Translations:Hierarchies of the Pleiades/2/is
"Auðvelt er að sjá Sjöstirnið með berum augum á heiðskírri nóttu og það lítur mjög vel út í handsjónauka ... Sjöstirnið er ung stjörnuþyrping, líklegast innan við 100 milljón ára ..." [1] Þyrpingin er staðsett í stjörnumerkinu Nautinu í fjögur hundruð ljósára fjarlægð frá jörðu og hefur hornstærð nokkru stærri en tunglsins. Af fimm hundruð stjörnum í hópnum eru sex vel sjáanlegar með berum augum. "[Hún] er umlukin bláleitu þokuskýi sem lýsist upp vegna endurvarps frá stjörnum Sjöstirnisins. Slík þoka kallast endurskinsþoka. Bjartasti hluti þokunnar er við stjörnuna Merópu.
Minnst er á þyrpinguna í Illíonskviðu Hómers frá um 750 f.Kr. og í Ódysseifskviðu sem skrifuð var tæpum þrjátíu árum síðar. Í biblíunni er þrisvar sinnum minnst á Sjöstirnið, tvisvar í Jobsbók (9:9 og 38:31): ... Þessar stjörnur eru frá fornu fari sjö dætur Atlasar og Pleiónu þekktar sem systurnar sjö. Goðsögnin segir að sú sjöunda (Merópa) hafi dofnað af skömm eftir samneyti við dauðlegan mann."[2] Systurnar beina sjónum að sjö geislum hins guðlega kvenleika. Í okkar hluta alheimsins er sjöstirnið aðsetur Stóra hvíta bræðralagsins.
- ↑ Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 45. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messier-45
- ↑ Sama.