Meta

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Meta and the translation is 100% complete.

Hinn „uppstigni kvenmeistari Meta“ þjónar á fimmta geislanum (græna geislanum) til lækninga, vísinda og sannleika. Hún er dóttir Sanat Kumara og kvenmeistarans Venusar, helgiveldis plánetunnar Venusar (plánetunnar). Hún fylgdi föður sínum til jarðar þegar hann kom til að aðstoða við þróun þessarar plánetu.

Fyrri jarðvistir

Á Atlantis þjónaði hún í lækningahofinu og nærði lækningarlogann sem nú er beint frá ljósvakasviðinu uppi yfir Nýja-Englandi.

Á lokajarðvist hennar bjó hún í Persíu með tvíburaloga sínum og þremur börnum þeirra, þar af var Cha Ara eitt þeirra. Þótt tvíburaloginn hafi farið sína leið og stigið upp í næsta jarðlífi, þá lifðu Meta og þrjú börn þeirra í sömu efnislíkömum í nokkur hundruð ár áður en þau stigu upp að endingu.

Eftir uppstigninguna

Síðan þá hefur Meta kennt vísindi lækninga og notkun ljósgeisla til að kalla fram heilun í ljósvakaborgunum þar sem hún hefur einnig vígt lækningahof. Þeir sem stunda nám þar á milli endurfæðinga hafa tækifæri til að draga til sín lækningakraft hennar og nota þá kennslu sem þeir fá í næstu jarðvistum sínum sem vísindamenn, læknar eða græðarar.

Meta þjónaði undir chohan-meistara fimmta geislans og tók síðan við því embætti þegar kennari hennar, sem var kosmísk vera, fór til að þjóna á æðri sviðum alheimsins. Eftir að hafa gegnt þessu embætti í nokkur þúsund ár færði hún nýlega ábyrgð embættisins yfir á Hilaríon; þannig gat hún snúið aftur með Sanat Kumara til Venusar árið 1956.

Þjónusta hennar nú á dögum

Í fyrirlestri sem fluttur var 30. desember 1974 sagði uppstigni meistarinn Hilaríon okkur að Meta hefði boðið sig fram til að taka þátt í framrás jarðarinnar. Hann sagði: „Meta mun þá dvelja á ljósvakasviðum plánetunnar og þjóna í hinum ýmsu lækningarhofum. Köllun hennar er að annast börn.“ Hann sagði að Meta yrði til staðar til að hjálpa mæðrum og feðrum sem eiga í erfiðleikum með börn sín og forða þeim frá skaðlegum áhrifum. Hún nýtur aðstoðar presta hins helga elds sem hafa gætt lækningarlogans í þúsundir ára og munu koma að rúmstokki barna til að svara kalli okkar.

Meta vinnur með öllum lækningarmeisturum og englasveitum. Hún ber í vitund sinni hina óflekkuðu ímynd hreinleikans og tæra fullkomnun kristalsmótsins fyrir hvert mannsbarn og fyrir þau sem eiga eftir að endurfæðast.

Hilaríon mælti með því að við leitum til Metu um að færa börnum okkar kristalmótið. Hann sagði:

Þið getið kallað eftir því að hugarmót heilunarinnar og kristall hinnar óflekkuðu ímyndar jarðtengist í ljósvakalíkama þeirra, jafnvel núna á þessari stundu. Ákallið Metu á hverjum degi og þið munuð sjá hvernig börnin ykkar munu varðveita kristalskýrleika Guðs-vitundarinnar sem þau höfðu þegar þau komu fram á vettvang heimsins.[1]

Nemar meistaranna geta einnig leitað til Metu til aðstoðar við að skýra sannleikann, skilgreiningu á veruleikanum og afhjúpa falskar hugmyndir sem settar eru fram í nafni sannleikans.

Sjá einnig

Heilunarathvarf Metu uppi yfir Nýja Englandi

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Meta.”

  1. Hilarion, “Dispensations from the Healing Masters” („Ívilnun frá lækningarmeisturunum“), 30. desember 1974.