Translations:Abraham/10/is
Fræðimaðurinn Zecharia Sitchin heldur því fram að Abraham hafi verið súmerskur aðalsmaður af konungborinni prestaætt, fæddur ekki síðar en 2123 f.Kr. Hann hafi rekið stórt heimili og einkaher. Reyndar er Abraham lýst í Mósebók sem hafi átt í samskiptum við konunga, gert hernaðarbandalög og samið um jarðakaup. Hann er sagður hafa verið friðelskur, vopnfær, stórmannlegur og göfuglyndur sigurvegari, holdgervingur hugsjóna, réttlætis, réttvísi, ráðvendni og gestrisni. Honum er einnig lýst sem spámanni og milligöngumanni frammi fyrir Guði. En það sem mikilvægast er, Abraham er fyrirmyndarmaður (frumgerð mannsins) en hélt fast við trú sína á endurtekin loforð Drottins um að hann yrði „faðir margra þjóða“, jafnvel þegar ytri aðstæður virðast helst benda til hins gagnstæða.[1]
- ↑ See Zecharia Sitchin, The Wars of Gods and Men (New York: Avon Books, 1985), pp. 281–309.