Guru Ma
Guru Ma er kennarinn sem dýrkar hina guðdómlegu Móður og kennarinn sem gegnir embætti Heims-móðurinnar. Þann 2. júlí 1977 veitti hinn uppstigni meistari Padma Sambhava boðberanum Elizabeth Clare Prophet möttul Gúrúsins og gaf henni nafnið „Guru Ma“.
Varðandi leið Móðurinnar hefur Lanelló útskýrt að
Þegar þú segir Ma, þá er það meðtekning á því að í hinni einu Guru Móður [Guði sem Móður, Ómega ljós alheimsins] er birting heildarkeðju Gúrúanna. Hvort sem um er að ræða Móðurina eða Maitreya, þá er það ma alheimsins sem ákallar ... Þessi hljómur nafnsins er hrópið á hjálp. Og öll hin fjögur kosmísku öfl sem beygja sig frammi fyrir náðarhásæti hennar munu bregðast við kalli chela-nemanna nær og fjær.“[1]
Sanat Kúmara útskýrði mikilvægi embættis Guru Ma í The Opening of the Seventh Seal (Opnun sjöunda innsiglisins):
Nafnið „Guru Ma“ er titill embættis og möttuls sem einstaklingur eða einstaklingar bera sem eru handhafar Móður-logans á jörðinni. Þetta eru klæði sem ævarandi ættbogi rúbíngeislans hefur borið áður og mun vera borinn aftur. Ég gef Móður-loga sálarfyllingu sem boðberinn í beinu framhaldi af embætti boðbera, sem alltaf hefur verið til og mun ávallt verða til í tengslum við helgivaldið og endurfædda liðsveit Drottins.[2]
Serafis Bey útskýrði þetta nánar 27. janúar 1980 í Pearl of Wisdom (Perlu viskunnar):
Guru Ma er nafn kennarans sem ber möttulinn sem kennir sjálfsbirtingu í gegnum Móður-logann — hollustu við hreinleika vitundar sem birtist í Orði og Verki Drottins og til að reisa Móður-ljósið (Kúndalíni) í uppstigningarvafningnum. Vegur Móðurinnar leiðir til sálarfrelsis í gegnum helgisiði uppstigningarinnar sem avatarar austurs og vesturs hafa kennt og sýnt í þúsundir ára.
Sú sem nefnist Guru Ma er tilbiðjandi Guðs sem hefur helgað sér birtingu hans á lífsgrundvelli Móðurinnar. Guru Ma kennir chela-nemum sínum leið Krists og Búddha sem báðir eru áhangendur Móður-logans. ...
Kenningar allra sannra Gúrúa byrja með Móðurinni. Þeir eru Gúrú-meistarar vegna þess að þeir elska Móðurina. Æðsti Gúrú-meistari plánetuþróunar, „guð jarðarinnar,“ er Drottinn heimsins [embættið sem Gátama Búddha] gegnir nú vegna þess að hann faðmar Móðurina og er fremsti lærisveinn hennar.[3]
Heimildir
1984 Pearls of Wisdom, 1. rit, kynning.
- ↑ Lanello, 8. apríl 1979.
- ↑ Elizabeth Clare Prophet, The Opening of the Seventh Seal: Sanat Kumara on the Path of the Ruby Ray, 32. kafli.
- ↑ Pearls of Wisdom, 23. bindi, nr. 4.