Translations:Guru-chela relationship/7/is
Meistarinn Kúthúmi skrifaði eitt sinn til verðandi chela-nema að meistarinn væri „tilneyddur“ að taka við honum. Því, sjáðu til, samkvæmt andlegum lögmálum verða hinir uppstignu meistarar að taka að sér sem chela-nema þá sem lifa og hrærast samkvæmt vilja Guðs á vegi sjálfsagans og sjálfs-fórnarinnar. Þegar chela-neminn, með óbilandi þjónustulund, sýnir sig vera í raun þrælbundinn demants-skínandi huga Guðs og neitar að lúta öðrum skurðgoðum með sínum ófullburða sjálfsmyndum, þá stendur hann fyrr en varir andspænis annað hvort uppstignum eða óuppstignum meistara hins Stóra hvíta bræðralags eða einum jarðneskra fulltrúa okkar sem munu sjá honum fyrir kennslu í ákveðnum kenningum og hagnýtum skrefum til að ná því marki að endursameinast guðdóminum þar sem meðvitundin tengist innri vitundinni og sálin nær að birta að fullu meðfæddan guðdóm sinn.