Dulrænir lestrar

From TSL Encyclopedia
Revision as of 17:55, 18 September 2024 by Hbraga (talk | contribs)
Other languages:

Kannanir á sálrænum minnisskrám úr fortíð, nútíð og framtíð og frá vitundarsviðum handan hins efnislega.

Dulrænir lestrar

Ef dulskynjunarmaður kemur með dulrænan lestur eða það er gert með bakrásarferli í dáleiðslu getur slík leit falið í sér könnun á geðlíkamanum og geðsviðsbelti (astral belt) jarðar, sem sagt vitund mannsins með öllum sínum einstaklings og hnattrænu stjörnukortum út frá gangi himintunglanna.

Þar sem þetta tekur mið af upplifunum lægra sjálfsins án þess að það gagnist stöðugri samþættingu sálarinnar við æðra sjálfið og viðhorfum þess — sem hefur yfirsýn yfir vegferð hennar frá sviði orsaka til sviðs afleiðinga — þá er slíkur lestur í besta falli einhliða. Hann getur kallað fram endurlifun sem hrærir upp í djúpstæðum sárum tilfinningum en hann endurskapar ekki handanlægan fögnuð sálarinnar í æðri vitundinni þegar sálin yfirstígur og yfirvinnur endanlega sálræn áföll og skaða sem hljótast af yfirferð hennar í gegnum dimman dal hinnar myrku nóttar sálarinnar (sbr. 23. Davíðssálmur).

Dulrænn lestur uppstignu meistaranna

Dulrænir lestrar uppstignu meistarana fyrir hönd chela-nema eru gefnir til þess að hægt sé að draga lærdóma, setja sér markmið og taka réttar ákvarðanir út frá heildarmynd lífshlaupsins, sem felur í sér sviðsmynd frá vettvangi karmans, með sjálfs-færni í forgangi, í þjónustu við tvíburaloga viðkomandi og framtíðarsýn frelsisins. Uppfylling þessa frelsis getur verið háð skuldbindingu um að færa fórn í nútíðinni — að taka fúslega á sig skyldur og kvaðir í einhuga leit að markinu.

Þegar hinir uppstignu meistarar gefa lærisveinunum dulrænan lestur er það ekki til að svala forvitni eða hampa sjálfsmikilvægi þeirra heldur svo að þeir megi greiða gjaldið fyrir aðskilnað sálarinnar frá lögmáli hins eina, jafna karma, losna af hlaupabretti endurfæðingarinnar, þjóna ÉG ER-kynstofninum og hjálparviðleitni þeirra fyrir hönd mannkynsins, sameinast tvíburaloganum og stíga upp til Guðs.

Hinir uppstignu meistarar leggja fram nákvæmt mat á samþættingu sálarinnar við Krists-sjálfið á hinum fjórum efnissviðum. Þeir örva minninguna um hina guðdómlegu ráðagerð fyrir þetta líf og segja nemum sínum hverjar eru framfarir þeirra á veginum. Á grundvelli mats Karma-drottnanna sýna meistarar hvað er mikilvægast fyrir hjálpræði sálarinnar með því að draga fram úr Lífsbókinni og annálasafninu sem skrásetjarnir varðveita.

Þar sem dulrænn lestur, sem fer fram í undirvitundinni, lýkur upp skrám sem Krists-sjálfið hefur innsiglað í nafni forsjálninnar fyrir þessa lífstíð, mæla hinir uppstignu meistarar með því að í stað dulræns lestrar sé fjólublái loginn ákallaður til að „hreinsa“, þ.e. umbreyta, þessa skrár án forkönnunar til þess að sálin geti daglega stigið upp til Guðs, afgreitt fortíðina, lifað í hinni eilífu núvitund, styrkt af æðri vitund.

Fjólublái loginn sjálfur getur opinberað sál og huga leiftur af fortíðinni þegar minningarnar fara inn í logann til umbreytingar. Umbreyting með fjólubláa loganum frelsar okkur til að vera það sem við erum í raun og veru með sigrum okkar í Guði, óheft af misgjörningum gærdagsins.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.