Apollo and Lumina's retreat/is: Difference between revisions

From TSL Encyclopedia
No edit summary
No edit summary
Tags: Manual revert Mobile edit Mobile web edit
Line 18: Line 18:
== Starfsemi musterisins ==
== Starfsemi musterisins ==


Til undirbúnings komandi blómaskeiðs er gífurlegu flæði upplýsingarloga losað úr þessu musteri. Þær milljónir engla sem þjóna undir stjórn Apollós og Lúminu eru tilbúnir til að halda áfram við að hækka vitund alls jarðarlífs upp á Krists-stig sem svar við áköllum [[chela-nemanna]]. Þeir þurfa að kalla þá fram, ásamt englunum sem þjóna í athvarfi [[Jófíels og Kristínar]], [[drottins Lantós]], [[guðsins og gyðjunnar Meru]], drottins [[Gátama Búddha]], drottins [[Himalaja]], [[drottins Maitreya]] og [[Heimskennaranna]] vegna uppljómunar alls mannkyns, því að það eru allir jafnir með tilliti til hins gríðarlega verkefnis sem er fyrir höndum.
Til undirbúnings komandi blómaskeiðs er gífurlegu flæði upplýsingarloga losað úr þessu musteri. Þær milljónir engla sem þjóna undir stjórn Apollós og Lúminu eru tilbúnar til að halda áfram við að hækka vitund alls jarðarlífs upp á Krists-stig sem svar við áköllum [[chela-nemanna]]. Þeir þurfa að kalla þá fram, ásamt englunum sem þjóna í athvarfi [[Jófíels og Kristínar]], [[drottins Lantós]], [[guðsins og gyðjunnar Meru]], drottins [[Gátama Búddha]], drottins [[Himalaja]], [[drottins Maitreya]] og [[Heimskennaranna]] vegna uppljómunar alls mannkyns, því að það eru allir jafnir með tilliti til hins gríðarlega verkefnis sem er fyrir höndum.


<span id="The_flames_of_the_Elohim"></span>
<span id="The_flames_of_the_Elohim"></span>

Revision as of 13:47, 24 November 2024

Other languages:

Athvarf Apolló og Lúmínu er staðsett á ljósvakasvipinu uppi yfir Neðra-Saxlandi, Þýskalandi. Hér hafa elóhímar annars geislans orku hvirfilorkustöðvar hnattarins í brennidepli.

Lýsing

Á ytri hlið byggingarinnar eru þrjár súlur sem mynda þríhyrning. Þessar stoðir eru rafskaut sem hafa gula stjörnu efst á hverri þeirra í brennidepli. Í þessu ljósvakaathvarfi eru þrjár hæðir í hringlaga hvelfingu, byggðar í fleygboga. Fyrsta hæðin er sú stærsta, önnur og þriðja minnka eftir því sem ofar dregur. Í miðju hverra þessara þriggja hæða er kúlulaga beinir elda Apollós og Lúmínu.

Í miðju fyrstu hæðarinnar er gyllt kúla sem líkist þyrlandi vetrarbraut, stjörnuþyrpingar hennar þyrlast á svo mikilli tíðni að þær virðast vera í fullkominni kyrrð. Í miðri annarri hæð er eins kúla sem er í ljómandi safírbláum lit. Í miðju efra salsins er önnur gyllt kúla eins og sú á fyrstu hæð. Á hverri hæð er hugleiðsluhvelfing með kúlulogann í brennidepli.

Hver þessara sala rúma um það bil eitt þúsund engla sem þjóna undir stjórn Apollós og Lúmínu. Dýrlegar gylltar árur þeirra og skrúðklæðnaður lítur út eins og þeir séu í þungamiðju hinnar miklu Meginstöðvar. Kennslustofur, rannsóknarstofur, bókasöfn og skjalasöfn mynda geislamyndað mynstur út frá miðju hugleiðslustofunnar á hverri af þremur hæðunum. Á fyrstu hæð er hringlaga gangur sem fylgir ummáli byggingarinnar. Beggja vegna salarins eru þrívíddarsýningar sem sýna virkni hringrásalögmálsins um alla jörðina. Það eru nokkur þúsund slíkar sýningar ofan á ferningastólpum um hálfs annars metra háar.

Þegar elóhímar brugðust við hinu stórfenglegu tilskipun um að fara fram og skapa jörðina, gerðu þeir það með því að hefja hringrásir. Hinar mörgu hringrásir sem eru hluti af heimi okkar mynda í raun sérkenni hans. Hringrásir jarðar, lofts, elds og vatns, steinefna- og plönturíkisins, tíma og rúms – allt þetta er myndskreytt. Þessar hringrásir eru byggðar á lögmáli hinna tólf sem lýst er í tólf flokkum orsakalíkamans og tólf stjörnumerkjum, einnig þekkt sem tólf helgiveldi sólarinnar.

Einnig eru sýndar hringrásir kosmískra vera og losun ljósorku þeirra til plánetunnar, hringrásir siðmenninga, hringrásir ljóstillífunar og sköpunar. Rafræna kraftsviðið innan ferhyrndu bálkanna gerir þessum skjám kleift að vera upphengdir í lofti og hafa „beina útsendingu“, blakandi loga, spírala, sýna endalausa margbreytileika heimsins okkar og gera þessi ferli einföld með myndskreytingum. Maður gæti auðveldlega eytt hundrað árum í að rannsaka þessar sýningar og fá kennslu hjá hinum miklu kosmísku vísindamönnum sem þjóna í þessu athvarfi.

Starfsemi musterisins

Til undirbúnings komandi blómaskeiðs er gífurlegu flæði upplýsingarloga losað úr þessu musteri. Þær milljónir engla sem þjóna undir stjórn Apollós og Lúminu eru tilbúnar til að halda áfram við að hækka vitund alls jarðarlífs upp á Krists-stig sem svar við áköllum chela-nemanna. Þeir þurfa að kalla þá fram, ásamt englunum sem þjóna í athvarfi Jófíels og Kristínar, drottins Lantós, guðsins og gyðjunnar Meru, drottins Gátama Búddha, drottins Himalaja, drottins Maitreya og Heimskennaranna vegna uppljómunar alls mannkyns, því að það eru allir jafnir með tilliti til hins gríðarlega verkefnis sem er fyrir höndum.

Logar elóhímanna

Logi Apollo er gullgulur með bláu slíðri. Virkni bláa logans er verndandi kraftsvið fyrir visku Krists. Það er á undan birtingu viskunnar í heimi formsins, sker í gegnum þéttleika mannlegra mistaka og rangrar orku, sem ryður brautina fyrir birtingu Krists huga. Logi Lumina er gullgulur, sem fylgir á eftir loga Apollo í birtingu sjö þátta Kristshugans.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, “Apollo and Lumina’s Retreat”.