Andi

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Spirit and the translation is 100% complete.
Other languages:

Andi getur skírskotað til:

(1) með hástaf. Guð er andi, karlkyns mótpóll guðdómsins; efnið er samstillt andanum; Guð sem faðir felur af nauðsyn í sér mótpól sinn Guðs-móður og er þess vegna kallaður Guð faðir og Guðs-móðir. Andinn er á sviði ÉG ER-nærverunnar sem er fullkomið og dvalarstaður uppstignu meistaranna í Guðs-ríki.

(2) með litlum staf, venjulega í fleirtölu, sem “andar,” framliðnir eða geðheimaverur.

(3) með litlum staf, í eintölu er andi og sál oft höfð til skiptis.

El Morya talar um að „andi“ mannsins sé „hinn kosmíski heiðurslogi hans, ráðvendni hans, styrkur, nærvera hans. Andi einstaklingsins er það sem sálin hefur dregið niður frá ER-nærverunni og reist upp frá hinni guðdómlegu móður, vefjandi ljóshýði, hnýði sem silkitrefjar um sálina þar til brúðkaupsflíkin, öll úr skíru gulli og hreinum hvítum lit, [er] skyndilega afhjúpuð.“

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Pearls of Wisdom, 31. bindi, nr. 77, 13. nóvember, 1988.