Translations:Cave of Symbols/6/is
Í þessum sal er okkur sýnt stórkostlegt viðtæki sem uppstigni kvenmeistarinn Leonóra fann upp. Með því er hægt að hafa samband á innri sviðum við aðra hnetti í sólkerfinu, við miðju jarðar og hvert sem er á yfirborði jarðar. Þarna eru rannsóknarstofur í efna- og rafeindafræði þar sem vísindamenn vinna við að fullkomna formúlur og uppfinningar sem þeim hefur verið heimilað að hafa með sér frá loftþéttum og innsigluðum borgum á botni Atlantshafs. Þessar borgir hafa verið verndaðar frá því að Atlantis sökk í sæ. Uppgötvanirnar verða færðar mannkyninu til afnota á komandi blómaskeiði, jafnskjótt og maðurinn hefur lært að hafa taumhald á græðgi sinni, sjálfselsku og tilhneigingu til að kúga aðra með stríðsátökum og óheiðarlegu fjármálakerfi.