Engillinn sem operaðaðist hinum guðdómlega Jóhannesi

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Angel of the Revelation of John the Divine and the translation is 100% complete.
Other languages:
Heilagur Jóhannes guðspjallamaður á Patmos, Jacopo Vignali (17. öld)

Jesús birti Jóhannesi hinum elskaða Opinberunarbókina í gegnum Engil opinberunarinnar. Þessi engill hefur talað af djúphygli um Krist og sanna merkingu kirkjunnar og um nauðsyn þess að kirkjan verði ekki sundurlyndisfjandanum að bráð. Hann segir:

Ég tala til líkama Guðs sem er sundraður um allar jarðir. Ég tala til þeirra sem hafa yfirgefið kirkjuna og ég tala til sálna sem eru innan kirkjunnar. Ég kalla til þeirra sem hafa tilbeðið Guð í íslam, sem hindúar, sem búddhistar, sem fylgjendur taó, sem túlka orð Drottins Ísraels. Ég tala til Gyðinga og heiðinna, til þeirra sem eru sannir fylgjendur Guðs og til þeirra sem hafa lagt hart af sér fyrir aðra.

Ég leysi anda hins lifandi Krists og ég segi: Sérhver leið til að finna Guð er geisli sem leiðir til innsta kjarna musterisins og allra sannra bygginga sem eru Kristur — Krist eins og þið hafið þekkt hinn eilífa Logos í Jesú og Kristi eins og þið ættuð að þekkja hann aftur á þessari öld, í hjarta ykkar og eins og loga sem brennur á altari hjartans.

Ég kem með viðvörun og ég kem með uppörvun. Látið þá viðvörunina ná til sálna, sem eru af Guði, um að það eru hinir föllnu sem hafa síast inn í raðir ykkar, sem hafa farið á meðal ykkar. Það eru þeir sem eru falskristar og falsspámenn, og þeir hafa sundrað kærleika hinna heilögu saklausu og brotið gegn trúarjátningu Drottins vors með mögli sínu, með falskenningum sínum, með því að sundra kærleika limanna á líkama Guðs.

Viðvörun mín er því þessi: að Rómarkirkun mun hrynja og kirkjur kristna heimsins molna nema andi sundrungarinnar verði upprættur úr kirkjunni í nafni Jesú Krists. Og lát illa anda og fallna skjálfa því að Drottinn er í nánd. Og hann mun ekki leyfa fjárplógsmönnum að vaða um í musterinu, þeim sem ráðskast með sálir manna, þeim sem víkja frá trú á Drottin vorn með málamiðlun eftir hentisemi hverju sinni ...

Verið trú Kristi sem býr innra með ykkur og þið munuð finna að þið eruð eitt með hinni sönnu kirkju sem er logi í hjarta ykkar. Það er ekki nauðsynlegt fyrir ykkur að finna hjálpræði í gegnum ytri skuldbindingar og ytri samtök. En það er nauðsynlegt fyrir ykkur að staðfesta hið lifandi Orð þar sem þið sameinist í söfnuðunum, og farið aftur inn í söfnuðina og færið þeim heilagan anda og boðskap engils opinberunar, sem ÉG ER sem samþjónn hins hæsta Guðs með ykkur.

Ég er kominn til að veita ykkur hvatningu ljóss og elds Krists til að fara aftur inn í söfnuði uppruna ykkar eða verið hluti af þessum hópi tilbiðjenda sem hafa beint sér að hinni Sigursælu alheimskirkju. Hvert sem þið farið til að biðja, tilbiðja og finna einingu í samfélagi sálna, færið þangað anda hins lifanda Guðs. Færið þangað anda sannleikans.

Og munið að þessi sannleikur er þar sem þið eruð og þar sem ÉG ER. Og í því að ÉG ER SÁ SEM ÉG ER erum við eitt og það er enginn aðskilnaður á vitundarsviðum því andi Guðs hreyfir við þeim sem eru í holdgervingu og eru á himneskum sviðum sem einn líkami í þjónustu Krists.

Koma mín boðar tengsl. Koma mín er til að þið getið áttað ykkur á því að hersveitir himinsins eru mjög raunverulegar og mjög nálægar og að fjöldi engla og englahersveita, erkiengla og serafa og cherubim, og hinna heilögu sem stigu upp, eru langtum fjölmennari en sveitir hinna föllnu sem og fjöldi þeirra sem enn eru í holdinu á jörðinni. [1]

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Angel of the Revelation of John the Divine.”

  1. Angel of the Revelation of Saint John the Divine, “The Message of Alpha and Omega to the Seven Churches,” 10. október, 1976.