Translations:Abraham/19/is

From TSL Encyclopedia

Þegar aftur til Kanaanlands var komið reis sundurþykkja á milli hirðingja Lots og Abrahams og skildu þeir frændur við svo búið. Abraham bauð Lot að velja sér yfirráðasvæði af rausnarskap sínum. Lot settist að á frjósamri sléttu Jórdans sem sneri í átt að Sódómu en Abraham bjó í Hebron innan Kanaanlands sem virtist vera minna eftirsóknarvert búsvæði. Eftir að Lot fór sagði Drottinn Abraham að hann myndi gefa honum og niðjum hans allt landið sem hann gæti séð – í norðri, suðri, austri og vestri. Og þó að ættfaðirinn væri enn barnlaus sagði Drottinn að niðjar hans yrðu jafn óteljandi sem „duft jarðar“.[1]

  1. Gen. 13:16.