Mikael og Trú
Mikael erkiengill ríkir á fyrsta geislasviðinu sem felur í sér verndun, trú, fullkomnun og vilja Guðs. Hann er prins erkienglanna og englasveitanna, verndari trúarinnar og engill aflausnarinnar. Í Daníelsbók er hann kallaður "hinn mikli verndarengill, sá er verndar landa þína."[1] Hin guðlega uppfylling hans er kven-erkiengillinn Von.
Sögulegur bakgrunnur
Ýmsar sagnir og skriftir votta að þessi mikilsverði sendiboði Guðs hafi verið virtasti og dáðasti verndarengill Gyðinga, kristinna manna og múslíma. Hann er þekktur í íslamstrúnni sem Mika'il, náttúruengill sem færir mönnum fæðu og þekkingu. Samkvæmt dulhyggjuhefð Gyðinga var hann engillinn sem glímdi við Jakob. Hann leiddi Ísraelsmenn í gegnum óbyggðirnar. Hann sendi plágur yfir faraóinn, greindi að Rauðahafið, tortímdi herjum Sanheríbs og bjargaði gyðingastrákunum þremur úr eldsofni Nebúkadnesar Babýlóníukonungs. Hann birtist Jósha með brugðið sverð og fór fyrir hersveitum Drottins í baráttunni um Jeríkó. Enoksbók greinir að Mikael sé yfir þjóðunum.
Jóhannes lærisveinn talar um Mikael erkiengil í Opinberunarbókinni þar sem hann segir frá því að Mikael hafi varpað djöflinum og englum hans úr himnaríki niður á jörðina.[2] Þar með vitum við að óvinir Krists eru í efnisheiminum. Þess vegna verndar Mikael erkiengill og hinar leiftrandi bláu englasveitir sem þjóna með honum börn Guðs gegn andkristi.
Sverð hans og brynvörn
Mikael erkiengill og liðsveitir hans stíga daglega í breiðfylkingu niður á geðsviðið í tilkomumiklum bláum brynjum sínum, með sverð sín og skildi úr bláum loga. Þeira skera lausa þá sem hafa skilið við lífssviðið og eru ófærir um að rísa til hærri áttundarsviða til þjónustu og til athvarfa meistaranna.
Hann og frelsisenglar hans vinna alla tíma sólarhringsins á þessum lægri sviðum við að bjarga sálum úr viðjum uppsafnaðs misskapnaðar síns í gegnum aldirnar og einnig undan illskeyttni myrkraaflanna. Þeir hafa þjónað þar í aldaraðir og Mikael segir að hann sé staðráðinn í því að gefast aldrei upp uns hið síðasta barn ljóssins á þessum hnetti hefur risið til hinnar guðlegu uppsprettu í helgiathöfn uppstigningarinnar.
Sér til fulltingis við að slíta ljósberana lausa úr flækjum geðheimasviðsins hefur Mikeal blátt logasverð sér við hönd sem hefur verið mótað úr hreinu ljósefni. Þetta bláa logasverð er stöng úr bláum logakrafti sem hefur verið notað til að vernda mannkynið síðan svartir eftirlegusauðir og fallnir ljósenglar féllu niður á jarðsviðið. Mikael segir að þetta sverð sé frá Guði komið. Það hefur komið frá Hinni miklu miðsól, gjöf úr hjarta Guðs sjálfs sem hinn mikilfenglegi elóhím Herkúles hefur fært úr hendi. Þegar blossa frá þessu bláa logasverði er brugðið á birtingarmynd hins illa getur ekkert staðið í vegi fyrir því.
Þið getið einnig kallað eftir logasverði hans. sjáið það fyrir ykkur sem tindrandi rafurbláma sem sést í bláa loganum í brennara gaseldavélar. Takið ykkur þetta sverð við hægri hönd. Snúið því í kringum ykkur daglega þegar þið gefið kraftmiklar tilskipanir um að vera laus við allt sem bindur ykkur og stendur í vegi fyrir sigri ykkar. Tilskipanir ykkar ná hámarki þegar þær fela í sér áköll um frelsi allra á jörðinni okkar og jafnvel bjargræði alls heimsins. Dagleg áköll til Míkaels erkiengils um vernd og krafta hans í trúfestu og hollustu við vilja Guðs tryggir vernd þeirra sem ganga fram í nafni hans og þjónustu sem verndarar trúarinnar.
Andlegir nemar geta líka kallað á Míkael erkiengil til að sveipa sig hulu ósýnileikans og ósigranleikans sem ekkert vinnur á og beðið um að vera íklæddir hinni voldugu bláu brynju þegar þeir leggja til atlögu við illskuna. Mikael erkiengill er liður í bræðralagi ljósbera þekkt sem „Skjaldberar“. Félagar eru til þjónust reiðubúnir allan sólarhringinn til varnar Krists-ímyndinni í hverjum manni, konu og barni í þessum heimi.
Þjónusta Mikaels erkiengils
Erkiengillinn Michael er okkur mjög sérstakur engill. Hann, með ljóshersveitum sínum, hefur helgað sig í þúsundir og þúsundir ára fyrir öryggi og fullkomnun sálar okkar og til verndar okkur; umhyggju fyrir okkur, til að styrkja okkur, ávíta okkur, kenna okkur að feta veg hins heilaga vilja Guðs, komið okkur í skilning um að við höfum hvert um sig forskrift að lífinu, að við höfum guðlegt fyrirheit. Svo blíður og svo náinn er kærleikur Guðs til okkar og hann gerir okkur það ljóst á svo sérstakan og persónulegan hátt í gegnum engla sína.
Frelsisgyðjan segir: „Mikael erkiengill er þér við hlið og svarar kalli þínu og svarar því best þegar þú byggir daglega upp bænakraftinn“ til hans. „Kalli þínu um hjálp verður svarað samstundis þegar þú hefur byggt upp þennan bænakraft.“[3] Mikael erkiengill hefur skuldbundið sig gagnvart hverju og einu okkar að ef við gefum honum möntrufyrirmæli okkar og söngva í tuttugu mínútur á hverjum degi, mun hann skilja eftir engil til umsjónar með okkur allt til sigurstundar okkar.
Míkael erkiengill býður okkur líka trúarkraft sinn, eins og hann segir: „Gefið mér efasemdir ykkar. Komið með spurningar ykkar. Ég mun sannarlega gefa ykkur trú mína. Og trú mín er kraftur til að umbreyta og beina inn í veröldina hinni miklu leiftrandi bláleitu ást hins óendanlega föður allra. Þessi kraftur og þessi trú er raunveruleg.“[4]
Til að komast í gegnum erfiða prófraun er stundum allt sem við þurfum að vita er að við eigum ljósvini sem styðja okkur og biðja fyrir sigri okkar. Hins vegar þegar erkiengill býður mannkyninu trúfestu sína er það undir okkur komið að þiggja gjöf hans, ákalla loga hans og biðja um fyrirbæn og gera þetta þátt í lífi okkar. Hann segir: „Þegar sýn fæst, hver þarf þá trú? Það er ekki ég sem þarfnast trúar – nema að gefa hana aftur – heldur eruð það þið sem þarfnist hennar.“[5]
Í flestum tilfellum er barátta lífsins ekki unnin með mikilvægum ákvörðunum heldur í litlum daglegum upplifunum þegar þið snúið hjarta ykkar til Guðs í trú og trausti þar sem þið öðlist þá náð sem sker ykkur laus frá neikvæðum hliðum lífsins þar sem meðvitund ykkar hefur staðnað um stundarsakir. Við getum ímyndað okkur trúarbrautina sem „máttugan glitrandi borða úr léttu efni sem tengir einstaklinginn við nærveru Guðs.“[6] Stundum er einföld hugskotsmynd eins og þessi allt sem þarf til að losa okkur við hinar slæmu hliðar lífsins.
Blessanir Mikaels erkiengils
Mikael erkiengill hefur boðið okkur að aðra náðargjöf úr sínu kærleiksríka hjarta — Ívilnun sem hann veitti í Boston, 22. apríl, 1961:
Blessaðir ástvinir, sum ykkar eru komin á aldur og það mun ekki líða á löngu þar til þið munuð yfirgefa líkamsmusteri ykkar. Sum ykkar munu gera það við uppstigninguna og önnur munu fara inn í veraldarsvið okkar á annan hátt sem kallast dauði. ... Ég mun gefa ykkur eitt loforð: Ef þið kallið til mín úr leynum hjarta ykkar og biðjið mig að koma til ykkar á þeirri stundu, ég, Mikael, mun ég birtast ykkur á þeirri stundu sem þið gefið upp andann og þið munuð sjá mig eins og ÉG ER. Og ég mun lofa ykkur því að ég mun hjálpa ykkur að losa ykkur við það sem eftir er af karma ykkar og mun hjálpa ykkur að komast inn í svið ljóssins með minni tilheyrandi sársauka sem stafar af ótta mannsins þegar þeir deyja.
Þetta eru forréttindi og gjöf sem ég gef ykkur af hjarta mínu. Ég streymi því fram til íbúa Boston og þeirra um allan heim sem hafa trú til að fallast á og átta sig á því að Guð gengur um og talar við menn í dag á sama hátt og forðum. ÉG ER Mikael, prins erkienglanna, sem veitir jörðinni kosmíska þjónustu.[7]
Mikael erkiengill birti eftirfarandi ívilnun árið 1992:
Í nafni almáttugs Guðs, úthluta ég, Míkael erkiengill, hverjum og einum ykkar liðsmann úr hersveitum mínum, einstakan voldugan engil sem dvelur hjá ykkur svo lengi sem þið ákallið Mikael erkiengil og gefið Mikael erkiengli hvaða möntrufyrirmæla okkar sem er í tuttugu mínútur á hverjum degi. Svo lengi sem þið viðhaldið því sem er algjör lágmarkskrafa hins mikla lögmáls mun þessi engill sveita minna ekki yfirgefa ykkur fyrr en á þeirri stundu þegar þið stígið upp í ljósið.[8]
Hann endurtók beiðnina um möntrufyrirmæli sem væri framfylgt tuttugu mínútur á hverjum degi árið 1994:
Með krafti hins stórkostlega orsakalíkama trúarinnar innsigli ég ykkar. Ég innsigla ykkur með mínum eigin hjartaloga og ég ábyrgist vernd ykkar ef þið látið ekki láta hjá líða að kalla til mín og gefa möntrufyrirmæli mín að minnsta kosti tuttugu mínútur á hverjum degi. Og þegar þið farið með öll möntrufyrirmæli og kyrjið söngva mína með annaðhvort spilun á geisladiskum eða niðurstreymi af internetinu með Mikael erkiengli og setjið fram tilskipanir ykkar til þjóðanna og allra sálna ljóssins munuð þið finna fyrir svo ótrúlegu inngripi í líf ykkar í gegnum hersveitirnar undir minni stjórn að þið veltið fyrir ykklur hvers vegna þið höfðuð aldrei skapað þennan bænakraft fyrr.[9]
Athvarf
► Aðalgrein: Musteri vonarinnar og verndarinnar
Eterískt athvarf erkiengilsins Michael er í kanadísku Klettafjöllunum við Banff, nálægt stöðuvatninu Louise. Hann er einnig með miðstöð ljósstreymisins yfir Mið-Evrópu. Grunntónn hans er „The Navy Hymn“ („Eternal Father, Strong to Save“) ("Sálmur sjóhersins" ("Eilífur faðir, máttugur verndari)). Einnig má nota tónlist „Bruðarkórsins“ úr Lohengrin til að kalla fram ljóma erkienglanna og englasveitanna.
Mikael erkinegill er málsvari lögreglunnar og varða laganna um allan heim.
Sjá einnig
Til upplýsingar um alheimsverurnar Trú, sjá Trú, Von og Kærleikur.
Elizabeth Clare Prophet, Talað við engla, Hverning leita má til ljósengla til leiðsagnar, huggunar & lækninga, Bræðralagsútgáfan, 2022 [1]
Rósakransbæn til Michaels erkiengils
Heimildir
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, s.v. “Mikael og von.”
- ↑ Dan. 12:1.
- ↑ Rev. 12:7–9.
- ↑ Elizabeth Clare Prophet, „How Angels Help You to Protect Yourself and those You Love,“ 21. febrúar 1993.
- ↑ Erkiengill Michael, „Hail, Children of the White-Fire Sun,“ 4. júlí 1971.
- ↑ Mikael erkiengill, „Þegar hjartað hrópar til Guðs,“ Pearls of Wisdom, 13. bindi, nr. 35, 30 ágúst, 1970.
- ↑ Ibid.
- ↑ Erkiengill Michael, „A Divine Meditorship,“ Pearls of Wisdom, 25. bindi, nr. 45, 7. nóvember 1982.
- ↑ Mikael erkiengill, „Meet Us Halfway,“ Pearls of Wisdom, 35. bindi, nr. 50, 8. nóvember 1992.
- ↑ Mikael erkiengill, „Grípið tækifærið!“ Pearls of Wisdom, 37. bindi, nr. 41, 9. október 1994.