Hinir óþekktu meistarar Himalajafjalla
Uppstiginn meistari sem skilgreindi sig einfaldlega sem óþekktan meistara Himalajafjalla mælti árið 1985. Hann kom í anda hins Stóra hvíta bræðralags úr austri, frá Himalajafjöllum og í miðstöð Krishna.
Í eldræðu sem hann hélt sagði hann:
Ég hef talað frá hjarta hins eilífa gúrú-meistara, Sanat Kumara. Og ég kem, þá, sem hinn óþekkti meistari Himalajafjalla. Og þið þekkið mig eða þekkið mig kannski ekki en í hjarta ykkar þekkið þið hughrifin og Orð hins eilífa hirðis sem ég er fulltrúi fyrir.[1]
Að þekkja nafn meistara er undanþága vegna þess að hið rétta nafn meistarans er lykillinn að auðkenni þeirra sem veitir óuppstignu mannkyni aðgang að orsakalíkama meistarans. Ef til vill með því að gefa ekki upp nafn sitt æskir þessi meistari að við hugsum ekki um ytri einkenni hans heldur komumst að kjarna þess hver hann er í raun og veru.
Heimildir
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Hinn óþekkti meistar Himalajafjalla”.
- ↑ Hinn óþekkti meistari Himalajafjalla, "Andleg vörn sálarinnar," {{POWref-is |28|31|, 4. ágúst 1985.