Translations:Saint Germain/59/is

From TSL Encyclopedia
Revision as of 08:35, 24 May 2024 by Hbraga (talk | contribs) (Created page with "Með árunum safnaði Bacon að sér höfundum allra helstu bókmenntaverka sem út komu á tímum Elísabetar drottningar. Sumir þeirra voru í „leynireglu“ sem hann kallaði Hjálmsriddarana („The Knights of the Helmet“). Þeir höfðu að markmiði að auka menntun og efla enska tungu með því að skapa nýja bókmenntahefð á móðurmálinu í stað latínu svo að allur almenningur gæti notið ritanna. Bacon ritstýrði einnig þýðingu á grundvallarb...")
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)

Með árunum safnaði Bacon að sér höfundum allra helstu bókmenntaverka sem út komu á tímum Elísabetar drottningar. Sumir þeirra voru í „leynireglu“ sem hann kallaði Hjálmsriddarana („The Knights of the Helmet“). Þeir höfðu að markmiði að auka menntun og efla enska tungu með því að skapa nýja bókmenntahefð á móðurmálinu í stað latínu svo að allur almenningur gæti notið ritanna. Bacon ritstýrði einnig þýðingu á grundvallarbiblíunni ensku, Jakobsbiblíunni (King James Bible), staðráðinn í því að almenningur nyti góðs af því að geta lesið Guðs orð upp á eigin spýtur.