Kosmíska klukkan
Kosmíska klukkuskífan byggir á vísindalegri aðferð til að kortleggja lotur sem sálin gengur í gegnum varðandi karma sitt og vígslur á tólf línum klukkuskífunnar undir Tólf helgiveldum sólarinnar í Stóru meginsólinni. María guðsmóðir kenndi Mark og Elisabeth Prophet þessi fræði sem tileinkuð eru sonum og dætrum Guðs við endurkomu þeirra til lögmáls hins eina og upprunastaðar þeirra handan heima formsins og orsakasambanda á lægri stigum.
Lotur klukkuskífunnar
Vísindin um kosmíska klukkuskífuna eru leið til að kortleggja hringrás lífs okkar. Þau er ekki hefðbundin stjörnuspeki. Þau er innri stjörnuspeki þar sem við getum kortlagt hringrás karma okkar og haft hönd í bagga með örlögum og hlutskipti okkar. Það gerir okkur einnig kleift að kortleggja hringrás dharma okkar og uppfylla tilgang tilveru okkar. Þar sem hjól kosmísku klukkuskífunnar snýst dag eftir dag og við upplifum prófraunir og vígslur lífsins í lotum getur vitund um þessi vísindi hjálpað okkur að standast þessar þolraunir.
Allar lotur fylgja sama frumgerðarsniðinu. T'ai chi táknar grundvallarskiptingu hringrásar, tveir helmingarnir tákna Alfa / karlkyns / upphaf hringrásar hægra megin, og Omega / kvenkyns / lok hringrásar til vinstri.
Fjórðungar
Hvorn helming heildarinnar má aftur skipta í tvo helminga, sem leiðir til fjögurra fjórðunga, sem samsvara höfuðskepnunum fjórum: eldi, lofti, vatni og jörðu. Allar lotur hefjast á 12-línu þessarar klukkuskífu, í ljósvakafjórðungnum, og halda síðan áfram í gegnum hinn hugræna og geðræna fjórðung til hins líkamlega.
Þessir fjórðungar tákna einnig fjögur svið eða tíðnisvið efnisheimsins. Vera mannsins teygir sig í gegnum öll þessi svið og inn í svið andans. Við erum minna meðvituð um ljósvaka-, hug- og geðrlíkama okkar en hinn efnislega líkama en þessir þrír eru ekki síður raunverulegir. Þessir fjórir lægri líkamar eru starfstæki fyrir þróun mannsins í tíma og rúmi.
Hinar tólf línur
Hverjum hinna fjögurra fasa hringrásar má aftur skipta í þrennt, sem leiðir til tólf sneiða, sem vísað er til með nöfnum stjörnumerkjanna. Hver lína þessarar kosmísku klukkuskífu táknar ákveðna tíðni ljóss/orku/vitundar Guðs, sem við vísum til sem Guðs-kraftur á línunni klukkan 12, Guðs-kærleikur á línunni klukkan 1, og svo framvegis.
Vegferð okkar í gegnum loturnar
Við byrjum að ganga í gegnum hringrás kosmísku klukkunnar þegar við fæðumst. Við byrjum á upphafsstað allra lota, á tólf tíma línunni. Einu ári seinna, á afmælisdaginn okkar færumst við inn í fyrsta tímann, klukkan eitt og svo framvegis einu sinni allan klukkuskífuna á tólf ára fresti ævi okkar. Þegar við færumst inn í hverja nýja línu klukkunnar fáum við ljósaukningu sem samsvarar gæðum þeirrar línu og við stöndum einnig frammi fyrir prófraunum sem lýtur að því hvernig við munum nota þá orku eða misnota hana.
Samhliða prófraunum á hverri línu klukkunnar sem byggjast á persónulegum hringrásum okkar sem hefjast við fæðingu, stöndum við einnig frammi fyrir prófraunum á hverri línu þegar sólin og tunglið fara inn í stjörnumerkin sem samsvara línunum.
Menn geta misnotað þessar tólf orkutíðnir Guðs sem leiðir til neikvæðs karma á hverri línu kosmísku klukkunnar. Misnotkun línanna tólf má draga saman sem gagnrýni, fordæmingu, dómfellingu og svartagaldur á tólf tíma línunni og svo framvegis allan klukkuhringinn.
We are all walking a path of initiation, and we all have a choice to either keep going on a treadmill of failing our tests as we pass through the lines of the clock, or to determine to pass these tests and move on with our spiritual development. These are the tests of everyday life that come every moment.
Each test we pass gives us the right to carry more sacred fire in our chakras. Thus, initiation is cumulative. What we earn on one line has to be carried to the next line, and it becomes the foundation for mastery in that line. Likewise, what we do not pass on one line cannot be built upon in the next. So we must prepare.
Sjá einnig
Hugleiðing um kosmísku sólskífuna, sjá Helgisiður frumeindarinnar
Til frekari upplýsinga
Elizabeth Clare Prophet, Predict Your Future: Understand the Cycles of the Cosmic Clock
Heimildir
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.
Elizabeth Clare Prophet, Advanced Studies in Understanding Yourself, bls. 365–68, viðbætur um kosmísku sólskífuna, eftir ritstjórnendurna.