Translations:Archangel Uzziel and his twin flame/14/is
Og því verður keningin að koma fyrst. Þess vegna verður kjarninn að koma fyrst. Þess vegna er hið fjólubláa logahjarta, hið fjólubláa eldhjarta Saint Germains, ívilnun Guðs-frelsisins á þessari öld. Þetta er ástæðan fyrir því að þið heyrið um hið helga hjarta Maríu guðsmóður, hið helga hjarta Jesú og þetta fjólubláa eldhjarta Saint Germains. Það er vegna þess að þessi kynslóð ljósbera hefur komið fram til að ná tökum á orku hjartans fyrir hönd allra bræðra sinna og systra sem hafa slíkan kærleika að bera en traðka samt í fávísi sinn á hinum bljúgu lögmálum sem stjórna flæði orkunnar gegnum þessa helgu miðstöð karls og konu.