Translations:El Morya/22/is

From TSL Encyclopedia

TÓMAS BECKET var kanslari Englands á tólftu öld undir stjórn Hinriks II. Tómas var harðduglegur athafnamaður og mikill málafylgjumaður. Á unga aldri var hann menntaður í bestu skólum Evrópu og þjónaði á heimili erkibiskupsins af Kantaraborg, Þeó*balds, sem kynnti hann fyrir konungi og mælti með honum fyrir kanslaraembættið. Becket og konungur voru sagðir hafa verið samlyndir og samhuga og líklegt er að áhrifa kanslarans hafi gætt mikið á mörgum umbótum í enskri löggjöf sem Hinrik er skráður of virtur fyrir. Herra Tómas hafði íburðarmikinn smekk og þótti heimilishald hans jafnvel glæsilegra en konungs. Herklæddur eins og hver annar bardagamaður leiddi hann árásir og tók þátt í beinum átökum – viljasterkur og strangur en þó vammlaus í lunderni og djúptrúaður.

Árið 1161 dó Þeóbald erkibiskup og kallaði Hinrik á Becket til að taka við embættinu. Kanslarinn neitaði hins vegar og varaði konunginn við að slík staða myndi skilja þá að í siðferðisefnum. Herra Tómas sagði við hann: „Það er ýmislegt sem þú gerir núna sem brýtur í bága við réttindi kirkjunnar sem fær mig til að óttast um að þú krefjist af mér þess sem ég gæti ekki samþykkt.” Konungur gaf þessu engan gaum og lét vígja Tómas til erkibiskups í flýti á hvítasunnu 1162. Hlýðinn konungi og í ástríkri undirgefni við vilja Guðs yfirgaf Becket hið prýdda heimili sitt og hóf að stunda meinlætalifnað. Innst klæða gekk hann á laun í skyrtu úr hrosshári í yfirbótaskyni. Hinn elskaði erkibiskup varði tíma sínum til að útdeila ölmusu til fátækra, nema heilaga ritningu, vitja sjúkra og leiðbeina munkum við störf sín. Í þjónustuhlutverki sínu sem kirkjudómari var Tómas stranglega réttlátur.

Þó að Becket sem erkibiskup hefði sagt af sér kanslaraembættinu gegn vilja konungs, þá rættist samt sem áður forspá hans um að samband kirkju og ríkis yrði fljótlega alvarlegt ágreiningsefni. Kirkjan átti stórar landareignir. Hinrik fyrirskipaði að skattar skyldu greiðast af þeim beint í hans eigin ríkissjóð – sem var rakið inngrip – gegn mótmælum Tómasar. Í öðru máli var klerkur sakaður um að myrða hermann konungs. Samkvæmt gamalgrónum lögum var hann dæmdur fyrir kirkjudómi og var þar sýknaður. Deilur urðu vegna þess að Hinrik taldi erkibiskupinn vera Endurfæðingar hins uppstigna meistara Morya 127 hlutdrægan. Konungur reiddist Tómasi og kallaði saman ráð í Westminster þar sem biskuparnir, undir þrýstingi frá konungi, samþykktu með tregðu byltingarkennda stjórnarskrá frá Clarendon þar sem kvað á um ákveðna konunglega „siðahætti“ í kirkjunnar málum og var prelátum bannað að yfirgefa ríkið án konungsleyfis. Þessi ákvæði voru mjög skaðleg fyrir vald og álit kirkjunnar.