Translations:Saint Germain/76/is
Þetta þýðir þó ekki að áhrif uppstigna meistarans Jesú hafi minnkað. Þvert á móti. Sem heimsfræðari á sínu upphafna sviði verður handleiðsla hans og útgeislun Krists-vitundarinnar til alls mannkyns öflugri og fyllri en nokkru sinni fyrr vegna þess að í eðli guðdómleikans liggur að fara handan við og yfirstíga sjálfan sig. Við lifum í alheimi sem sífellt þenst út – alheimi sem víkkar út frá kjarna hvers einstaklingsgreinds sonar (sunnu) Guðs.
Þessi úthlutun þýðir að við erum að færast inn í tuttugu alda tímabil sem er sérlega hentugt skeið til að kalla fram í lífi okkar og veröld ummyndandi áhrif fjólubláa logans frá sjöunda geislanum. Hann býðst okkur til að við getum hreinsað lífskraftinn sem Guð gefur, og mannkynið hefur misnotað í þúsundir ára; fengið aflausn frá ótta og skorti, syndum, sjúkdómum og dauða, svo að allir geti gengið í ljósinu sem frjálsar verur í Guði. Saint Germain er hinn mikli guðfaðir frelsislogans en Porsja er guðsmóðir réttlætislogans.