Translations:Serapis Bey/50/is
Leið uppstigningarinnar er úrlausn þessara krafta sem eru nauðsynlegir í vitund okkar – faðir, móðir, sonur og heilagur andi sem eru fjórar stoðir musterisins innra með okkur. Hin frábæra lexía Gátama Búddha var að öll þjáning stafar af því að vera ekki í takti við hið innra ljós vegna mislagðra langana. Serafis Bey kennir okkur hvernig á að komast í takt við innri vilja verundarinnar. Kenningar hans verða hornsteinninn í boga helgivaldsins. Án hvíta ljóssins getum við ekki notið samþættingar sjálfsmyndarinnar.