Translations:Guru-chela relationship/4/is

From TSL Encyclopedia

Í skiptum fyrir upplýsta hlýðni og fórnfúsan kærleik öðlast chela-neminn smám saman hlutdeild í atgervi meistarans – í raunbirtingu meistarans á sínu sanna sjálfi. Með því að meðtaka orð meistarans sem óskeikul, hefur chela-neminn yfirfært Krists-vitund meistarans til sín sem leiðir til þess að hinn brennandi helgi eldur sem vitund meistarans býr yfir bræðir bæði óheflaða þætti í undirvitund chela-nemans og óverkað karma hans. Með því að leggja til hliðar af fúsum og frjálsum vilja fastmótaða mennska vitund sína uppgötvar chela-neminn að vitundinni er fljótlega skipt út fyrir færni kennara síns. Þegar chela-neminn eignar sér vitundarfærni meistarans verkar hún líkt og segull sem magnar æðri vitund chela-nemans og árangur.