Translations:The Summit Lighthouse/37/is
Við lifum á tímum þar sem fjölmiðlar eru oft háðir og ófrjálsir, menntun er stundum hlutdræg og fordómar eru áberandi á samfélagsmiðlum. Sérhver maður leitar hins góða lífs en sjaldan liggur fyrir hvað það felur í sér í raun og veru. Ill öfl eru staðráðin í að kollvarpa öllum trúarbrögðum, réttum eða röngum. Þau vilja nota váleg tíðindi og félagslegan óróleika sem yfirvarp til að kasta efasemdum á gildi þeirra. Menn eru tilbúnir að fyrirgera frelsi með því að leggja traust sitt á trúarlegar og stjórnmálalegar hreyfingar þar sem samviska einstaklingsins verður að lúta vilja gerræðislegra yfirboðara.