Translations:Kuthumi/26/is
Á síðasta æviferli sínum var fullnuminn Kúthúmi virtur sem brahmíninn frá Kashmír, Koot Hoomi Lal Singh (einnig þekktur sem Koot Hoomi og K.H.) Koot Hoomi lifði afar einangruðu lífi, en hann gaf út aðeins sundurleita skrá yfir orð sín og verk. Mahatma Kúthúmi fæddist snemma á nítjándu öld og var Púnjabi en fjölskylda hans hafði sest að í Kasmír. Hann gekk í Oxford háskóla árið 1850 og er talið að hann hafi lagt „Drauminn um Ravan“ til tímaritsins „The Dublin University Magazine“ um 1854 áður en hann sneri aftur til heimalands síns.