milligöngumanns. Drottinn trúði Abraham fyrir fyrirætlun sinni um að eyða óguðlegu borgunum Sódómu og Gómorru. Abraham tryggði sér fullvissu Guðs um að Sódómu yrði hlíft ef þar fundust svo mikið sem tíu réttlátir. Þó að borginni væri á endanum eytt vöruðu tveir englar Lot við yfirvofandi hörmungum og slapp hann.  
Biblían sýnir Abraham einnig í hlutverki milligöngumanns. Drottinn trúði Abraham fyrir fyrirætlun sinni um að eyða óguðlegu borgunum Sódómu og Gómorru. Abraham tryggði sér fullvissu Guðs um að Sódómu yrði hlíft ef þar fundust svo mikið sem tíu réttlátir. Þó að borginni væri á endanum eytt vöruðu tveir englar Lot við yfirvofandi hörmungum og slapp hann.  


Þrátt fyrir endurtekin loforð Drottins um að niðjar Abrahams yrðu óteljandi var Sara enn ófrjó eftir tíu ár í Kanaan. Hún lagði til, eftir þeirra tíma hætti, að Abraham myndi feðra barn með Hagar ambátt sinni. Hagar fæddi þá Abraham son, Ísmael. Þrettán árum síðar þegar Abraham var 99 og Sara 90, opinberaði Drottinn
Þrátt fyrir endurtekin loforð Drottins um að niðjar Abrahams yrðu óteljandi var Sara enn ófrjó eftir tíu ár í Kanaan. Hún lagði til, eftir þeirra tíma hætti, að Abraham myndi feðra barn með Hagar ambátt sinni. Hagar fæddi þá Abraham son, Ísmael. Þrettán árum síðar þegar Abraham var 99 og Sara 90, opinberaði Drottinn sig ættföðurnum sem El Shaddai, „hinn almáttugi Guð.“ Drottinn stofnaði ævarandi sáttmála við Abraham um að vera honum Guð og afkomendum hans. Hann opinberaði að Sara myndi fæða son, Ísak, „um þessar mundir á næsta ári“ og Ísak átti að vera erfingi Abrahams en ekki Ísmael. Eins og Drottinn hafði spáð "gat Sara loksins og ól Abraham son í ellinni".
sig ættföðurnum sem El Shaddai, „hinn almáttugi Guð.“ Drottinn stofnaði ævarandi sáttmála við Abraham um að vera honum Guð og afkomendum hans. Hann opinberaði að Sara myndi fæða son, Ísak, „um þessar mundir á næsta ári“ og Ísak átti að vera erfingi Abrahams en ekki Ísmael. Eins og Drottinn hafði spáð "gat Sara loksins og ól Abraham son í ellinni".

Latest revision as of 20:27, 11 April 2024

Information about message (contribute)
From The Masters and Their Retreats
Message definition (El Morya)
Abraham is the archetype of the man of faith. He received the supreme test of faith when God told him to sacrifice his son Isaac. Abraham had waited many years for his wife Sarah to bear Isaac, who was to be the fulfillment of the L<small>ORD</small>’s promise to multiply Abraham’s seed as the “stars of the heaven.” Nevertheless, Abraham obeyed, and as he raised his knife to kill his son, the angel of the L<small>ORD</small> told him to stop, and Abraham offered a ram in his place.

Þegar aftur til Kanaanlands var komið reis sundurþykkja á milli hirðingja Lots og Abrahams og skildu þeir frændur við svo búið. Abraham bauð Lot að velja sér yfirráðasvæði af rausnarskap sínum. Lot settist að á frjósamri sléttu Jórdans sem sneri í átt að Sódómu en Abraham bjó í Hebron innan Kanaanlands sem virtist vera minna eftirsóknarvert búsvæði. Eftir að Lot fór sagði Drottinn Abraham að hann myndi gefa honum og niðjum hans allt landið sem hann gæti séð – í norðri, suðri, austri og vestri. Og þó að ættfaðirinn væri enn barnlaus sagði Drottinn að niðjar hans yrðu jafn óteljandi sem „duft jarðar“.

Næst sýnir Biblían Abraham sem herforingja. Þegar öflugt konungsbandalag hernam Lot og allar eigur hans, vopnaði Abraham 318 af sínum eigin „þjálfuðu þjónum“ og gekk til liðs við aðra höfðingja í landinu til að sigra óvinina og bjarga Lot. Að þessum sigri loknum blessaði Melkísedek Abraham en hann var konungur í Salem og prestur hins æðsta Guðs (El Elyon). Melkísedek „reiddi fram brauð og vín“ og Abraham gaf honum tíund af herfanginu. Abraham skilaði síðan öllum hinum herteknu aftur og ránsfénu til Sódómukonungs og neitaði boði konungs um að taka sjálfur hlut í fengnum.

Biblían sýnir Abraham einnig í hlutverki milligöngumanns. Drottinn trúði Abraham fyrir fyrirætlun sinni um að eyða óguðlegu borgunum Sódómu og Gómorru. Abraham tryggði sér fullvissu Guðs um að Sódómu yrði hlíft ef þar fundust svo mikið sem tíu réttlátir. Þó að borginni væri á endanum eytt vöruðu tveir englar Lot við yfirvofandi hörmungum og slapp hann.

Þrátt fyrir endurtekin loforð Drottins um að niðjar Abrahams yrðu óteljandi var Sara enn ófrjó eftir tíu ár í Kanaan. Hún lagði til, eftir þeirra tíma hætti, að Abraham myndi feðra barn með Hagar ambátt sinni. Hagar fæddi þá Abraham son, Ísmael. Þrettán árum síðar þegar Abraham var 99 og Sara 90, opinberaði Drottinn sig ættföðurnum sem El Shaddai, „hinn almáttugi Guð.“ Drottinn stofnaði ævarandi sáttmála við Abraham um að vera honum Guð og afkomendum hans. Hann opinberaði að Sara myndi fæða son, Ísak, „um þessar mundir á næsta ári“ og Ísak átti að vera erfingi Abrahams en ekki Ísmael. Eins og Drottinn hafði spáð "gat Sara loksins og ól Abraham son í ellinni".