Friður og Alóha
Friður og Alóha eru elóhímar sjötta geisla (fjólubláa og gyllta geisla) friðar, bræðralags, sannrar Krists-þjónustu og löngunar til að vera í þjónustu Guðs og manna með því að ná valdi á Krists-vitundinni. Frá Friðarhofi sínu, sem staðsett er í ljósvakaríkjunum uppi yfir Hawai-eyjum, geisla þau Kosmískum Krists-friðarböndum yfir alla plánetuna sem netvef Kosmísks-Krists-vitundar. Friður og Alóha beina bæði gullna og fjólubláa loganum til hins fullkomna jafnvægis á karllægum og kvenlægum hliðum friðar. Athvarf þeirra er viðtöku- og sendistöð (fókus) fyrir leynda geisla hins Volduga Kosmós.
Sálir sem eiga fyrir höndum að holdgera sjötta geisla friðardyggðarinnar, guðþjónustu og þjónustu fyrir hönd alls lífs stunda nám í Friðarhofinu um tíma til að undirbúa sig fyrir köllun sína. Jesús lærði í þessu athvarfi og elóhíminn Friður hefur opinberað að mörg orð Krists Jesú komu frá honum. Hann sagði að Jesús hafi lært þessi orð “sem lærisveinn Friðar-elóhímsins löngu áður en hann varð friðarhöfðingi.[1]
Friðarloginn
Árið 1965 sagði Friður okkur að Jesús notaði möntrur til að „halda þróun jarðar í jafnvægi“. Friður sagði að Jesús notaði oft heiðurskveðjur í nafni friðar: „Friður sé með yður." „Óttist eigi, litla hjörð; því að það er föðurnum þóknanlegt að gefa yður ríkið." „Verið hugrökk; það er ég; verið ekki hrædd.“[2]
Elóhíminn Friður hefur útskýrt að „þegar meistarinn Jesús sagði „þegi þú, haf hljótt um þig!“ var það ákall sem ætlað var að draga fram frá guðdóminum og krafti elóhímsins fyllingu kosmísks friðar. Honum var veittur titillinn friðarhöfðingi því að hann tók sig saman um að tjá sem sendiherra þætti embættis okkar.“[3]
Friður kennir okkur að læra líka að losa um eld hjartans með því að gefa möntruna "haf hljótt um þig og viðurkenndu að ÉG ER Guð!" Hann sagði: „Lærið að losa um eld hjartans, hinn helga eld, og fyllast aftur ... með þessari möntru.“[4]
Árið 1959 sagði Friður: "Innsiglið heim ykkar daglega ... með hylki af gullinni friðarolíu frá hjarta mínu, sem möttul óendanlegrar verndar mun varðveita heiminn ykkar."[5] Hann bað okkur svo að færa hluta af þessum friði inn í heim annarra.
Magagrófar-orkustöðin er chakra sjötta friðargeislans og orkustöðin sem stjórnar tilfinningunum. Það er „staður sólarinnar", staðurinn þar sem frið Kosmísks Krists verður að koma á í ykkur. Elóhíminn Friður kennir notkun á Sólskífunni miklu, skjöld úr töfrandi hvítum eldi sem hægt er að setja yfir sólar plexus-svæðið (magagrófina) til að víkja frá ósætti annarra og vernda þannig frið tilfinningaheimsins. Hann sagði:
Ég myndi vilja að þið lærið að magna kraft ljósskífunnar svo að þið séuð ekki svo berskjölduð fyrir árásum annarra. ... Þegar friðurinn er úti er allt farið og ekkert er eftir.
Og aðeins þegar þið komið að þeim stað þar sem þið hafið fundið enn einu sinni fyrir krafti innra jafnvægis, fundið jafnvægi ykkar, byrjar kraftur friðarins að streyma og þá hefjið þið á ný að byggja þessa dásamlegu loftkastala – vonarkastala – sem gætu vel orðið að veruleika í þeim blessunum sem þið leitið að vegna þess að þið hafið haldið friðinn.[6]
Elóhíminn sagðist sjá fyrir sér Sólskífuna miklu sem stóran kringlóttan skjöld þungra hertygja sem endurspegla í allar áttir töfrandi ljós Meginsólarinnar miklu.
Hann útskýrði:
Þegar þið hafið vald yfir sjálfum ykkur, eins og meistarinn Jesús hafði, getið þið lagst til hvílu og leyft öðrum að rugga bátnum allt hvað af tekur, allt á meðan þið vitið að hafið er sjór Guðs, að báturinn er bátur Guðs, að líkami ykkar er musteri Guðs, að hugur ykkar er bústaður Guðs, að sál ykkar er sál Guðs, að vindurinn er skipunum hans undirorpin, að sjávarbylgjan hlýðir rödd hans. ...
Hvílið í þessari miklu kosmísku ró sem lætur ekki hugfallast, sem lætur ekki truflast, óháð ytri aðstæðum. Og þá munuð þið sofa í gegnum storma heimsins eða þið gætuð vakað í gegnum þá; en þið munuð ekki verða fyrir áhrifum af neinu af þessu, því þið munuð ríkja yfir heimi ykkar.[7]
Vandinn við stríð
Árið 1993 sögðu Friður og Alóha okkur hvers vegna stríð eru enn háð á plánetunni okkar. Þau sögðu:
Uppsafnaður þungi og skrár um stríð á plánetunni Jörð eru enn óumbreytt vegna þess að margir þeirra sem eru gæddir eiginleikum fjólubláa logans og vísindum hins talaða Orðs nota þessi áhöld ekki til að umbreyta, fyrst og fremst, eigin hugarstríði og innri átökum. ...
Til þess að skapa frið í innri verund ykkar verðið þið að lýsa yfir stríði gegn ekki-sjálfinu [holdhyggjunni, eða jaðarbúanum]. ... Efst á baugi hjá hinum sjö elóhímum og öllum anda Stóra hvíta bræðralagsins er að sigra stríðið. En eins og við höfum sagt, ef chela-nemar ljóssins taka ekki upp á því að sundra stríðsþáttunum í eigin sálarlífi og uppræta þá, ... hvað geta þeir þá tekið til bragðs? [8]
Árið 1978 sögðu Friður og Alóha: „Hvert og eitt ykkar sem hefur glatað þessum friði í einni svipan, eina stund eða dag hefur í stóru sem smáu lagt sitt af mörkum til stríðs, glæpa, morða, glundroða, hamfara. [9] Elóhímarnir kenna að „hröðun Krists-vitundarinnar“ hjá öllum „er eina lausnin á stríði og eini kosturinn til friðar“.[10]
Árið 1992 bað Friður okkur að verða stríðsmenn friðarins. Hann sagði:
Stríð er á málefnalista hinna föllnu ... á jarðarplánetunni. Afvopnun og tilsýnilegt hvarf heimskommúnismans breytir ekki þeirri staðreynd á nokkurn hátt. Búddhar og kosmískir Kristar eru stríðsmenn friðarins. ... Verið stríðsmenn friðarins og komist í skilning um að friðarhyggja er rangsnúningur á friði! Friður er verndaraðgerð sjötta geislans.[11]
Árið 1984 útskýrðu Friður og Alóha að þau gætu geislað friðarhringjum til að halda aftur af myrkrinu og stríðsógninni. Þau sögðu: „Ég verð að vara ykkur við framandi andfriðaröflum í heiminum sem munu koma til að bjóða loga mínum í hjarta ykkar byrginn með alls kyns undirferli, rökum höggormsins og slægð. Friður og Alóha kenndu okkur: „Munið friðarmerki friðarhöfðingjans. Réttið upp hægri höndina og snúið þeim til baka! Munið eftir ljóssúlunni og sólar-hringnum og friðarhringnum.“[12]
Elóhíminn Friður hefur varað við því að friður okkar ristir grunnt þegar við móðgumst yfir litlu og reiðumst þegar einhver treður okkur um tær. Þó að við gætum haldið að við höfum náð friði, þá hafa Friður og Alóha sagt að „99 prósent af vitund ykkar, orku ykkar, stendur utan friðarlogans. ...
„Þið hafið komið ykkur upp eigin dýragarði og hafið gert ykkur sjálf að dýravörðum í stað verndurum friðarlogans. Og þannig verndið þið dýrin ... mennska sköpun ykkar [í undirvitundinni, í meðvitundinni] sem þið hafið mótað með græðgi ykkar og myrkraverkum, sjálfselsku ykkar og hefnigirni."Pearls of Wisdom, 21. bindi, nr. 16, 16. apríl, 1978.</ref>
Ráð til að halda friði
Í gegnum árin hafa elóhímarnir Friður og Alóha gefið mörg ráð til að hjálpa okkur að halda friðinn. Þau biðja okkur um að gera það besta úr öllu, fyrirgefa og biðja um fyrirgefningu, leita daglegrar úrlausnar með fjólubláa loganum, vera auðmjúk, forðast hörku, ekki þvaðra eða gagnrýna og halda friðinn hvert við annað.
Árið 1993 lofuðu Friður og Alóha okkur að himinninn myndi umbuna viðleitni okkar til að viðhalda friði og standast próf okkar. Þau sögðu:
Semjið frið við allt fólk. Því að þið getið ekki náð varanlegum framförum á veginum fyrr en þið gerir það. ... Vitið að Guð reynir hverja lifandi sál. Verið því fús til að standast þessi próf og beita hugviti hjartans í því.
Á þeim tíma boðuðu þau sáttmála sem
... fyrir hvern einstakling á jörðu sem er er réttlátur hjá Guði, ... munu bætast tíu þúsund englar við hópa hersveita sjötta geisla Drottins Jesú Krists sem þjóna þjóðum jarðarplánetunnar. Hugsið um þetta og gleðjist! Gerið ykkur grein fyrir ... hversu mikill margföldunarstuðull tíu þúsund englar geta verið til að efla málstað friðar á jörðu![13]
Þessir englar hafa aðeins eitt markmið: að friðarkrafturinn sem Guð hefur gefið þeim sé beitt til umbreytingar og „algerri upprætingu stríðs á öllum stigum“. Með ívilnun hinna tíu þúsund engla "eruð þið, í vissum skilningi orðsins, leiðtogar þessa hóps engla, og þið berið ábyrgð á því að skipa þeim fyrir — að gefa möntru-fyrirmæli í þeirra nafni, jafnvel til verndar þeim. ... Þið verðið því að vera mjög virkir þátttakendur í atburðum sem eiga sér stað í samfélagi ykkar og á plánetunni ykkar."[14]
Þann 2. janúar, 1972 gaf elóhíminn Friður ívilnun og möntruþulu. Hann kom fyrir lítilli eftirlíkingu af Friðarskálanum í hjörtum viðstaddra. Hann sagði:
Það eina sem þið þurfið að gera þegar allt er í ólgusjó og þið eruð ringluð og örvingluð er að sjá fyrir ykkur litla mynd af Friðarskálanum. Ákallið mig og einstaklingsbundna Guðs-nærveru ykkar og segið: „Ég þarfnast ykkar á hverri stundu, ó elóhím friðarins og ástkær ÉG ER-nærvera! Látið ljós ykkar skína!" Og með orðunum „Látið ljós ykkar skína,“ mun ég koma aftur og láta friðarbylgjur mínar streyma innra með ykkur.
Friður og Alóha vilja að við einbeitum okkur að því að binda enda á stríðsfarir og andstæð friðaröfl bæði innra með og ytra. Þau nota oft áköll okkar til að veita jörðinni mikla og ómælda aðstoð til að koma í veg fyrir að mörg lítil stríð hefjist og til að hjálpa til við að slökkva stærri eldkesti. Þið getið séð fyrir ykkr stað á plánetunni þar sem stríð er, boðið englum friðarins að fara á vettvang, farið með friðarmöntrur og séð í huga ykkar tíu þúsund friðarengla stíga niður til að stöðva það stríð.
Athvarf
► Aðalgrein: Friðarhofið
Athvarf þeirra er Friðarhofið, staðsett í ljósvakaríkjunum uppi yfir Hawaii-eyjum. Héðan geisla þau Kosmískum Krists-friðarböndum yfir alla plánetuna sem netvef Kosmískrar-Krists-vitundar.
Sjá einnig
Heimildir
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Peace and Aloha”.
- ↑ Peace and Aloha, “I Came Not to Send Peace, but a Sword,” Pearls of Wisdom, 21. bindi, nr. 16, 16. apríl, 1978.
- ↑ Elohim Peace, 3. janúar, 1965.
- ↑ Elohim Peace, „Peace be still“ 17. apríl, 1966.
- ↑ Elohim Peace, „I Inaugurate a Thirty-Three-Tiered Spiral of Peace in The Summit Lighthouse,“ Pearls of Wisdom, 34. bindi, nr. 48, 13. október, 1991.
- ↑ Elohim Peace, 15. febrúar 1959, vitnað í Elizabeth Clare Prophet, “Teachings of the Elohim Peace and Aloha,” Part 1, Pearls of Wisdom, 44. bindi, nr. 48, 2. desember, 2001.
- ↑ Elohim Peace, “65. The Elohim Peace and Aloha,” Part 1, Pearls of Wisdom, 44. bindi, nr. 48, 2. desember, 2001.
- ↑ Elohim Peace, 3. janúar, 1965, vitnað í Elizabeth Clare Prophet, "Teachings of the Elohim Peace and Aloha," Part 2, Pearls of Wisdom, 44. bindi, nr. 49, 9. desember, 2001.
- ↑ Elohim Peace and Aloha, "The Path of True Love," Pearls of Wisdom, 36. bindi, nr. 21, 23. maí, 1993.
- ↑ Peace and Aloha, “I Came Not to Send Peace, but a Sword,” Pearls of Wisdom, 21. bindi, nr. 16, 16. apríl, 1978.
- ↑ Elohim Peace, 26. mars, 1978.
- ↑ Elohim Peace, "The Crown Jewel of Peace," Pearls of Wisdom, 35. bindi, nr. 43, 14. október, 1992.
- ↑ Peace and Aloha, Pearls of Wisdom, 32. bindi, nr. 14, 2. apríl, 1989.
- ↑ Elohim Peace og Aloha, "The Path of True Love," Pearls of Wisdom, 36. bindi, nr. 21, 23. maí, 1993.
- ↑ Sama.