Saturnús

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Saturn and the translation is 100% complete.
Other languages:
Ljósmynd af Satúrnusi tekin með Hubblessjónaukanum
 
Hluti af greinaröð um
Sólarkerfi



   Sólin   
Helíos og Vesta
Musteri sólarinnar
Sólblettir



   Reikistjörnur   
Merkúr
Venus
Frelsisstjarnan (Jörðin)
Mars
Júpíter
Satúrnus
Úranus
Neptúnus
Plútó



   Fyrrum plánetur   
Tíamat
Hedron
Maldek



   Aðrir hnettir   
Tunglið
Lilið
Vúlkan
Smástirni
Halastjörnur
Halastjarnan Kóhoutek

Satúrnus er næst stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, sú sjötta frá sólinni og sú fjarlægasta sem sést berum augum. Fornmenn kölluðu Júpíter og Satúrnus „hina miklu tímamæla“ eða tímastjórnendur vegna þess að samtengingar þessara tveggja reikistjarna skipta tímanum niður í stórar einingar með greinanlegum stjórnmála- og efnahagslegum hringrásum.

Stjörnuspekileg þýðing

Reikistjarnan Satúrnus stjórnar Steingeitinni. Satúrnus er prófsteinninn okkar, leiðbeinandi okkar, vígslumaður okkar í stjörnumerkinu. Hann stjórnar takmörkunum í jákvæðri og neikvæðri birtingarmynd og getur sýnt hvar er nauðsynlegt og gagnlegt að setja takmörk. Til dæmis eru takmörk á stjórnarvaldi háð Satúrnusi.

Satúrnus stjórnar einnig ónæmiskerfinu, sem skerðir getu sýkla til að valda veikindum. En Satúrnus getur einnig birst sem líkamlegar, sálfrænar, félagslegar eða andlegar hindranir og takmarkanir. Þar á meðal er svartsýni eða sektarkennd sem hindrar árangursríkar aðgerðir.

Satúrnus hefur aðrar víddir. Hann hefur stjórn á uppbyggingu, einurð, kristöllun og formgerðum. Á félagslegu eða stjórnmálalegu sviði sýnir hann hvernig vald er skipulagt og er vísbending um stjórnarskrá þjóðar. Satúrnus sýnir hvaða hag einstaklingur, stofnun eða þjóð hefur af aga, ábyrgð, þrautseigju, hagnýtni, skipulagi og visku.

Aftur á móti sýnir hann fram á hvernig fólk og þjóðir geta þjáðst af tapi, töfum og takmörkunum ef þær tileinka sér ekki þessa eiginleika. Satúrnus og Steingeit gefa fólki og þjóðum áskorun um að „fara réttar leiðir“ eða sæta afleiðingunum ella — stundum langtímaafleiðingum.

Satúrnus er samkvæmt hefðinni þekktur sem „illkynjuð“ reikistjarna og er oft tengdur óheppilegum aðstæðum. Hins vegar er hún ekki í raun „slæm“ eða „ólánsöm“ reikistjarna. Áhrif Satúrnusar, sérstaklega þegar hann er í Steingeit, eru stuðningsrík þegar einstaklingur eða hópar fólks haga sér skynsamlega, af hagsýni og ábyrgð. Hann tengist þá auðæfum, heiðri, athafnafrelsi, virðingu, réttfengnum ávinningi og/eða stjórnsemi, góðu stjórnarfari og skipulegu samfélagi.

En þar sem Satúrnus er leiðbeinandi og prófsteinn, og þar sem mannlegt eðli markast oft af mennskri heimsku, þá tengist Satúrnus erfiðleikum, erfiðum áskorunum, efnahagslægðum og þunglyndi, töfum, óláni, skuldum, missi heiðurs eða virðingar, tímabilum lítilla eða engra tækifæra, takmörkunum eða missi frelsis vegna aukins stjórnvalds og einræðis og kúgunarstjórnar. Undir áhrifum hans eru menn oft svartsýnir, drungalegir, þunglyndir, vonlausir og fórnarlömb eigin takmarkakennda.

Hætt er við að Satúrnus takmarki frelsi. Hann veitir mönnum aðeins frelsi sem beita sig sjálfsaga og er varða á leið sálarinnar til vígslu undir hinu Stóra hvíta bræðralagi. Satúrnus tengist karma, takmörkunum og langtímavandamálum og hann er tyftari. Satúrnus meinar mönnum að halda því sem þeir hafa ekki aflað sér með réttmætum hætti. Hann sviptir menn öllu sem markast af illfengnum ávinningi, ódýrum lausnum, misnotkun á vilja Guðs.

Satúrnus sem prófsteinn

Sem prófstein má líta á Satúrnus sem starfstæki hins uppstigna meistara drottins Maitreya, Alheims-Krists, sem reynir á þolrifin; eða líta má á hann semn sem andkrist, allt eftir hvernig á það er litið. Það skiptir í raun ekki máli. Undir áhrifum hans af öflum ljóss og myrkurs „og“ af endurkomu karma þíns, góðu sem slæmu.

Auk þess að tengjast vígsluathöfn drottins Maitreya er Satúrnus einnig tengdur myrkraverkum Satans. Það var Satan sem veitti Job satúrnusarvígsluna, og satúrnusarvígslan er að vera sviptur öllum eigum sínum sem eru illa fengnar (ekki ljóssins megin). Þetta er mjög erfitt tímabil fyrir þjóna Guðs, bæði í andlegum sem varaldlegum skilningi. Sérstaklega ættu chela-nemar hins Stóra hvíta bræðralags að vera sér þess áskynja.

Satan varð vígslumaður Jobs í fjarveru gúrú-meistararans drottins Maitreya. Lávarði Maitreya var hafnað í aldingarðinum Eden og því urðu hinir 144.000, sem og verur sem þróast á jörðinni, að taka út karmískar vígslur sínar fyrir tilstuðlan dragbítanna, í gegnum andkrist og með endurkomu eigin karma.

Að standast prófraunir Satúrnusar

Nú á tímum erum við viðstödd endurkomu drottins Maitreya Alheims-Krists, hins persónulega gúrú-meistara. Þess vegna, þegar við horfumst í augu við krafta Satúrnusar, verðum við að gera okkur grein fyrir því að við verðum fyrst og fremst að hafna Satan sem vígjanda okkar. Við höfum vígslumann: það er persóna Alheims-Krists í drottni Maitreya, persóna frelsarans í Jesú Kristi, og persóna Krists-sjálfs hvers og eins sem og uppstignu meistararnir.

Þegar þú hefur áunnið þér frelsi undir stjórn Satúrnusar, þá hefur þú áunnið þér það með sjálfsstjórn og þú heldur fast í það með sjálfsstjórn. Án þessarar sjálfsstjórnar nærðu ekki árangri með Satúrnusi.

Heimildir

Tekið saman af ritstjórum úr eftirfarandi heimildum:

1988 Pearls of Wisdom, Fyrsta rit, 5. kafli.

1988 Pearls of Wisdom, 2. rit, 2. kafli.

Elizabeth Clare Prophet, “Meeting the Challenge of World Karma on the Cusp of the Twenty-First Century,” („Að takast á við áskoranir heimskarma á þröskuldi tuttugustu og fyrstu aldarinnar,“) Pearls of Wisdom, 36. bindi, nr. 43, 26. september 1993.

Elizabeth Clare Prophet, 4. mars 1979.

Elizabeth Clare Prophet, 21. maí 1989.