Translations:Abraham/18/is
Þegar mikil hungursneyð reið yfir landið fór Abraham suður til Egyptalands. Þar sem hann óttaðist að Egyptar myndu drepa hann vegna fegurðar eiginkonu sinnar, þá kynnti Abraham Söru sem systur sína og leyfði Faraó að taka hana inn í húshald sitt. Að endingu sendi Drottinn plágu yfir Faraó og hús hans. Þegar egypski stjórnandinn komst að sannleikanum, vísaði hann Abraham og Söru skjótt á brott ásamt öllum þjónum, fénaði og auðæfum sem Abraham hafði áskotnast í Egyptalandi.