Mighty Victory/is: Difference between revisions

From TSL Encyclopedia
(Created page with "<blockquote>Á hálfsársfresti hittast Karmadrottnarnir. Reynt er á þolrifin á öllu mannkyni, en sérstaklega þeir sem skrifa bréf sín til Karmic Board. Þessir verða því að fá próf í samræmi við þekkingu sína og vitund og þjálfun, sérstaklega sjálfsþekkingu þeirra á því sem ber að varpa í hinn heilaga eld. Þessar prófanir koma sérstaklega á þeim sviðum þar sem þið sjálfir hafið lengi þolað ákveðinn þátt mannlegrar sköpunar...")
Tags: Mobile edit Mobile web edit
No edit summary
 
(One intermediate revision by the same user not shown)
Line 39: Line 39:
Þann 28. júní, 1992, gaf hinn Voldugi Sigurvegari ásamt '''[[Jústínu]]''', [[tvíburaloga]] sínum, verklega æfingu til að flýta fyrir sigri okkar. Þau sögðu:  
Þann 28. júní, 1992, gaf hinn Voldugi Sigurvegari ásamt '''[[Jústínu]]''', [[tvíburaloga]] sínum, verklega æfingu til að flýta fyrir sigri okkar. Þau sögðu:  


<blockquote>Consider, then, all those areas in your life in which you desire to be victorious.” Make a note of each point you would master. Remind yourself daily of your commitment to your victory in small ways and big ways. You can chart your victories and your defeats on your map of life. “And you can put those golden ribbons at that place where you are determined to have your victory—victory over self and every condition, victory in this Church, victory in the dissemination of the teachings, victory in the nations, victory in the governments, victory in education, victory in every area of life!</blockquote>
<blockquote>Íhugið þá öll þessi svið í lífinu þar sem þið þráið að vinna sigur.“ Skrifið niður hvert atriði sem þið mynduð ná góðum tökum á. Minnið ykkur sjálf á daglegar skuldbindingar ykkar við sigur ykkar í smáu og stóru. Þið getið kortlagt sigra ykkar og ósigra á lífskortinu ykkar. „Og þið getið sett þessa gullnu borða á þá staði þar sem þið eruð staðráðin í að sigra  – sigur yfir sjálfum ykkur og öllum aðstæðum, sigur hjá þessari kirkju, sigur í útbreiðslu kenninganna, sigur hjá þjóðunum, sigur hjá ríkisstjórnum, sigur í menntun, sigur á öllum sviðum lífsins!</blockquote>


<span id="See_also"></span>
<span id="See_also"></span>

Latest revision as of 23:03, 14 November 2024

Other languages:
Hinn vængjaði Sigurvegari, Minnismerki Sigurvegarans, London (1911)

Hinn voldugi Sigurvegari er kosmísk vera frá Venus hvers tryggð sig við sigurlogann í meira en hundrað þúsund ár hefur veitt honum vald yfir þessum loga um víðfeðmi alheimsins.

Dálæti hans á sigri Krists og hugsanlegum sigri þeirra sem þróast á jörðinni var aðalástæðan fyrir svari hans við ákalli Saint Germains um kosmíska aðstoð við jörðina á þriðja áratug síðustu aldar.

Hinn nýi sáttmáli

Þegar hann kom fram til að standa á bak við frelsismeistarann og til að ljá verkefnum Saint Germains uppsafnaðan sigurstyrk sinn, tilkynnti hann undanþágu Karmadrottnanna frá því að uppfylla hin gömlu dulrænu lögmál fyrir þróun þessarar plánetu. Fyrir vikið er einstaklingum unnt að ganga í gegnum uppstigninguna með því að jafna aðeins 51 hundraðshluta af karma sínu; að öðlast aðgang að ljósvakaathvörfunum meðan líkamar þeirra sofa á nóttunni þó að karma þeirra gefi ekki tilefni til þess; og að veita fræðslu um ÉG ER-nærveruna í heiminum almennt frekar en að þessum upplýsingum sé haldið frá þeim sem ekki eru færir um að taka sér á hendur hið viðsjárverða ferðalag til athvarfa meistaranna í efnislíkama sínum.

Vegna þess að svo margar alheimsverur komu fram til að aðstoða Saint Germain var náðarbeiðni hans til Karmadrottnanna hönd mannkyns jarðarinnar samþykkt og þess vegna erum við þeirra forréttinda í dag að hafa og nota þessa öflugu fræðslu fyrir hönd okkar eigin frelsis og allrar plánetunnar. Við heilsum hinum Volduga Sigurvegara og dálæti hans á sigri okkar vegna hollustu okkar við rauðgula skúfinn sem er helgaður mánudeginum því sannarlega er sigurstjarnan stjarna okkar eigin orsakalíkama og einstaklingssigur okkar er sigur kærleikans.

Sigurstjarnan

Hinn Voldugi Sigurvegari hefur tólf meistara sem þjóna með sér, auk liðsveita sigurengla. Hinn Voldugi Sigurvegari stendur í miðju sólskífunnar miklu með tólf lærisveina sína á tólf línum klukkunnar og skipar fyrir myndun sexodda stjörnunnar. Meistararnir sem standa á línunum einn, þrír, fimm, sjö, níu og ellefu stíga fram mitt á milli miðju og jaðar hringsins. Þannig er stjarnan mynduð með virkni loga hins Volduga Sigurvegara og hinna tólf sem sýnir að eins og að ofan, svo að neðan er þrígreindi logi hjartans í jafnvægi og verund mannsins sigrar.

The Nafn Sigurvegarans

Þegar hann varð fyrst þekktur á jörðinni var Sigurvegarinn nefndur hinn„hávaxni meistari frá Venus. Í einum af fyrirlestrum sínum fyrir munn boðberans Guy W. Ballards útskýrir meistarinn hvernig hann varð þekktur sem Sigurvegari:

Uppstignu meistararnir gáfu mér nafnið „Sigurvegari“ sem hafa stigið upp frá jörðinni ykkar vegna þess að allt sem ég hef tekist á við er hefur verið sigursælt! Það er ekkert sem heitir takmörkun í vitund minni, eða athafnasemi, og hefur ekki verið í gríðarlega langan tíma! ... Ég hef aðeins þekkt sigur í þúsundir alda.[1]

Vetrarpróf

Þann 26. júní, 1986, sagði hinn Voldugi Sigurvegari okkur frá vetrarprófunum okkar. Hann útskýrði það á þessa leið:

Á hálfsársfresti hittast Karmadrottnarnir. Reynt er á þolrifin á öllu mannkyni, en sérstaklega þeir sem skrifa bréf sín til Karmic Board. Þessir verða því að fá próf í samræmi við þekkingu sína og vitund og þjálfun, sérstaklega sjálfsþekkingu þeirra á því sem ber að varpa í hinn heilaga eld. Þessar prófanir koma sérstaklega á þeim sviðum þar sem þið sjálfir hafið lengi þolað ákveðinn þátt mannlegrar sköpunar ykkar sem þið hafið ítrekað verið varaðir við að varpa í hinn heilaga eld fyrir fullt og allt. Þegar þú stenst ekki prófin þín verður undanþága sem þú hefur óskað eftir á hálfsárslotu ekki veittur. Við krefjumst tákns og það eru lokapróf á jörðu eins og á himni.

Hinn Voldugi Sigurvegari sagði okkur að ef ykkur grunar að þið hafið ekki staðist hálfsársprófið ykkar, getið þið áfrýjað til Karmadottnanna um að gefa ykkur annað próf svo að einkunnir ársins sýni að þið séuð staðráðin í því að standast það próf við annað tækifæri.

Lykillinn að sigri okkar

Þann 28. júní, 1992, gaf hinn Voldugi Sigurvegari ásamt Jústínu, tvíburaloga sínum, verklega æfingu til að flýta fyrir sigri okkar. Þau sögðu:

Íhugið þá öll þessi svið í lífinu þar sem þið þráið að vinna sigur.“ Skrifið niður hvert atriði sem þið mynduð ná góðum tökum á. Minnið ykkur sjálf á daglegar skuldbindingar ykkar við sigur ykkar í smáu og stóru. Þið getið kortlagt sigra ykkar og ósigra á lífskortinu ykkar. „Og þið getið sett þessa gullnu borða á þá staði þar sem þið eruð staðráðin í að sigra – sigur yfir sjálfum ykkur og öllum aðstæðum, sigur hjá þessari kirkju, sigur í útbreiðslu kenninganna, sigur hjá þjóðunum, sigur hjá ríkisstjórnum, sigur í menntun, sigur á öllum sviðum lífsins!

Sjá einnig

Jústína

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Victory, Cosmic Being”.

  1. The „I AM“ Discourses eftir Great Cosmic Being Mighty Victory (Chicago, Illinois: Saint Germain Press, 1949), bls. 3–4, 272.