Heims-móðirin

Æðsti fulltrúi kvengeislans á jörðinni er sú sem ber embætti „Móður heimsins“ eða „Heims-móður“. Sú sem Karma-drottnar og Drottinn heimsins velja sem fulltrúa Heims-móðurinnar á jörðinni ber kórónu Heims-móðurinnar – kórónu úr tólf stjörnum – og heldur veldissprota sínum og heldur loga óflekkaðrar ímyndar fyrir hönd allra sem þróast á jörðinni. „Og tákn mikið birtist á himni: Kona klædd sólinni og tunglið var undir fótum hennar, og á höfði hennar var kóróna af tólf stjörnum.“ (Opinb 12)
Æðsti fulltrúi karlkynsgeisla Guðs á jörðinni er sá sem gegnir embætti Drottins heimsins, sem hlýtur að hafa náð fyllingu búddhískrar uppljómunar á vígsluleiðinni.
Agni jóga kenningar
Móðir heimsins, líkt og hin eilífa móðir, er tímalaust embætti í helgiveldi þeirrar sem hefur fengið vald frá föðurnum til að fæða Búddha. Í kenningum Agni jóga er Heims-móðir mæðraveldið og vígjandi helgiveldis andlegra vera sem tengjast þessari plánetu. Hún er einnig andleg móðir allra Krists-borinna og Búddha í gegnum söguna.
Helena Roerich, ritari (amanuensis) fyrir El Morya, hefur boðað köllun Heims-móðurinnar á þessum tíma. Á þriðja áratug síðustu aldar hóf hún að gefa út kenningar Stóra hvíta bræðralagsins með kenningum Agni Yoga. Í bók sinni Mother of the World (Heims-móðirin) lýsir Helena Roerich Heims-móðurinni sem „hinum mikla anda kvenlægra grundvallargilda“ sem birtast stundum í eigin veru í líki endurfæddra avatarar sem eru „frjóvgaðir af geisla hennar“.[1]
Frá ómunatíð hefur Heims-móðirin verið aflvaki mikilla verka. Í sögu mannkynsins rekur hönd hennar óslítanlegan þráð.
Í Sínaí-eyðimörkinni heyrðist rödd hennar. Hún tók á sig mynd Kalí. Hún var undirstaða dýrkunar Ísis og Istar. Eftir Atlantis, þegar dýrkun andans varð fyrir höggi, hóf Heims-móðirin að vefa nýjan þráð sem nú mun senda frá sér geisla sína.
Eftir fall Atlantis huldi Heims-móðirin andlit sitt og bannaði að nafn hennar yrði nefnt fyrr en stjörnumerkin næðu sér á strik. Hún hefur aðeins birt sig að hluta. Aldrei hefur hún birt sig á reikistjörnustigi.... Gamli heimurinn hafnaði Heims-móðirinni, en nýi heimurinn byrjar að skynja skínandi hulu hennar.[2]
Fyrir Nicholas Roerich, eiginmann Helenu Roerich og einnig boðberi hinna uppstignu meistara, var Heims-móðirin æðsta tákn einingar heimsins, sú mesta í alheiminum allra hinna miklu kennara. Hann málaði hana oft á ferli sínum. Hún var oft sýnd með augun hulin eða hulin blárri slæðu, sem táknaði ákveðna leyndardóma alheimsins sem enn eiga eftir að opinberast manninum.
Heims-móðirin er ekki lengur hulin
Á þessum tíma er Heims-móðirin ekki lengur hulin heldur birtist hún á plánetuvísu. Hún leitar barna sinna og þráir að létta af þeim byrðunum sem hvíla á þeim. Menning Móðurinnar er sú menning sem var til í gullaldarsiðmenningunum Lemúríu og Atlantis. Nú er sá tími runninn upp þegar við verðum að standa fram til að endurreisa hina sönnu menningu Ameríku sem er menning Heims-móðurinnar.
Móðir heimsins hefur mælt:
Mig er að finna er í tilbeiðslu á syninum, því ég er guðleg móðir. Ég er í hjarta liljunnar í sál þinni og ég er í hjarta markmiðs lífsins. Ég er í miðju einingar loga þíns, ó barn hjartans míns.
Ég er alls staðar og hvergi. Komdu og finndu mig. Ég er ljós móður sem sveipar í bylgjandi skýjunum, felur sig og gægist í gegnum trén og fuglasönginn.
Ég er í kærasta draumi þínum og æðsta tilgangi þínum. Og ég er með þér þegar þú rakar yfir glóðir og deyjandi glóð fyrra ástands og leitar að huggun sem er ekki til staðar. Því huggun hjarta þíns felst í því að ná stöðugt til hjarta míns, þar til að uppgötva á vængjum flugs arnarins, gleði sálar þinnar sem nær stöðugt, stöðugt dýpra inn í nýjan persónuleika sjálfs þíns. Það er Guð — eilíf huggun, átrúnaðargoð lífs þíns — stöðugt að teygja sig lengra, stöðugt að reyna, stöðugt að ná lengra, hærra og hraðar.
Núningur heima er nauðsynlegur sem fæðast þegar þeir þjóta um alheiminn. Og eldurinn sem brennur er þegar frumþættirnir fara í gegnum hann, sem eru kannski ekki lengur eins og þeir voru, því í hröðuninni er sífellt ný skynjun á sjálfum þér hærra og hærra í æðra veldi, [í því felst] opinberun á persónu Guðs. Ég kem til að endurnýja Móður-logann á jörðinni í þér.[3]
Sjá einnig
Heimildir
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and the Spiritual Path.
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Mother of the World.”