Erkienglar hinna sjö leyndu geisla

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Archangels of the five secret rays and the translation is 100% complete.
Other languages:

Sanat Kumara talaði um erkiengla hinna sjö leyndu geisla á fyrirlestri ("skyggnilýsingafundi") árið 1992:

Ég, Sanat Kumara, teikna hringinn á jörðina, á sandinn og í sjónum. Og sá hringur er eldhringurinn í kringum borgina þar sem Logaverðir viðhalda loganum og þar sem boðberar fara.

Sjáið nú skýringarmyndina af tólfarma stjörnunni í kringum hringinn og verið þess áskynja, elskurnar, að erkienglarnir og kven-erkienglarnir sem ég hef talað um í dag eru hinir fimm, sem með hinum sjö mynda hina tólf, og hinn þrettándi er Úszíel. Þannig, verið þess vitandi, elskurnar, að þessir englar eru komnir úr alheimshæðunum með sveitum sínum og þeir hafa valdsumboð til að vera á jörðinni til að bregðast við nærveru ykkar hér. Þið megið kalla til þeirra sem erkiengla hinna fimm leyndu geisla. ...

Þannig, ástvinir, ímyndið ykkur aukningu ljóss á jörðinni þegar fimm erkienglapör tvíburaloga til viðbótar verða hluti af þessari starfsemi. Margföldunaráhrifin eru undraverð! Það er undrunarverð rúmfræði þar sem hinir fimm leyndu geislar margfalda nú virkni erkiengla geislanna sjö og erkienglarnir sjö margfalda virkni hinna fimm leyndu geisla.

Vitið því að þeir standa með guðdómlegum samfellum sínum með bakið að miðju hringsins, með reistum sverðum, og þeir beina stingandi ljósi sverðanna út á við til verks núna. Og þannig senda þeir ljós um öll hnattheimkynnin. Og margföldunarstuðullinn er Úzzíel erkiengill sem stendur í miðjunni með tvíburaloga sínum; og þeir lýsa á stórkostlegan hátt nærveru Alfa og Ómega í þeirri miðju.[1]

Heimildir

Elizabeth Clare Prophet, Talað við engla, Hverning leita má til ljósengla til leiðsagnar, huggunar & lækninga (Bræðralagsútgáfan, 2022).

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Erkienglar hinna sjö leyndu geisla”.

  1. Sanat Kumara með hinum sjö heilögu Kúmerum, „Let the Wall of Fire Descend!“ Pearls of Wisdom, 35. bindi, nr. 49, 4. nóvember 1992.