Zadkiel and Holy Amethyst/is: Difference between revisions
No edit summary |
No edit summary |
||
(3 intermediate revisions by the same user not shown) | |||
Line 23: | Line 23: | ||
Sadkíel vísar til fjólubláa logans sem alheimsuppleysis sem gullgerðarmennirnir hafa leitað í gegnum aldirnar.<ref>Gullgerðarlist var miðaldavísindi. Fyrstu gullgerðarmennirnir reyndu að umbreyta grunnmálmum í gull og uppgötva alhliða lækningu við sjúkdómum og aðferðir til að lengja lífið. Í víðari skilningi er '' gullgerðarlist '' skilgreind sem „kraftur eða ferli til að umbreyta einhverju óbreyttu í eitthvað sérstakt“ eða sem „óútskýranleg eða dularfull umbreyting. Gullgerðarlist er vísindi sjálfumbreytinga.</ref> Hann segir: | Sadkíel vísar til fjólubláa logans sem alheimsuppleysis sem gullgerðarmennirnir hafa leitað í gegnum aldirnar.<ref>Gullgerðarlist var miðaldavísindi. Fyrstu gullgerðarmennirnir reyndu að umbreyta grunnmálmum í gull og uppgötva alhliða lækningu við sjúkdómum og aðferðir til að lengja lífið. Í víðari skilningi er '' gullgerðarlist '' skilgreind sem „kraftur eða ferli til að umbreyta einhverju óbreyttu í eitthvað sérstakt“ eða sem „óútskýranleg eða dularfull umbreyting. Gullgerðarlist er vísindi sjálfumbreytinga.</ref> Hann segir: | ||
<blockquote>Ég geymi í hjarta mínu leyndarmál gullgerðarlistarinnar. Kallið þau fram, ef þið viljið. Og ég skal ljóstra þeim upp við ykkur sem svar við ákalli ykkar.<ref> | <blockquote>Ég geymi í hjarta mínu leyndarmál gullgerðarlistarinnar. Kallið þau fram, ef þið viljið. Og ég skal ljóstra þeim upp við ykkur sem svar við ákalli ykkar.<ref>Archangel Zadkiel, 30. desember, 1980, vitnað í Elizabeth Clare Prophet, "Saint Germain's Prophecy for the Aquarian Age," 2. mars, 1996.</ref></blockquote> | ||
Fjólublái loginn getur líka veitt ykkur líkamlega örvun. Sadkíel og heilög Ametýst segja okkur: | Fjólublái loginn getur líka veitt ykkur líkamlega örvun. Sadkíel og heilög Ametýst segja okkur: | ||
Line 40: | Line 40: | ||
Sadkíel segir: | Sadkíel segir: | ||
<blockquote>Þegar þið kallið fram hið fjólubláa logaljós hersveitanna okkar, gerið ykkur þá grein fyrir að milljónir engla sjöunda geislans bregðast strax við kalli ykkar. Við sjáum ris, útfall og fjöru heimskarma daglega þegar logaverðir um allan heim kalla fram fjólubláa logann og draga því úr áhrifum karma í massavís.<ref> | <blockquote>Þegar þið kallið fram hið fjólubláa logaljós hersveitanna okkar, gerið ykkur þá grein fyrir að milljónir engla sjöunda geislans bregðast strax við kalli ykkar. Við sjáum ris, útfall og fjöru heimskarma daglega þegar logaverðir um allan heim kalla fram fjólubláa logann og draga því úr áhrifum karma í massavís.<ref>Archangel Zadkiel, 6. október, 1987, vitnað í Elizabeth Clare Prophet, “Saint Germain’s Prophecy for the Aquarian Age,” 2. mars, 1996.</ref></blockquote> | ||
Hvernig getum við verið árangursrík við að fremja kraftaverk til að breyta ástandi heimsmála? | Hvernig getum við verið árangursrík við að fremja kraftaverk til að breyta ástandi heimsmála? | ||
Line 62: | Line 62: | ||
'''Lokaúrlausnin''' sem Sadkíel gefur er að '''taka þátt''': | '''Lokaúrlausnin''' sem Sadkíel gefur er að '''taka þátt''': | ||
<blockquote>Opnu dyr ljóssins í efnisáttund eruð þið, ... kraftur hins talaða Orðs til að andæfa, sýna fram á, fyrirskipa með möntrum. Biðjið við altarið, farið síðan fram og takið afstöðu á öllum sviðum þar sem lífi er ógnað. Þið eruð opnar dyr að öryggi og hjálpræði á jörðinni.<ref> | <blockquote>Opnu dyr ljóssins í efnisáttund eruð þið, ... kraftur hins talaða Orðs til að andæfa, sýna fram á, fyrirskipa með möntrum. Biðjið við altarið, farið síðan fram og takið afstöðu á öllum sviðum þar sem lífi er ógnað. Þið eruð opnar dyr að öryggi og hjálpræði á jörðinni.<ref>Archangel Zadkiel, „My Gift of the Violet Flame,“ {{POWref-is|30|58|, 27. nóvember, 1987}}</ref></blockquote > | ||
<span id="Amethyst_crystal"></span> | <span id="Amethyst_crystal"></span> | ||
Line 83: | Line 83: | ||
== Heimildir == | == Heimildir == | ||
{{MTR}}, sjá “Sadkíel og heilög | {{MTR}}, sjá “Sadkíel og heilög Ametýst”. | ||
[[Category:Himneskar verur]] | [[Category:Himneskar verur]] |
Latest revision as of 12:43, 8 August 2024
Sadkíel er erkiengill sjöunda geislans. Erkienglarnir Sadkíel og heilög Ametýst standa fyrir frelsi Guðs, alkemíu (dulefnafræði gullgerðarlistarinnar), alkemíska umbreytingu, fyrirgefningu og réttlæti, nákvæmlega sömu eiginleika sem Saint Germain og tvíburalogi hans, kvenmeistarinn Porsja eru fulltrúar fyrir. Starfsemi þeirra virkir orkustöð sálarsetursins og liturinn er fjólublár. Sjöundi geislinn er virkastur á laugardögum sem þýðir að við getum þann dag fengið meiri losun ljóss, orku algeimsvitundarinnar frá orsakalíkama Sadkíels og Ametýstar.
Í athvarfi sínu undirbýr Sadkíel erkiengill börn Guðs til að verða prestar og hofgyðjur að hætti Melkisídeks. Á dögum Atlantis lærðu bæði Jesús og Saint Germain við athvarf Sadkíels. Sadkíel smurði þá báða til þessa prestsembættis.
Nafnið Sadkíel þýðir „réttlæti Guðs“. Í rabbínískri hefð er Sadkíel þekktur sem engill velvildar, miskunnar og minningar. Í sumum hefðum var hann engillinn sem hélt aftur af hendi Abrahams þegar Abraham ætlaði að fórna Ísak syni sínum. Heilög Ametýst, guðleg samfella Sadkíels, var á meðal englanna sem þjónaðu Jesú í Getsemanegarðinum.
Virkni sjöunda geislans
Sadkíel og heilög Ametýst eru hér í einum tilgangi: að liðsinna okkur við að tryggja einstaklingsfrelsi okkar þannig að þegar við erum frjáls getum við frelsað heimilin okkar, bæi okkar, þjóðir okkar og plánetu okkar. Helsta hindrunin fyrir frelsi okkar er hið neikvæða karma okkar. Við getum umbreytt því með möntrufyrirmælum til fjólubláa logans. Við getum líka jafnað neikvætt karma með guðldómlegum kærleika og miskunnsamri mennskri ást og með því að kalla fram lögmál náðar og fyrirgefningar.
Sadkíel erkiengill lýsir því sem hann og hinar uppstignu hersveitir sjá þegar tilbiðjandi Guðs kallar fram hinn helga eld fjólubláa logans:
Við sjáum frá innri sviðum þá gríðarlegu áreynslu sem þið leggið á ykkur til að umbreyta margföldum lögum af karma sem þið hafið skapað í þessu og fyrri lífum. Það er sannarlega stórkostlegt fyrir okkur að verða vitni að því. Á einu augnabliki sitjið þið umkringd hvers kyns neikvæðum hugsunum sem snarsnúast í áru ykkar. Á því næsta ákveðið þið að kalla fram fjólubláa logann.
Og sjá! hinn voldugi kraftur sjöunda geislans sem risastórt rafskaut hlaðið geimorku fer að myndast í kringum ykkur sjálf. Fjólubláu logaenglarnir safnast í kringum ykkur. Með útrétta lófa beina þeir boga af fjólubláum geisla yfir fjóra lægri hluta líkama og áru ykkar. Þegar þessi bogi leiftrar yfir veru ykkar leysir hann upp niðurbrjótandi ástand. Það hverfur bókstaflega úr hjarta og huga![1]
Sadkíel vísar til fjólubláa logans sem alheimsuppleysis sem gullgerðarmennirnir hafa leitað í gegnum aldirnar.[2] Hann segir:
Ég geymi í hjarta mínu leyndarmál gullgerðarlistarinnar. Kallið þau fram, ef þið viljið. Og ég skal ljóstra þeim upp við ykkur sem svar við ákalli ykkar.[3]
Fjólublái loginn getur líka veitt ykkur líkamlega örvun. Sadkíel og heilög Ametýst segja okkur:
Hvers vegna bíðið þið þar til að kertaljós lífs ykkar brennur út? Þið getið hlaðið líkama ykkar með fjólubláa loganum. Haldið þið að Guð sé ófær um að lífga frumeindir, sameindir og frumur líkama ykkar? Hann getur umflætt þær með fjólubláa eldinum og gefið ykkar ljóma eilífrar æsku![4]
Saint Germain segir okkur að gleði sé drifkraftur lífsins og fjólublái loginn eldsneyti. Fyrirgefning og miskunn eru eiginleikar þessa loga. Til að hljóta sem mestan ávinning af umbreytingarmætti hans er mikilvægt að senda fjólubláa logann til allra sem þið hafið einhvern tíma misgjört eins langt aftur og þið munið í þessu lífi. Og ef þið vitið ekki hvar viðkomandi er, skrifið þá bréf til hans, biðjið hann fyrirgefningar og brennið síðan bréfið. Þið verðið líka að gefa þessum fjólubláa loga öllum sem hafa einhvern tíma misgjört ykkur svo að það sé fyrirgefning á báða báða. Setjið allan sársauka og hjartasorg í fjólubláa logann! Látið síðan orsökina, afleiðinguna, skráninguna og minninguna um sársaukann og sorgina lönd og leið og kallið fram fyrirgefningarlögmálið.
Kraftaverk með fjólubláa loganum
Englarnir geta framið kraftaverk í lífi okkar en við verðum að kalla þá til verka til að gera einmitt það.
Sadkíel útskýrir að samkvæmt kosmískum lögmálum megi englarnir ekki beita sér fyrir málefnum manna nema fólk biðji til þeirra og veiti þeim ákveðin verkefni. Á þessari stundu bíða englar eftir beiðni ykkar. Þetta lögmál er byggt á viðurkenningu Guðs föður og Guðs-móður okkar á frjálsum vilja. Nema þið biðjið Guð um að hlutast til fyrir ykkar hönd, mun hann ekki, samkvæmt eigin tilskipun, rjúfa þann sáttmála um frjálsan vilja og ganga óboðinn inn í líf ykkar.
Sadkíel segir:
Þegar þið kallið fram hið fjólubláa logaljós hersveitanna okkar, gerið ykkur þá grein fyrir að milljónir engla sjöunda geislans bregðast strax við kalli ykkar. Við sjáum ris, útfall og fjöru heimskarma daglega þegar logaverðir um allan heim kalla fram fjólubláa logann og draga því úr áhrifum karma í massavís.[5]
Hvernig getum við verið árangursrík við að fremja kraftaverk til að breyta ástandi heimsmála?
Ljóssveitir fjólubláa logans eru stríðsmenn andans sem geta tekist á við hvaða skilyrði sem eru á jarðarkúlunni. Við erum styrkjendurnir ... næst efnislegu áttundinni vegna þess að fjólublái loginn er sá efnismesti.[6]
Í öðru lagi, verið sértæk.' Sadkíel og heilög Ametýst segja:
Heimurinn er fullur af margs konar óréttlæti. Skoðið heimsmyndina og ákveðið hvaða málefni eru þess virði að berjast fyrir. Veljið eitt eða tvo og vinnið síðan sleitulaust að þeim með möntrufyrirmælum fjólubláa logans, hugleiðingum ykkar og virkri þátttöku ykkar í að létta byrðar borganna ykkar. Verið með öðrum í því að gefa möntrufyrirmæli fjólubláa logans til að bjarga siðmenningu okkar.[7]
Sem svar við ákalli ykkar sendum við eldflaugar úr fjólubláum loga til að bjarga plánetunni Jörð. Ég segi ykkur, Guði er ekkert um megn![8]
Í þriðja lagi:
Dýrlingar í holdinu verða að jarðtengja guðlega milligöngu á jörðinni með því að metta árur sínar með fjólubláum loga. Þetta gerir gæfumuninn í því að breyta neikvæðum heimsspádómum í jákvæða heimsspádóm.[9]
Drottinn Maitreya segir okkur að kraftaverk séu gullgerðarlist fjólubláa geislans og náðargjafir Saint Germains. Uppsafnaður kraftur og skriðþungi fjólubláa logans sem þið byggið upp í áru ykkar þegar þið farið með möntrufyrirmæli dag eftir dag án þess láta deigann síga gerir ykkur kleift að byggja upp forðabúr af fjólubláum loga sem verður ykkur tiltækt í neyðartilvikum — einmitt þegar þið þurfið á kraftaverki að halda. Hversu oft hafið þið heyrt ykkur sjálf eða einhvern segja: „Ó Guð, ég þarf virkilega kraftaverki að halda núna!
Kraftaverk er skyndileg umbreyting. Og skyndileg umbreyting á sér stað vegna þess að einhver í alheiminum hefur safnað nægu ljósi, nægum fjólubláum loga til að spýta inn slíkum skriðþunga, slíkum orkukvóta af fjólubláa loganum sem beitt er á tiltekið vandamál sem veldur tafarlausum breytingum á ljósvakasviðinu, andlega sviðinu, geðsviðinu og efnissviðinu.
Lokaúrlausnin sem Sadkíel gefur er að taka þátt:
Opnu dyr ljóssins í efnisáttund eruð þið, ... kraftur hins talaða Orðs til að andæfa, sýna fram á, fyrirskipa með möntrum. Biðjið við altarið, farið síðan fram og takið afstöðu á öllum sviðum þar sem lífi er ógnað. Þið eruð opnar dyr að öryggi og hjálpræði á jörðinni.[10]
Ametýst kristall
► Aðalgrein: Ametýst (gimsteinn)
Í gegnum ametýst kristalinn beinir tvíburalogi drottins Sadkíels hinni móðurlegu hlið frelsisins að þróun þessarar plánetu. Ametýst bera allir sem þjóna á sjöunda geisla og unnendur þeirra. Allir gimsteinar eru í raun útfellingar eða þéttingar á loganum sem gimsteinninn leggur er í skurðpunkti fyrir. Þannig er ametýstinn í brennidepli frelsislogans og þessir skartgripir sem ljósberar hafa helgað innihalda í kjarnanum eftirmyndir af loganum sem þeir standa fyrir.
Athvarf
► Aðalgrein: Musteri hreinsunarinnar
Ásamt tvíburaloga sínum, heilagri Ametýst, og fjólubláu logaenglunum, þjónar Sadkíel erkiengill mannkyninu frá Hreinsunarmusterinu. Þetta musteri, sem einu sinni var efnislegt, er nú í ljósvakaríkinu uppi yfir eyjunni Kúbu. Prestar hins helga elds á Atlantis gengust undir þjálfun að hætti drottins Sadkíels hér og þjónusta þeirra við lífið vakti þann kraft sem kom í veg fyrir að eyjan sökk.
Tónlistarlegur grunntónn heilagrar Ametýstar er „Hin fagra Dóná er svo blá,“ eftir Johann Strauss.
Heimildir
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Sadkíel og heilög Ametýst”.
- ↑ Archangel Zadkiel, 31. desember 1968, tilvitnun í Elizabeth Clare Prophet, "Saint Germain's Prophecy for the Aquarian Age," 2. mars, 1996.
- ↑ Gullgerðarlist var miðaldavísindi. Fyrstu gullgerðarmennirnir reyndu að umbreyta grunnmálmum í gull og uppgötva alhliða lækningu við sjúkdómum og aðferðir til að lengja lífið. Í víðari skilningi er gullgerðarlist skilgreind sem „kraftur eða ferli til að umbreyta einhverju óbreyttu í eitthvað sérstakt“ eða sem „óútskýranleg eða dularfull umbreyting. Gullgerðarlist er vísindi sjálfumbreytinga.
- ↑ Archangel Zadkiel, 30. desember, 1980, vitnað í Elizabeth Clare Prophet, "Saint Germain's Prophecy for the Aquarian Age," 2. mars, 1996.
- ↑ Holy Amethyst, 31. desember, 1960, vitnað í Elizabeth Clare Prophet í "Saint Germain's Prophecy for the Aquarian Age," 2. mars, 1996.
- ↑ Archangel Zadkiel, 6. október, 1987, vitnað í Elizabeth Clare Prophet, “Saint Germain’s Prophecy for the Aquarian Age,” 2. mars, 1996.
- ↑ Archangel Zadkiel, Pearls of Wisdom, 32. bindi, nr. 17, 23. april, 1989.
- ↑ Archangel Zadkiel and Holy Amethyst, “Vials of Freedom,” 30. desember, 1974, tilvitnun í Elizabeth Clare Prophet, “Saint Germain’s Prophecy for the Aquarian Age,” 2. mars, 1996.
- ↑ Archangel Zadkiel, 24. mars, 1989, tilvitnun í Elizabeth Clare Prophet, “Saint Germain’s Prophecy for the Aquarian Age,” 2. mars, 1996.
- ↑ Sama.
- ↑ Archangel Zadkiel, „My Gift of the Violet Flame,“ Pearls of Wisdom, 30. bindi, nr. 58, 27. nóvember, 1987.