Translations:Zadkiel and Holy Amethyst/3/is

From TSL Encyclopedia
Revision as of 10:01, 7 August 2024 by Hbraga (talk | contribs)

Nafnið Sadkíel þýðir „réttlæti Guðs“. Í rabbínískri hefð er Sadkíel þekktur sem engill velvildar, miskunnar og minningar. Í sumum hefðum var hann engillinn sem hélt aftur af hendi Abrahams þegar Abraham ætlaði að fórna Ísak syni sínum. Heilagur Amethyst, guðleg viðbót Sadkíel, var einn af englunum sem þjónaði Jesú í Getsemanegarðinum.