Engill DROTTINS

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Angel of the LORD and the translation is 100% complete.

Nærvera guðdómsins í englamynd. Hinir sjö erkienglar og kven-erkienglar þeirra þjóna á geislunum sjö ásamt fimm af leynigeislunum og yfirvaldi hins þrettánda geisla eru englar DROTTINS sem „standa í návist Guðs“ og eru „sendir frá Guði“ sem boðberar hans til að senda ljós (Krists-vitundar) Guðs, ÉG ER SÁ SEM ÉG ER, til sona hans og dætra til að hljóta þær blessanir sem þeir boða.[1]

Móse opinberaðist ÉG ER-nærveran fyrir milligöngu „engils DROTTINS sem birtist honum í eldsloga,“[2] Hún var raunveruleg nærvera og persónugervingur ÉG ER SÁ SEM ÉG ER í staðgenglinum Mikael erkiengli. Þessi sannleikur staðfestir þá vígslu sem Guð veitti ákveðnum háþróuðum verum í himneska helgiveldinu til að bera í raun og veru í persónu sinni – í orkustöðvum sínum og árusviði – þunga nærveru Guðs. Þannig hafa spámenn hans, boðberar og hinir Krists-bornu (Christed ones) borið þessa „byrði“ DROTTINS,[3] eins og þeir voru kallaðir til að vera sýnilegir guðspjallamenn hans í efnisformi, og tóku sig til að þjóna með englunum, erkienglunum, kerúbunum og serufunum fyrir hönd sálna í þróun sinni á jörðu.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

  1. Sjá t.d. Lúk 1:19.
  2. 2. Mós. 3:2.
  3. Jer. 23:30–40; Sak. 9:1; 12:1; Hab. 1:1; Mal. 1:1.