Maha Chohan

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Maha Chohan and the translation is 100% complete.
caption
Maha Chohan

Maha Chohan er fulltrúi heilags anda. Sá sem gegnir þessu embætti í helgivaldinu er fulltrúi heilags anda Guðs föður og Guðs-móður og Alfa og Ómega fyrir þróun þessarar plánetu og náttúruandaríkisins. Athvarf Maha Chohan, Hughreystingarmusterið, er staðsett á ljósvakasviðinu með móttöku- og sendistöð á eyjunni Sri Lanka á efnissviðinu (áður þekkt sem Ceylon) þar sem logi heilags anda og huggunarloginn eru jarðtengdir.

Tvíburalogi hans er Pallas Aþena, gyðja sannleikans.

Embætti "Stór-meistarans"

Maha Chohan merkir hinn „mikli drottinn,“ og Maha Chohan er stór-meistari hinna sjö chohan-meistara, forystumaður hinna chohan-meistara geislanna sjö. Meðal hæfisskilyrða fyrir þetta embætti í helgivaldinu er að verða fullnuma á hverjum geislanna sjö sem renna saman í hreint hvítt ljós heilags anda. Með chohan-meisturunum sjö vígir hann sálir okkar til undirbúnings fyrir að taka á móti níu náðargjöfum heilags anda sem talað er um í 1. Korintubréfi 12:4–11.

Fyrstu þrír, rótarkynþættirnir sem hver um sig lauk guðdómlegum markmiðum sínum á tilsettu 14.000 ára tímabili, áttu sína fulltrúa heilags anda sem útskrifuðust til kosmískrar þjónustu með með sínum rótarkynþætti.

Fyrri líf

caption
Hómer og leiðsögumaður hans, William-Adolphe Bouguereau (1874)

Hómer

Sá sem nú gegnir þessu embætti Maha Chohans endurfæddist sem blinda skáldið Hómer en í sagnaljóðum hans, Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu, er tvíburalogi hans, Pallas Aþena, aðalpersóna. Ilíonskviða segir frá síðasta ári Trójustríðsins en Ódysseifskviða fjallar um heimkomu Ódysseifs — einnar af hetjum Trójustríðsins.

Sögulega er lítið vitað um Hómer en flestir fræðimenn telja að hann hafi samið ljóð sín á áttundu eða níundu öld f.Kr. Jafnvel á þeim tíma samstillti Hómer vitund sína við huggunarlogann og útgeislunina sem hann viðhélt með sínum eigin hjartaloga í brennidepli sem var mikil blessun fyrir náttúruandalífið.

Fjárhirðir á Indlandi

Í síðustu endurholdgun sinni sem fjárhirðir á Indlandi hélt hann loganum lifandi með ljósinu sem hann varpaði fram í kyrrþey til milljóna lífsstrauma. Hann öðlaðist hæfni sína með því að helga fjóra lægri líkama sína sem kaleik fyrir loga heilags anda og vitund sína sem stiglækkandi spennubreyti fyrir útstreymi Sanats Kumara, hins aldna.

Maha Chohan hefur sagt um það æviskeið:

Ég hef verið fjárhirðir í mörgum lífum, annast kindurnar í hlíðunum á meðan ég bað til Guðs um að frelsa mig svo ég gæti frelsað hans eigin sem hann fól mér í umsjá. Og mitt í bænum mínum til guðdómsins var ég oft tekinn út úr líkamanum og færður til himnaríkis í fylgd engla til akademíu andans þar sem ég gerði sjálfan mig hæfan til að bera möttul heilags anda undir handleiðslu þess sem gegndi embætti Maha Chohan áður.[1]

Heilagur andi

Þar sem andi Guðs úthellist í náttúruna og manninn sem lífgefandi kjarni hins helga elds, þá verður fulltrúi heilags anda að vera hæfur til að gegnsýra allt efni með flæði vitundar sinnar og einnig til að draga fram logann sem viðheldur lífi í manninum og náttúrunni með einbeitingu vitundar sinnar.

Frumefnið sem samsvarar loga heilags anda er súrefni. Án þess þáttar gætu hvorki maðurinn né náttúruandalífið haldið áfram þjónustu sinni. Vitund Maha Chohans er því sambærileg við hina Miklu meginsól. Hann beinir seglinum að plánetunni sem dregur til jarðar útstreymið frá sólinni sem þarf til að viðhalda lífinu.

Honum til liðsinnis í þessari þjónustu eru hvítlogandi englasveitir sem þjóna hinum hreina hvítloga heilags anda Alfa og Ómega sem er festur í hinu stórkostlega altari hins helga elds í ljósvakaathvarfi hans uppi yfir eyjunni Sri Lanka. Þessir englar draga kjarna hins helga elds úr þessum loga til að halda uppi lífskraftinum prana um hina fjóru lægri líkama hnattarins.

Einnig þjóna hinum heilaga hjálpara rauðgullogandi englar sem hafa í brennidepli hjálparlogann í miðaltari sem þeir næra í athvarfi hans. Í aðliggjandi logaherbergi er hvítur logi rótfestur í kristalsbikari sem er bryddaður kristaldúfum í hvítum loga, með rauðgulum litblæ og lagður gulli í botni hans, sem gefur frá sér kraftmikinn ljóma guðlegs kærleika. Þessir englar breiða eldslogana heimshornanna á milli til hjörtu allra sem þrá huggun og hreinsun Guðs föður og Guðs-móður.

Tvíburarlogar heilags anda birtust Þeim sem tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvert og eitt þeirra á hvítasunnu þegar lærisveinarnir fylltust heilögum anda.[2] Þegar Jesús var skírður, „sá hann anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig.“[3] Dúfan er efnislegt tákn tvíburalogavirkni heilags anda sem einnig má sjá fyrir sér sem V með vængjum, brennipunktur fyrir karllægri og kvenlægri skautun guðdómsins og áminning um að Guð skapaði tvíburaloga til að tákna tvíkynja eðli hans.

Í nærveru Maha Chohans og innan veggja athvarfs hans finnur maður fyrir takti heilags anda, slagæð hins helga eldsanda Guðs sem leysir lífsflæðið frá Meginsólinni inn í hjörtu allra sem þróast á þessum hnetti.

Maha Chohan hefur vísað til heilags anda sem hins mikla samhæfingarmeistara sem,

... eins og voldugur vefari forðum daga sem vefur flekklaus klæði úr ljósi og kærleika uppstigins meistara. Færsla athygli Guðs á manninn knýr fram ljómandi geisla lækkandi ljóss, tindrandi brot hreinleika og hamingju, til jarðar og inn í hjörtu barna hans á meðan hinar blíðu vonir, væntingar, áköll manna og bænir um aðstoð leita til Guðs í voldugum griðastað hans sem gæddur er komískum hreinleika. ...

Sem örlítið ljósfræ fer heilagur andi inn í hjarta jarðarinnar, inn í hið þétta efni, til að hann geti þanist út um frumur, form og verund, hugsun og skynjanir til að verða gnósis [upplýst þekking] og ljóma í bikari vitundarinnar. Þessi heilagi gral ódauðlegs efnis kann að vera ókunnugur mörgum sem eiga leið hjá en margir aðrir munu greina ljómann handan við blæjuna. Með því að varpa ljósi þessarar guðlegu vitneskju sem yfirstígur dauðlegan skilning og er endurnýjandi ferskleiki eilífðarinnar, lífgar hún hverja stund með þeirri Guðs-hamingju sem maðurinn þekkir í gegnum óendanlega skynjun sem er steypt sem brot í kaleik eigin vitundar.[4]

Árið 1974 sagði ástfólginn Maha Chohan eftirfarandi:

Karmíska ráðið hefur ákveðið að á þessari stundu í þróun þessarar lífsbylgju og þessa plánetuheima hafi komið sú stund þegar kosmíska klukkan hefur slegið. Það er stundin þegar mannkynið verður að taka á móti heilögum anda og undirbúa líkamsmusterið til að vera bústaður hins hæsta Guðs. Á þessari stundu þegar andinn birtist er nauðsynlegt að ákveðinn fjöldi manna sé hreinsaður til að öðlast þann anda. Því nema þeir fái þennan loga og þá vitund mun heimurinn sem þróunarstaður eins og þið þekkið hann núna hætta að vera til. Því að þið sjáið, jafnvægi allra lífsstiga og þróunar getur ekki haldið áfram nema heilagur andi verði lífgefandi kraftur og líf og ljós karls og konu. Þegar klukkan slær að miðnætti og árið 1974 víkur fyrir 1975 mun heilagur andi á þeirri stundu úthellast í niðursveiflu til allrar plánetunnar.[5]

Síðan sagði Maha Chohan okkur að útlosun síðasta aldarfjórðungs væri „kosmískur spírall sem verður full birting heilags anda í karli, í konu, í náttúrunni, í helgu barni. Og skilorðstíminn mun ná yfir tuttugu og fimm ára tímabil til að komast í raun um hvort nógu margir á meðal mannkyns geti slegið tjaldborg um heilagan anda með fórn, afsali og sjálfshreinsun.“[6]

Maha Chohan þjónar hverjum manni á jörðinni þegar við fæðumst inn í þennan heim og þegar við yfirgefum hann. Á þeirri fæðingarstundu er hann til staðar til að blása lífsandanum í líkamann og tendra hinn þrígreinda loga sem birtist í leyndu hólfi hjartans.

Maha Chohan gætir einnig að umskiptunum sem kallast dauði þegar hann kemur til að afturkalla loga lífsins og hinn heilaga andardrátt. Loginn, eða guðlegi neistinn, snýr aftur til hins heilaga Krists-sjálfs, og sálin, íklædd ljósvakalíkamanum, snýr einnig aftur á stig hins heilaga Krists-sjálfs. Á sama hátt þjónar hann ykkur á öllum krossgötum lífins ef þið staldrið aðeins við þegar þið takið ákvarðanir, hugsið til heilags anda og segið hreinlega möntruna: „Kom, heilagur andi, upplýstu mig.

Tónverkið „Heimför“ eftir Arthur Salmon dregur að sér útgeislun Maha Chohan.

Sjá einnig

Chohan-meistarar

Pallas Aþena

Heilagur andi

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “The Maha Chohan”.

  1. Maha Chohan, "I Plead before the Court of the Sacred Fire for the Illumination of All Servants of God,” Pearls of Wisdom, 38. bindi, nr. 33, 30. júlí, 1995.
  2. Postulasagan 2:3.
  3. Matteus 3:16.
  4. The Maha Chohan, „The Descent of the Holy Spirit,“ Pearls of Wisdom, 7. bindi, nr. 48, 27. nóvember, 1964.
  5. The Maha Chohan, “A Tabernacle of Witness for the Holy Spirit in the Final Quarter of the Century,“ 1. júlí, 1974.
  6. Ibid.