Translations:Uriel and Aurora/7/is

From TSL Encyclopedia

Úríel er ekki nefndur á nafn í Biblíunni en hann er nefndur í textum gyðinga og kristinna manna. Hann er sagður vera engill nærverunnar sem vakir yfir heiminum og yfir neðsta hluta Hadesar. Úríel er einn af fjórum aðalenglunum í Enoksbók ásamt Mikael, Gabríel og Rafael. Hann leiðbeindi Enok á ferðum sínum um himnaríki og undirheima og hann varaði Nóa við yfirvofandi flóði. Sumar hefðir segja að Úríel hafi kennt Nóa hvernig á að lifa af flóðið.