Guy W. Ballard

From TSL Encyclopedia
Revision as of 20:52, 17 April 2024 by Hbraga (talk | contribs)
Guy W. Ballard

Aðalgrein: {{{2}}}

Dag einn árið 1929 var maður að nafni Guy W. Ballard á fjallgöngu við Mount Shasta í Bandaríkjunum þegar á leið hans var maður sem kvaðst vera uppstiginn meistari að nafni Saint Germain (heilagi bróðir). Ballard fullyrti að Saint Germain hefði valið hann til að verða boðberi sinn og samstarfsmanna hans í Stóra hvíta bræðralagsins. Erindi hans var að innleiða nýja tíma og vinna að andlegri fullkomnun mannsins hér á jörðu. Þar sem honum hefði ekki auðnast að finna boðbera í Evrópu hafði hann snúið sér til Ameríku. Leit hans bar niður hjá Ballard. Engin tilviljun réði því að Ballard hafði orðið fyrir valinu þar sem hann var í fyrra lífi enginn annar en Ríkharður ljónshjarta Englandskonungur sem fór í krossferð til landsins helga og George Washington sem var einn af merkustu forsetum Bandaríkjanna frá upphafi.

Árið 1931 stofnaði Guy Ballard ÉG ER-hreyfinguna ásamt eiginkonu sinni og tvíburaloga, Ednu Ballard (sem steig upp 1971) undir stjórn Saint Germains. Ballards hefur haft ómæld áhrif á þróun guðspekinnar innan Bandaríkjanna fram á þennan dag. Guy Ballard kvaðst reglulega taka við skilaboðum og fyrirmælum frá Saint Germain og Jesú Kristi auk annarra vera sem Blavatsky hafði nefnt drottna geislanna sjö (Lords of the Seven Rays) – þ.e. meistarar sem hvað mest vinna að framþróun jarðarinnar. Hann nafngreindi ýmsa aðra meistara helgivaldsins sem mæltu fyrir munn hans. Sumir eru sérstaklega tengdir Bandaríkjunum eins og frelsisgyðjan sem frelsisstyttan við mynni New York-borgar er kennd við. Föðurlands- og frelsisást er einkennandi fyrir ÉG ER-regluna og arftaka hennar eins og Bandaríkjamönnum er tamt.

Guy gaf út á fjórða áratugnum mörg rit með fyrirmælum og leiðbeiningum meistara Hvítbræðralagsins, auk rita með grunnkenningum, bænaáköllum og trúarsöngvum hreyfingarinnar. Pennafn hans var Godfré Ray King, Lotus Ray King hennar. Mikilvægustu verk þeirra eru Unveiled Mysteries (Leyndardómarnir afhjúpaðir), The Magic Presence (Töfra-nærveran) og The “I AM” Discourses (ÉG ER-orðræðurnar).

Hreyfingin breiddist út um Bandaríkin undir stjórn Guy og Ednu konu hans uns hann steig upp til himna árið 1939. Nú er hann hinn uppstigni meistari Godfre. Hann stuðlar að vitundarvakningu til Guðs hlýðni. Eftir hans daga kom upp tilvistarkreppa og átök í reglunni.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.