Translations:Fortuna/7/is
Þungi hagsældarinnar byggir á vísindum, blessunirnar mínar, ... eins og allur alheimurinn. Ef þið mynduð eignast auðlegð, ákveðið þá fyrst hvert markmið eða tilgangur þessarar velsældar yrði í lífi ykkar. Hverju myndi það koma til leiðar Guði til dýrðar? Í hvaða tilgangi heitið þið að verja fórnunum sem englasveitirnar færa ykkur? Hafið þið gefið líf ykkar Kristi, til lækninga alls mannkyns, til að reisa við lífið í náttúrunni? Ef þið hafið ekki gert það, þá skuluð þið ekki furða ykkur á því að gnægtarflæðið svari ekki köllun ykkar og þreifingum. Því að allt líf svarar kalli sonar Guðs sem hefur risið upp og sagt: "Ég stend mína stöðu til að gera vilja Guðs og uppfylla tilskipun sköpunarinnar í kærleika fyrir náunga minn."[1]
- ↑ Fortuna, 16. október, 1966.