Translations:Lotus/15/is
Á sex ára tímabili fór málið „Bandaríkin gegn Ballard“ í gegnum tvö réttarhöld og langa röð áfrýjana þar sem frú Ballard var á einum tímapunkti sakfelld og dæmd í eins árs fangelsi og 8.000 dala sekt þótt fangelsisdóminum hafi síðar verið frestað. Stuttu síðar gaf pósthúsið út úrskurð um að ekki mætti veita ÉG ER-starfseminnni póstþjónustu. Í ljósi slæmrar umfjöllunar í fjölmiðlum og mikilla fordóma innan réttarkerfisins héldu frú Ballard og nemendur hennar áfram að berjast og viðleitni þeirra náði hámarki með því að Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti dóminn árið 1946. Oft verið vitnað til skriflegs álits málsins í síðari málaferlum til að banna dómsrannsóknir á haldbærum sannleika eða ósannindum trúarskoðana.