Helíos og Vesta

From TSL Encyclopedia
Revision as of 15:11, 18 June 2024 by Hbraga (talk | contribs)
Other languages:
Mósaík sem sýnir Helios innan hvelfingar í forstofu Széchenyi-baðsins í Búdapest. Í gríski goðafræði er lýst að Helíos keyri gylltum vagni dregnum af fjórum hestum.

Helíos er Guð þessa sólkerfis og dvelur í hjarta hinnar efnislegu sólar. Með tvíburaloga sínum, Vestu, þjónar hann sem fulltrúi guðdómsins fyrir þá sem þróast á plánetunum sem snúast um sólina. Það er Guðs-vitund þeirra sem heldur uppi hinu efnislega sólkerfi okkar.

Helíos, drottinn dögunarinnar, og Vesta, móðir eilífra hringrása, eru þekktar sem ríkjandi guðdómar (goðmögn) sólarinnar og eru fulltrúar Guðs föður og guðsmóður í Sólinni handan við sólina þessa sólkerfis. Helíos þjónar á gullna geislanum og tvíburalogi hans, Vesta, á rauðgula geislanum. Meðal hinna tólf stigvelda sólarinnar tákna þau stigveldi hrútamerkisins (línan þar sem klukkuvísirinn er á þrjú) fyrir þróun þessa kerfis. Þetta er lína sonar Guðs, hins eingetna, og það er á þessari línu sem sólar-nærvera Helíos og boðberar Megin sólarinnar beinast að eiginleikum (gæðum) guðlegrar stjórnar sem þeir magna með segulkrafti stóru Meginsólarinnar. Með þessum segli stjórnast guðlegt lífsstreymi í gegnum okkur, flæðinu á orku Logos. Þetta er sá eiginleiki sem við verðum að raungera og framfylgja undir stigveldi hrútamerkisins.

Forn-Grikkir þekktu Helíos sem sólguðinn. Í rómverskri goðafræði var Vesta dýrkuð sem gyðja eldsins. Grikkir þekktu hana sem Hestíu. Hvert rómverskt og grískt heimili og borg héldu eldi stöðugt logandi til heiðurs Vestu. Í Róm hlúðu sex hofgyðjur, sem kallaðar voru meyjar Vestu, að hinum helga eldi í musteri Vestu.

Ástfólginn Helíos hefur sagt okkur:

Alveg eins og sjávarföll hafsins streyma inn og út, þannig geisla sjávarföll eilífrar sólar í síendurteknum hringrásum. Þegar sólarljósið mikla streymir inn í heiminn ykkar, er það Guð sem miðlar náð sinni og gjöfum til ykkar. Þegar það er útfall er kominn tími fyrir ykkur til að koma á framfæri þakklæti ykkar og löngun ykkar til að verða alveg ómissandi hluti af honum. Þeir sem eru fúsir til að taka á móti ljósinu sem streymir inn, með léttleika sínum, fögnuði og krafti, þekkja oft ekki vitjunartíma sinn þegar lífið virðist ekki vera með þeim ... sem augnablikin þegar Guð biður þá um að senda sér kærleika og auðmjúka bæn.[1]

Sjá einnig

Sólmusteri Helíos og Vestu

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Helios and Vesta”.

  1. Helios,“The God Behind the Physical Sun.” 2. hluti, Pearls of Wisdom, 13. bindi, nr. 30, July 26, 1970.