Viskuperlur

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Pearls of Wisdom and the translation is 100% complete.

Viskuperlur eru vikuleg erindi með leiðbeiningum sem boðberar uppstignu meistaranna Mark L. Prophet og Elizabeth Clare Prophet fluttu fyrir munn þeirra handa nemum hinna helgu véa um allan heim.

Síðan 1958 hefur Darjeelings-ráðið í Stóra hvíta bræðralaginu staðið á bak við útgáfu kenninga þeirra á þessu sniði í gegnum boðberana Mark og Elizabeth Prophet. Þessi erindi eru náin, frá hjarta til hjarta, milli gúrú-meistarans og chela-nemans. Ljós-vitinn á tindinum hefur birt Viskuperlurnar frá 1958. Þær fela í sér grunnatriði og þróaðri kenningar um lögmál alheimsins ásamt fræðslu í hagnýtri notkun andlegra sanninda til lausnar á vandmálum einstaklingsins sem og heimsins.

Hvernig á að lesa Perlurnar

Ætlast er til að Perlur viskunnar séu lesnar daglega alla sjö daga vikunnar sem þær berast. Þegar þú neytir þennan „líkama“ og „blóð“ þessa Alheims-Krists Stóra hvíta bræðralagsins, verður þú sá hluti af þinni eigin æðri vitund sem er fangaður í kenningum uppstignu meistaranna fyrir þá viku. Og það er hið tileinkaða Orð og verk Drottins, daglegt brauð þitt og heilagt samfélag sem er kjarninn til að öðlast guðlega sjálfs-færni sem nær hámarki í uppstigningunni í ljósinu við lok árangursríks lífs lifað til dýrðar Guðs í þjónustu við alla.

Uppstigningin er aðlögun sálarinnar að alheimsljósinu. Sérhver viskuperla sem hollvinurinn hefur tileinkað sér er stikla í þessari ævi þar sem þú reisir pýramída með lifandi steinum. Megir þú neyta hið lifandi Orð og njóta þeirrar sælu að verða heill! Og megi verk Drottins í gegnum þig blessa og lækna margar sálir!

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Archangel Gabriel, Mysteries of the Holy Grail.

Pearls of Wisdom, 32. bindi, nr. 1, 1. janúar, 1989.