Chananda

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Chananda and the translation is 100% complete.
Chananda

Chananda er yfirmaður indverska ráðsins í Stóra hvíta bræðralaginu. Systir hans er uppstiginn kvenmeistari Najah.

Fyrri jarðvistir

Chananda var fræðimaður á Mu og bjó í borg hæðanna sjö þar sem San Fransiskó er núna.

Hann var líka uppi á tímum Jesú og þekkti meistarann ​​í Júdeu. Hann sá segulmagnaða útgeislun hans og „skynjaði nærveru ódauðleikans skína í gegnum ytri umbúnað hans.“[1]

Þjónusta hans nú á dögum

Chananda hefur sýnt ákveðnum óuppstignum chela-nemum fram á óvenjulega krafta sem öllum uppstignum sveitum standa til boða. Einu sinni sveif hann með Godfré, Rex and Nada, Bob and Pearl (þá óuppstignum) á „töfrateppi“ (málmplötu þakinni persneskri gólfmottu) í rúmlega þrjú þúsund metra hæð um loftin blá til að njóta útsýnisins yfir dalinn.[2]

Chananda kom fram árið 1937 til að aðstoða Saint Germain við að hrinda í framkvæmd ráðagerð sinni um frelsi jarðar, ásamt systur sinni, uppstigna kvenmeistaranum Najah árið 1938. Hann aðstoðar ríkisstjórnir heimsins en hún stundar unglingastarf, og kemur oft fram sem ung stúlka á svæðum í Indlandi og Kína, kennir og hjálpar fólkinu.

Chananda vinnur nú að forgangsverkefni með Darjeeling ráðinu og óuppstignum vígsluþegum Bræðralagsins. Hluti af þessu verkefni felur í sér framköllun gullaldarstjórnar sem byggir á meginreglunum á bak við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta skjal innblásið af Guði lagði stofnandinn, hinn uppstigni Saint Germain, fram handa Ameríku; og þegar það er rétt notað og fylgt eftir, mun það veita lykilinn að gullaldarmenningu sem er rétt handan við sjóndeildarhringinn.

Chananda lætur sig sérstaklega varða kynþátta- og trúarlega misskiptingu og framtíð Indlands. Hann útlistar veg friðarins sem leið til að sigrast á vandkvæðunum:

Indland vann sinn sigur án ofbeldis. Við forðumst ofbeldi og öndum frá okkur friði Búddha, sem er alvald Guðs. En við viljum að chela-nemar okkar skilji að þegar þeir treysta á frið Búddha sem hinu endanlega valdi, þá væri gott fyrir ykkur að rannsaka vandlega skilmála þess friðar. Því að þið verðið að semja frið við Guð ykkar ef þið ætlast til þess að Guð ykkar veiti þann friðarkraft á þeirri stundu þegar friðinum er ógnað með algeru stríði ...

Ég veit um hvað ég tala. Ég man í fyrra æviskeiði þegar bardagi geisaði allt í kringum mig og ég hélt jafnvægi mínu á milli þúsunda og tíu þúsunda [stríðandi fylkinga]. Hjartkæru blessunirnar mínar, ég stóð mitt á meðal þeirra og hélt í brennidepli hinum helga eldi. Og vitið þið hvað — þeir sáu mig ekki! Ég var ekki sýnilegur í efnislega litrófinu þó ég væri í í efnislíkama. Og þar með ... með óbilandi hollustu minni við ljósið, sem ég á að þakka hinum alvalda og honum einum — var ég sú stoð! Ég var þessi eldur! Og þannig gátu þeir ekki haldið bardaganum áfram. Og þeir hörfuðu á báða bóga og skildu mig eftir standandi einan á miðjum vígvellinum sjálfum.[3]

Kallaðu til ástkærs Chananda, hins mikla Guðdómlega stjórnanda, El Morya og Saint Germains um rétta framvindu ráðagerða um Guð-ræði um allan heim.

Athvörf

Aðalgrein: Ljóshellirinn

Aðalgrein: Ljóshöllin

Chananda er yfirstjórnandi Ljóshellisins, í sendi- og móttökustöð hins mikla Guðdómlega stjórnanda á Indlandi. Ljóshöllin, sem er í grennd við Ljósshellinn, er bústaður Chananda og Najah.

Sjá einnig

Hið indverska ráð Stóra hvíta bræðralagsins

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Chananda.”

  1. Chananda, 16. maí 1965.
  2. Godfré Ray King, The Magic Presence:', (N.S.M. Press. 1974), bls. 386–89.
  3. Chananda, „India in Her Darkest Hour,“ Pearls of Wisdom, 24. bindi, nr. 23, 7. júní 1981.