Translations:Guru-chela relationship/2/is

From TSL Encyclopedia

Chela er hugtak sem merkir lærisveinn eða aganemi* andlegs kennara. Það er dregið af hindí-orðinu celã, sem er fengið úr sanskrít, ceta, sem merkir þræll. Í austurlenskri chela-nemahefð, hefur þetta í þúsundir ár verið viðtekin leið til sjálfs-stjórnar og uppljómunar og á við þá sem þrá að hljóta þá þekkingu á leyndardómum alheimslögmálsins sem kennarar, öðru nafni "gúrúar", og meintir meistarar veita chela-nemum. (Í gegnum aldirnar hafa sannir gúrúar verið bæði uppstignir og óuppstignir meistarar). Chela-neminn þjónar meistaranum þar til hann reynist verðugur til að hljóta lyklana sem opna gáttirnar að sínum eigin innri veruleika.