Varanleg frumeind tilverunnar

From TSL Encyclopedia
Revision as of 13:16, 18 May 2024 by Hbraga (talk | contribs) (Created page with "Þannig útskrifast þú úr [[ljóssúlunni] til ljóssviðanna. Og þú ættir að ákalla niðurstig orsakalíkama þíns eins og hið mikla lögmál leyfir og þar sem það er þolanlegt fyrir þitt eigið kerfi, þitt eigið sólkerfi, svo að þú gætir haft þann ósveigjanleika til viðbótar í þessari áttund.<ref>Cyclopea , "Ég mun standa á vaktinni minni!" {{POWref-is|25|13|, 28. mars 1982}}</ref> </blockquote>")
Other languages:

El Morya útskýrir:

Hluti af sjálfinu er óumbreytanlegt. Sá hluti sjálfsins sem er varanleg frumeind verundarinnar er kölluð ÉG ER-nærvera. Það er frumeind sjálfsins sem er uppi á sviðum andans. Það er guðdómurinn einstaklingsbundinn sem lifandi logi, sem vitundarbroddur, sem sjálfsmyndasvið. Það er Guð – hið guðlega sjálf þitt.[1]

Elóhím Kyklópea talar um nauðsyn þess að halda þessu sem brennidepli í sýn okkar:

Varanleg frumeind tilverunnar er voldugur lífgjafi. Við skulum því fylgja vitruninni eftir og vera þess var að tíminn er kominn til að spádómurinn rætist, sem Habakkúk kom fram með, að vitruninni hafi komið fram. Og hún hefur vissulega komið fram.[2] Og það er mælt. Og þú ert að heyra það. Og þess vegna verðið þið vitandi, skilningsrík um Orðið.

Og sýnin verður fyrst og fremst að vera á hinni voldugu ÉG ER-nærveru þinni. Því þegar augu þín einblína á ÉG ER-nærveru þína og ekkert annað kemst að, þá, sérðu, straum sem lækkar. Þá verður hinn ódauðlegi sólarlíkami þinn ofinn, sem er í raun og veru samstætt kraftsvið þíns eigin orsakalíkama. Og hvert þessara sviða inniheldur stig birtingarmyndarinnar, framköllun kosmískra vísinda fyrir drottnun á öllum sviðum.

Þannig útskrifast þú úr [[ljóssúlunni] til ljóssviðanna. Og þú ættir að ákalla niðurstig orsakalíkama þíns eins og hið mikla lögmál leyfir og þar sem það er þolanlegt fyrir þitt eigið kerfi, þitt eigið sólkerfi, svo að þú gætir haft þann ósveigjanleika til viðbótar í þessari áttund.[3]

Heimildir

  1. El Morya, The Chela and the Path: Keys to Soul Mastery in the Aquarian Age, kafli 3.
  2. “Þá svaraði Drottinn mér og sagði: Skrifa þú vitrunina upp og letra svo skýrt á spjöldin, að lesa megi viðstöðulaust. Því að enn hefir vitrunin sinn ákveðna tíma, en hún skundar að takmarkinu og bregst ekki. Þótt hún dragist, þá vænt hennar, því að hún mun vissulega fram koma og ekki undan líða." Hab. 2:2–3.
  3. Cyclopea , "Ég mun standa á vaktinni minni!" Pearls of Wisdom, 25. bindi, nr. 13, 28. mars 1982.