Nine gifts of the Holy Spirit/is: Difference between revisions

From TSL Encyclopedia
No edit summary
No edit summary
Line 105: Line 105:
<blockquote>Spámaðurinn er maður sem lifir svo nálægt Guði að hann þekkir huga hans, hjarta, vilja og ásetning og getur því kunngert það mönnum. Þess vegna er hlutverk spámannsins tvíþætt. Hann veitir ávítur og viðvaranir og segir mönnum að hegðun þeirra sé ekki í samræmi við vilja Guðs. Hann færir ráð og leiðsögn og leitast við að beina mönnum á þær leiðir sem Guð vill að þeir fari.<ref>Barclay, bls. 123–24.</ref></blockquote>
<blockquote>Spámaðurinn er maður sem lifir svo nálægt Guði að hann þekkir huga hans, hjarta, vilja og ásetning og getur því kunngert það mönnum. Þess vegna er hlutverk spámannsins tvíþætt. Hann veitir ávítur og viðvaranir og segir mönnum að hegðun þeirra sé ekki í samræmi við vilja Guðs. Hann færir ráð og leiðsögn og leitast við að beina mönnum á þær leiðir sem Guð vill að þeir fari.<ref>Barclay, bls. 123–24.</ref></blockquote>


Spádómur er framtíðarsýn sem almáttugur Guð veitir einstaklingi. Hann er viðvörun um það sem gæti gerst ef við, fólkið, gerum ekkert. Spádómsgáfan er algjör samstilling við heilagan anda. Guð slær mikinn hljóm á orgelið og spámaðurinn gefur frá sér nótuna. Frá alheimshug sínum flytur Guð Orðið og spámaðurinn heyrir, svarar, hlýðir og flytur Orðið til fólks Guðs. Fólkið þarf ekki að vara það við ef það sjálft sér hvað er að koma yfir það. Þess vegna varar spámaðurinn það alltaf við: „En ef þér iðrist ekki vega yðar, þá mun þetta og slíkt henda yður. Þetta karma mun koma niður.“  
Spádómur er framtíðarsýn sem almáttugur Guð veitir einstaklingi. Hann er viðvörun um það sem gæti gerst ef við, fólkið, aðhöfumst ekki neitt. Spádómsgáfan er algjör samstilling við heilagan anda. Guð slær mikinn hljóm á orgelið og spámaðurinn gefur frá sér nótuna. Frá alheimshug sínum flytur Guð Orðið og spámaðurinn heyrir, svarar, hlýðir og flytur Orðið til fólks Guðs. Það þarf ekki að vara fólkið ef það sér sjálft hvað er í vændum. Þess vegna varar spámaðurinn það alltaf við: „En ef þér iðrist ekki gjörða yðar, þá mun þetta og slíkt henda yður. Þetta karma mun slá niður.“  


<span id="Discerning_of_spirits"></span>
<span id="Discerning_of_spirits"></span>

Revision as of 09:45, 9 November 2025

Other languages:
Niðurkoma heilags anda á hvítasunnu, Juan Bautista Maíno (milli 1615 og 1620)

Í Korintubréfi 12 telur Páll postuli upp „níu gáfur heilags anda“.

1 En svo ég minnist á gáfur andans, bræður, þá vil ég ekki að þér séuð fáfróðir um þær....

4 Mismunur er á náðargáfum, en andinn er hinn sami,

5 og mismunur er á embættum, en Drottinn hinn sami

6 og mismunur er á hæfileikum að framkvæma, en Guð hinn sami, sem öllu kemur til leiðar í öllum.

7 Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er.

8 Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki, öðrum að mæla af þekkingu í krafti sama anda.

9 Hinn sami andi veitir einum trú, öðrum lækningagáfu

10 og öðrum kraft til að framkvæma undur. Einn fær spádómsgáfu, annar hæfileika að greina anda, einn að tala tungum og annar að útleggja tungutal.

11 En öllu þessu kemur til leiðar eini og sami andinn, og hann útbýtir hverjum einum eftir vild sinni.[1]

Ég trúi því að níu gáfur heilags anda séu samverkandi og að þær komi smám saman yfir leitandann. Þær eru eins og níu pottaplöntur; þær vaxa og blómstra saman. Og þær vaxa og dafna í þér eftir því sem þú nálgast æ meir Guð, nær heilögum anda, nær Jesú og öllum hinum heilögu klæddum hvítum klæðum sem við meðtökum sem uppstignu meistarana. Þannig að eftir því sem ljós þitt eykst um allan líkama þinn, um orkustöðvar þínar, þá aukast þessar gáfur. Eftir því sem andagift þín eykst, eftir því sem þú skilgreinir hvað er mikilvægt í lífi þínu, þá aukast gáfurnar í þér.

Þegar þú hefur sannarlega heilagan anda og heilagur andi býr í líkama þínum, þá er það vísbending um að þú hafir náð einingu við þitt eigið heilaga Krists-sjálf og ÉG ER-nærveruna.

Viskuorð

Fyrsta gáfa heilags anda er viskuorð (sophia á grísku).

Hvers vegna er það svo? Vegna þess að án visku munt þú ekki meta hinar átta gáfurnar og vegna þess að Jesús kenndi trúfastlega leið Búddha. Og það er viska sem þú verður að hafa svo að þú finnir ekki fáfræði vaxa við rætur sálar þinnar. Klemens frá Alexandríu skilgreinir visku sem „þekkingu á hinu mannlega og guðlega og orsökum þeirra“. Aristóteles lýsir henni sem „að leitast við að ná bestu markmiðum og nota bestu leiðirnar að þeim.“[2]

Samkvæmt biblíuskýrandanum William Barclay er viska „ekkert minna en þekking á Guði sjálfum.“ Viska kemur, segir hann, „ekki svo mikið frá hugsun og huga heldur frá samfélagi við Guð.“[3] Í athugasemdum sínum við þessa gjöf bendir Ellen White á að þeir sem eru gæddir orði viskunnar séu ekki aðeins vitrir heldur geti þeir miðlað visku sinni til annarra.[4] Skilningur minn á visku er að hún er skilningur á því sem andinn er. Viska getur ekki komið frá mennskum huga heldur aðeins frá æðra huganum. Það er spennandi og ótrúleg stund að upplifa umsvifalausa visku sem kemur ekki frá neinni ytri uppsprettu.

Þegar ég hef hugleitt visku og æðri hugann, hef ég öðlast visku og í raun séð hana sniðganga heilann minn. Hún kom beint frá æðri uppsprettu inn í hjarta mitt. Hjartað mitt var ílátið og skilningurinn á þessari visku. Það er dásamlegt að átta sig á því. Hugsaðu um alla hina fötluðu sem hafa einhverja skerðingu sem tengist miðtaugakerfinu eða heilanum. Og þeir geta átt samskipti við Guð jafn skýrt í gegnum Krists-hugann, sitt eigið æðra sjálf. Þú ættir að halda skrá yfir þær stundir þegar þú öðlast þessa viskuinnsýn, þegar þú veist skyndilega eitthvað sem þú hefðir ekki getað vitað án þess að heilagt Krists-sjálf þitt hafi fest þér það í huga.

Þekkingarorð

Önnur gáfa heilags anda er gjöf þekkingarorða.

Viska er fyrir mér hagnýt. Hún er af andanum. Hún er af alheimshuganum. Orð þekkingar er þekking þessa heims sem þú þarft að kunna til að uppfylla tilgang tilveru þinnar, starfsgreinar þinnar, köllunar þinnar í lífinu og svo að þú hafir ríkulegan aðgang að aðstæðum samtímans sem þú getur nýtt þér. Ef þú ert að þjóna lífinu eða ef þú ert einhver prédikari eða einfaldlega lærisveinn Jesú, þá er mjög mikilvægt að geta borið kenningar ritningarinnar saman við stjórnmál samtímans sem við sjáum birtast fyrir augum okkur, að gera ritningarnar viðeigandi út frá þekkingu.

Gríska orðið fyrir þekkingu er gnósis. Það er hagnýt viska sem vísar á hvað rétt er að gera í hvaða aðstæðum sem er. Það er hagnýt beiting guðlegrar visku. White segir að gáfa þekkingarorðsins sé hæfni til að skilja andlegan sannleika og miðla honum til annarra á skipulegan og hagnýtan hátt.[5] Matthew Henry, túlkandi frá átjándu öld, túlkar gáfu þekkingarorðsins sem „hæfni og vilja til að veita ráð og leiðbeiningar í flóknum málum “.[6]

Maha Chohan segir að munurinn á gáfu viskuorðsins og þekkingarorðsins sé þessi: Þegar þú hefur visku skilur þú það sem andans er og leyndardóma Guðs. Þegar þú hefur þekkingu skilur þú það sem heimsins er.

Hinir miklu spámenn og avatarar hafa allir haft gríðarlega þekkingu á fræðasviðum. Takið fyrir spámennina í Ísrael. Þeir vissu allt sem var á seyði. Þeir þekktu stjórnmál síns tíma, samsærin. Þeir vissu hvað konungarnir voru að gera, gott og slæmt. Þeir voru mjög til staðar á vettvangi, og þess vegna, þegar þeir fengu boðskap frá Guði frá erkienglum hans, voru þeir að tala beint til málefna síns tíma. Svo teljið ykkur ekki í trú um að þið getið verið fáfróð og jafnframt tekist að breiða út fögnuð og kenningar Jesú. Þessir spámenn og [avatarar] forðuðust ekki þekkingu; þeir náðu tökum á henni. Þeir urðu þekkingin. Þeir voru þekkingin holdi klædd.

Trú

Þriðja gáfa heilags anda er gjöf trúarinnar.

Barclay skilgreinir trúargáfu sem „kraftinn til að átta sig á andlegu athæfi“ og sem kraftinn „sem breytir sýn í verk“.[7]

Höfundur Hebreabréfsins skrifar:

Trú er fullvissa um það sem vonast er til, sönnun þess sem ekki er auðið að sjá....

Án trúar er ekki unnt að þóknast [Guði]. Því að sá sem kemur fram fyrir Guð verður að trúa því að hann sé til og að hann umbuni þeim sem leita hans.[8]

Trú á lögmál Guðs vekur áræði. Hefur þú kjark til að tala Orðið eins og Jesús Kristur gerði? Hefur þú hugdifsku til að ávíta þá sem ekki viðurkenna lögmál föðurins? Það hugrekki hefst með trú og trausti. Þegar þú hefur trú og traust, hefur þú sterka tengingu við almáttugan Guð í Kristi sem býr í þér og í þinni máttugu ÉG ER-nærveru.

Lækningar

Fjórða gjöf heilags anda er lækningagáfan.

Túlkurinn Adam Clarke skilgreinir þessa gáfu sem „kraftinn sem postularnir fengu á sérstökum tímum frá heilögum anda til að lækna sjúkdóma.“[9] John Short segir í The Interpreter’s Bible (Biblía túlksins): „Í guðspjöllunum er gert alveg ljóst að hjálpræðið sem meistarinn boðaði fól í sér velferð alls mannsins — líkama, sálar og anda .... Boðskapur hans var fyrir allar persónuleikagerðir manna, bæði líkamlega og andlega.“[10] White bendir á að þeir sem höfðu lækningagáfu „höfðu guðlega þekkingu og leiðsögn í verki sínu og læknuðu aðeins þá sem Guð fyrirskipaði þeim að lækna. Þeir höfðu þannig vissa þekkingu á útkomunni.“[11]

Heilun líkamans er síst mikilvægasti þáttur lækningagáfu. Markmiðið er að lækna sálina svo að hún geti læknað og hreinsað sitt eigið musteri. Heilun er árangur góðs jafnvægis. Það er ekki neitt til sem heitir læknir sem er haldinn óróleika, reiði og er með niðurbældar tilfinningum og orku.

Sumir kenna að Guð vilji að allir verði læknaðir, en aðrir kenna eins og ég nefndi rétt í þessu. Þeir eru vandlátir í því hverjum þeir biðja fyrir og kalla eftir lækningu. Við leggjum alltaf fram beiðnir og bænir sem við berum fram um lækningu sem eru háðar vilja Guðs vegna þess að við getum ekki vitað vilja Guðs og því spyrjum við hvort sá og hinn geti læknast og biðjum Guð að lækna þann einstakling samkvæmt vilja Guðs.

Hvers vegna væri það ekki vilji Guðs að allir læknast? Vegna þess að menn hafa sína breyskleika sem þarfnast lífsreynslu til að yfirvinna. Það ber karmabyrðar sem það þarf að jafna. Og ef maður tekur frá þeim alla veikleika þeirra og byrðar, þá tekur maður líka frá þeim tækifærið til að jafna karma sitt, og eins og Páll sagði, og verða þannig betur fallnir til að rísa upp.

Margir þjást af banvænum sjúkdómum og eru meðvitaðir um kenningu Páls, að þú þurfir að þola sársauka, þú þolir byrðar heimsins, þú tekur á þig og færir inn í líkama þinn byrðar heimsins karma með því að jafna þitt eigið karma. Og þegar þú deyrð og ríst upp frá dauðum, þá átt þú betri upprisu því þú hefur nú léttari byrði vegna þess að þú leyfðir þér að ganga í gegnum einhverja byrði fyrir fórn og mannúð.

Verk kraftaverka

Fimmta gjöf heilags anda er að vinna kraftaverk.

Þessi gjöf hefur verið þýdd úr grísku sem „sýning á máttugum krafti“. Ég er viss um að eftir því sem vísindin þróast komumst við að þeirri niðurstöðu að stundum er hægt að útskýra það sem kallað er kraftaverk vísindalega. En það er ekki hægt að útskýra öll kraftaverk af því að þau eru kraftaverk. Þau eru undantekningar frá lögmálinu frekar en uppfylling lögmálsins. Biblíuskýrendur heimfæra þetta upp á dramatískar, óvenjulegar lækningar og útrekstur illra anda. Þeir sjá náðargáfur trúar og lækninga og kraftaverka sem samtengdar.[12]

Sannur tilgangur kraftaverka er að endurheimta heilleika líkamans og ná einingu við æðra sjálfið svo að maður geti lifað fullkomnu lífi í fögnuði sem verkfæri kærleika Guðs. Þú getur orðið svo frábært starfstæki fyrir heilagan anda að þegar fólk snertir áru þína fær það lækningu og upplyftingu.

Lykillinn að kraftaverkum er fjólublái loginn. Það er áhrifaríkasta notkun hins helga elds því fjólublái loginn veldur umbreytingu þegar þú ferð með möntrufyrirmæli fjólubláa logans. Og því á kraftaverk fjólubláa logans sér stað þar sem þú hefur gengið frá ákveðnum málum eða vandamálum vegna þess að þú hefur kallað fram fjólubláa logann og þú hefur hreinsað þig af staðfestri byrði líkama þíns með því að nota fjólubláa logann. Þegar fjólublái loginn — gjörningur heilags anda, umbreytingarinnar — umbreytir ákveðnu magni karma þíns, munt þú læknast. Þú átt einfaldlega ekki lengur við vandamálið að stríða vegna þess að það hefur verið umbreytt og þú hefur jafnað þann þátt karmans sem þú áttir að jafna.

Þegar þú flytur fjólubláa logann af kostgæfni, munt þú ekki aðeins njóta eilífs fagnaðar Jesú, heldur munt þú sjá kraftaverk hans gerast allt í kringum þig. Árur okkar drjúpa óhjákvæmilega af fjólubláa loganum svo að hvert sem við förum getur Saint Germain notað okkur sem verkfæri sín til að kasta kraftaverkapoka sínum á orsakir, ástæður og afleiðingar neikvæðra aðstæðna.

Spádómar

Sjötta gáfan er spádómsgjöfin.

Biblíuskýringar gera oft greinarmun á því að spádómar séu ekki svo mikið „fyrirboð“ heldur „framsögn“ sannleikans.[13] Þeir skilgreina spádómsgáfuna sem hæfileikann til að „segja frá“, að gera vilja Guðs kunnan og veita innsýn í tilgang Guðs.[14] Barclay segir:

Spámaðurinn er maður sem lifir svo nálægt Guði að hann þekkir huga hans, hjarta, vilja og ásetning og getur því kunngert það mönnum. Þess vegna er hlutverk spámannsins tvíþætt. Hann veitir ávítur og viðvaranir og segir mönnum að hegðun þeirra sé ekki í samræmi við vilja Guðs. Hann færir ráð og leiðsögn og leitast við að beina mönnum á þær leiðir sem Guð vill að þeir fari.[15]

Spádómur er framtíðarsýn sem almáttugur Guð veitir einstaklingi. Hann er viðvörun um það sem gæti gerst ef við, fólkið, aðhöfumst ekki neitt. Spádómsgáfan er algjör samstilling við heilagan anda. Guð slær mikinn hljóm á orgelið og spámaðurinn gefur frá sér nótuna. Frá alheimshug sínum flytur Guð Orðið og spámaðurinn heyrir, svarar, hlýðir og flytur Orðið til fólks Guðs. Það þarf ekki að vara fólkið ef það sér sjálft hvað er í vændum. Þess vegna varar spámaðurinn það alltaf við: „En ef þér iðrist ekki gjörða yðar, þá mun þetta og slíkt henda yður. Þetta karma mun slá niður.“

Að greina anda

Sjöunda gjöf heilags anda er gjöfin til að greina anda.

Það er að geta vitað hvaða andar eru á sveimi í kringum fólk og eru í fólki án þess að vita það fyrirfram. Þegar þú getur greint andana, og ef þessir andar eru illir andar sem eru í og ​​í kringum líkama manna, geturðu verndað þá, þú getur varað þá við, þú getur sagt að þeir séu haldnir óhreinum öndum sem gera þeim ekki neitt gott. Þú getur sagt þeim frá möntrufyrirmælum og áköllum og Astreu og hringi og sverði bláa logans [sem leið til þess að fást við andsetningu].

Það er til guðlegur og falskur innblástur. Það eru til sannir spámenn og falsspámenn. Jóhannes postuli segir: „Trúið ekki hverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði.“[16]

Gjöfin að greina anda gerir manni kleift að ákvarða hvað er í gangi í öðrum — hvort sem það eru englasveitir og ljós Guðs eða illar vættir og fallnir englar. Greining anda getur aðeins átt sér stað í gegnum hjartað — hjarta sem er hreinsað, hjarta þar sem þrígreindur logi brennur.

Ef þú vilt taka á móti heilagum anda er nauðsynlegt að þú haldir áru þinni algerlega lausri við anda sem eru svikarar heilags anda. Ef þú heldur ekki áru þinni hreinni með því að nota sverð þitt Mikaels erkiengils og farir daglega með möntrufyrirmæli þín til Mikaels erkiengils og hinnar ástkæru voldugu Astreu, geturðu ekki verið viss um hvort þú ert að hafa samskipti við heilagan anda eða dulbúnum anda nema þú hafir gjöfina til að greina anda. Lykilatriðið er ekki að beina athygli þinni að eigin breyska persónuleika, upphefja þann breyskleika sem að hann hafi heilagan anda. Beindu í staðinn athygli þinni að heilögum anda svo að heilagur andi geti afmáð breyskleika þinn.

Munið eftir ráðleggingum Jesú til Katrínar frá Síenu:

Veistu, dóttir, hver þú ert og hver ég er? Ef þú vissir þetta tvennt, þá værir þú blessuð. Þú ert það sem er ekki. Ég er sá sem er. Ef þú hefur þessa þekkingu í sálu þinni, þá getur óvinurinn aldrei blekkt þig. Þú munt sleppa við allar snörur hans. Þú munt aldrei samþykkja neitt sem stríðir gegn boðorðum mínum. Og án erfiðleika munt þú öðlast alla náð, allan sannleika, allt ljós.[17]

Í einu af gnostísku guðspjöllunum talar Jesús við lærisveina sína og lærisveinarnir eru ekki ánægðir með þá upphefð sem hann sýnir Maríu Magdalenu. En hann fullyrðir að hann hafi gert hana að karlmanni. Nú vill kvenréttindahreyfingin í dag ekki heyra um að konur séu gerðar að karlmönnum. Karlmaðurinn er yang andans. Kristur í þér er karlkyns, í bæði körlum og konum, og sál þín er yin. Sálin er ekki enn fullkomin, hefur ekki náð ódauðleika sínum og er forgengileg. Og því voru vissir lærisveinanna, hvort sem þeir voru karlar eða konur, gerðir að karlmönnum af Jesú. Þeir voru gerðir að plús-umskautuninni eða yang-kraftinum. Þannig að þegar Krists-sjálf okkar er raunverulegra fyrir okkur en gervisjálf okkar og við erum í þeirri Krists-nærveru, þá erum við karlkyns í andlegri merkingu orðsins, jafnvel þótt við séum í karlkyns eða kvenkyns líkama.

Jesús er því að segja Katrínu að endurtaka möntruna: „Ó, Drottinn Jesús, þú ert allt, ég er ekkert.“ Því meira sem þú endurtekur það, því meira fyllist þú Kristi þar til Jesús gerir þig karlmannlegan með því að tengja sál þína við hann og innri Krist. Þar til að því geti orðið getur litið á sjálfan þig sem einskis verðan. Ef þú samsamar þig einhverjum hluta sjálfshyggjunnaar (egósins), geturðu ekki verið viss um að þú hafir meðtekið heilagan anda eða í raun meðtekið lægri anda.

Lægri andarnir eru af geðsviðinu. Þeir koma á undan heilögum anda til að freista þín og uppfylla metnað þinn, andlegt stolt þitt, löngun þína til að tala tungum og svo framvegis. Ef þú ert bundinn við langanir þínar, verður þú móttækilegur fyrir svikurum heilags anda. Ef þú þráir gjafir andans af fölskum metnaði og þú þráir þær meira en þú þráir heilagan anda, þá ert þú auðsæranlegur. Þú verður að vera laus við langanir sem leiðir okkur aftur til Gátama Búddha - löngunarleysi þegar við nálgumst gjafir andans. Lægri andarnir geta valdið þér miklum sársauka og sorg ef þú leyfir þér að láta þá táldraga þig.

Ýmis konar tungutal

Áttunda gjöfin er margs konar tungutal

Áttunda gjöf heilags anda sýnir aðallega tvær gerðir tungutals. Í fyrri gerðinni er tungutalið erlent tungumál, óþekkt þeim sem talar það en auðvelt að skilja fyrir þá sem tala það tungumál. Tilgangur þess er að fræða fólk frá mismunandi löndum og auðvelda útbreiðslu fagnaðarerindisins. Þessa tegund tungutals viðhöfðu postularnir á hvítasunnu.

Í seinni gerðinni er tungumálið sem talað er óþekkt andlegt tungumál sem menn tala ekki né skilja nema einhver sé viðstaddur sem hefur gjöf til að túlka tungur. Þessi tegund tungutals sást meðal safnaðanna sem Páll prédikaði fyrir í Korintu. Það fer fram í alsæluástandi og tilgangur þess er að staðfesta trú nýrra trúskiptinga eða veita persónulega andlega uppbyggingu. Sá sem talar tungum ávarpar Guð frekar en menn og tilgangurinn er frekar að lofa Guð en að prédika Orðið.

Í 1. Korintubréfi gefur Páll fyrirmæli um að spádómsgáfa, sem allir skilja, sé betri en gjöfin að tala óþekktum tungum, sem aðeins Guð skilur nema túlkur sé viðstaddur. Páll skrifar:

Keppið eftir kærleikanum. Sækist eftir gáfum andans, en einkum eftir spádómsgáfu.

Því að sá, sem talar tungum, talar ekki við menn, heldur við Guð. Enginn skilur hann, í anda talar hann leyndardóma.

En spámaðurinn talar til manna, þeim til uppbyggingar, áminningar og huggunar. Sá, sem talar tungum, byggir upp sjálfan sig, en spámaðurinn byggir upp söfnuðinn.

Ég vildi að þér töluðuð allir tungum, en þó enn meir, að þér hefðuð spádómsgáfu. Það er meira vert en að tala tungum, nema það sé útlagt, til þess að söfnuðurinn hljóti uppbygging.

Gáfa fyrir því að tala ýmiss konar tungum felur í sér vald á tali, samskiptum og flutningi Orðsins. Hún nær frá valdi á tungum jarðar til færni í tungum engla. Einkum er það hæfni til að tala tungu sálarinnar við hvern og einn sem maður hittir. Það þýðir að þegar maður kemst í tæri við áru mannsins, þá gefur heilagur andi kraft til að tala í hugsunarmynstrum og á skilningsstigi og þörfum þess einstaklings. Þannig er hægt að ná til hans eða hennar með boðskap sem er viðeigandi fyrir líf hans eða hennar.

Tungugjöfin auðveldar skilning milli fólks og hún kemur fram í list háttvísinnar. Hún hjálpar manni að koma sér vel saman við náungann. Hún getur falið í sér að hafa taumhald á tungunni eða hugga barn.

Þeir sem hafa óhreinar hvatir og óhóflegar kenndir og krefjast gjafar tungutals frá heilögum anda fá oft í staðinn muldur fallinna engla.

Andlega tungutalið og túlkun þes er frá englasveitum. Þetta eru tungur sem englar tala nú á himnum. Við vitum að englar hafa endurfæðst á jörðinni til að vera kenna, til að leiðsegja og til að vernda alla á jörðinni gegn vélráðum fallinna engla og gildrum sem lagðar eru fyrir börn Guðs. Þeir tala því þessar tungur á himnum, þeir töluðu þær þegar þeir voru á himnum, og þeir geyma enn minningar um þessar tungur þegar þeir báðu Guð hvort þeir gætu endurfæðst til að hjálpa til við að bjarga börnum hans. Endurholdgaðir englar sem varðveita mynstur himneskra tungna sinna í sálum sínum fá oft örvun heilags anda til að tala þessum tungum svo að jörðin geti verið gegnsýrð af hærri orkutíðni „englatals“.

Þegar þeir sem taka á móti gjöfinni tala þessa tungu eru þeir enn englar en nú eru þeir í endurholdgun að vinna úr karma sínu og hjálpræði sínu sem synir og dætur Guðs, svo þeir geta lagt af mörkum þessa orkutíðni í kirkjum sínum, á heimilum sínum, og orkutíðni himnesks tungutals er því til staðar á jörðinni.

== Túlkun tungutals ==

Níunda gjöf heilags anda er túlkun tungnatalsins

Skýrendur skilgreina þá gjöf að túlka tungutal sem hæfni til að túlka skilaboð einhvers sem talar tungum. Ein af þeim athugasemdum sem ég vil gera er að gáfan að túlka tungutal er hæfni til að tengja kenningar uppstiginna meistara við „þjóðirnar“ — sem merkir öll þróunarstig jarðarinnar, þar á meðal karma þeirra og vitund.

Sérhver maður sem þú myndir tala við um Guð þarfnast ákveðinnar túlkunar á andlegu leiðinni, ákveðins skilnings, ákveðinnar blíðu, ákveðins kærleika og ákveðinnar huggunar. Þú hefur mjög sérstök skilaboð að færa fólki um Guð og heilagur andi hvetur þig til að tala um það sem er helst hrjáir fólk. Fyrir suma skiptir innblástur sköpum. Aðrir þurfa vísindalegar skýringar. Þegar þú miðlar heilögum anda frá hjartanu til annarra hjarta hefurðu engar áhyggjur af því hvað þú átt að segja því heilagur andi leggur þér orð í munn.

Þannig að túlkun tungutals er ekki bara að standa upp í kirkju og túlka það sem einhver annar segir í tungum. Það er hæfni til að umbreyta sálinni með hjálp heilags anda vegna þess að þú talar tungu þeirrar sálar.

Sjá einnig

Heilagur andi

Heimildir

Elizabeth Clare Prophet, 2. júlí 1994, „Fjórði lexía frá heilögum anda: Gjafir heilags anda.“

  1. I Cor. 12:1, 4–12.
  2. William Barclay, Bréf til Korintumanna, bls. 121.
  3. Sama heimild.
  4. Ellen G. White, Comments from the Seventh-day Adventist Bible Commentary (Athugasemdir úr biblíuskýringum sjöunda dags aðventista), 6. bindi, bls. 771.
  5. White, 6. bindi, bls. 771.
  6. Bethany Parallel Commentary (Samhliða athugasemdir), bls. 1026.
  7. Barclay, bls. 121–22.
  8. Hebr 11:1, 6.
  9. Adam Clarke, The Holy Bible Containing the Old and New Testaments with a Commentary and Critical Notes (Heilög Biblía sem inniheldur Gamla og Nýja testamentið með athugasemdum og gagnrýnum athugasemdum), athugasemd við 1. Kor. 9.
  10. George Arthur Buttrich o.fl., ritstj., „Biblía túlksins“, 12. bindi. (Nashville, Tennessee: Abingdon Press, 1951–57), bls. 152–53.
  11. White, 6. bindi, bls. 771.
  12. Biblía túlkarans, bls. 153–54; Barclay, bls. 123.
  13. Barclay, bls. 123; G. Campbell Morgan, The Corinthian Letters of Paul: An Exposition on I and II Corinthians (Korintubréf Páls: Útskýring á 1. og 2. Korintubréfi) (Revell, 1946), bls. 153.
  14. Morgan, bls. 153; Interpreter’s Bible (Biblía túlkarans), bls. 154.
  15. Barclay, bls. 123–24.
  16. 1. Jóhannesarbréf 4:1.
  17. Igino Giordani, Saint Catherine of Siena—Doctor of the Church (Sankt Katrín frá Siena — læknir kirkjunnar), þýð. Thomas J. Tobin (Boston: Dætur Páls, St. Paul Editions, 1975), bls. 35, 36.