Translations:Apollo and Lumina/5/is

From TSL Encyclopedia
Revision as of 10:16, 17 November 2024 by Hbraga (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)

Apolló var þekktur í píþagorasarhefðinni sem tákn karlmannlegrar fegurðar, sólguðinn sem persónugerir hið andlega ljós í mynd sólarinnar. Hann stendur fyrir niðurstigningu himins á jörðu. Apolló er af sumum talinn vera sólarlogosinn, milligöngumaðurinn, Vishnú, Míþra, Hórus, hið alheimslega Orð. Apolló var löggjafi grísku borgríkjanna. Sem guð spásagna og spádóma tjáði hann sig við mannkynið fyrir munn spámanna og véfrétta eins og í hinni frægu véfrétt í Delfí.