Translations:Chohan/39/is

From TSL Encyclopedia

Chohan gæti tengst hinu tíbeska orði chos (borið fram cho), sem merkir dharma, trúarkenningum eða trúarbrögðum, sérstaklega kenningum Búddha. Í almennum skilningi nær merking chos yfir öll fyrirbæri, efni og þekkingu á veraldlegum og andlegum fyrirbærum. Tíbeska orðið jo-bo (borið fram chō) merkir drottnari eða meistari, Búddha eða ímynd Búddha. Mongólska orðið khan eða qan (borið fram hahn) merkir einnig drottnari, höfðingi, keisari eða konungur. Tíbeska orðið chos-mkhan (borið fram chĭ-kĕn eða chō-kĕn) merkir sá sem iðkar eða er vel að sér í dharma.