Transfiguration/is: Difference between revisions

From TSL Encyclopedia
No edit summary
No edit summary
Line 24: Line 24:
<blockquote>Og er hann var að biðjast fyrir, varð yfirlit ásjónu hans annað, og klæði hans urðu hvít og skínandi. Og tveir menn voru á tali við hann. Það voru þeir Móse og Elía. Þeir birtust í dýrð og ræddu um brottför hans, er hann skyldi fullna í Jerúsalem. Þá Pétur og félaga hans sótti mjög svefn, en nú vöknuðu þeir og sáu dýrð hans og mennina tvo, er stóðu hjá honum.<ref>Lúkas 9:29–32; Markús 9:2–4; Matteus 17:2, 3.</ref></blockquote>
<blockquote>Og er hann var að biðjast fyrir, varð yfirlit ásjónu hans annað, og klæði hans urðu hvít og skínandi. Og tveir menn voru á tali við hann. Það voru þeir Móse og Elía. Þeir birtust í dýrð og ræddu um brottför hans, er hann skyldi fullna í Jerúsalem. Þá Pétur og félaga hans sótti mjög svefn, en nú vöknuðu þeir og sáu dýrð hans og mennina tvo, er stóðu hjá honum.<ref>Lúkas 9:29–32; Markús 9:2–4; Matteus 17:2, 3.</ref></blockquote>


Jesús sýndi umbreytinguna opinberlega til að gefa lærisveinum sínum forsmekkinn af ríki Guðs og til að búa þá undir að gangast undir sömu endanlega ummyndun í eigin sál og líkama. Til að ná þessu flutti meistarinn þá til hærri víddar vitundar Guðs, og svipti hulunni af svo að þeir gætu séð guðlegar verur og guðlegan atburð sem dauðlegir menn verða jafnan ekki vitni að.
Jesús sýndi ummyndunina opinberlega til að gefa lærisveinum sínum forsmekkinn af ríki Guðs og til að búa þá undir að gangast undir sömu endanlega ummyndun í eigin sál og líkama. Til að ná þessu flutti meistarinn þá til hærri víddar vitundar Guðs, og svipti hulunni af svo að þeir gætu séð guðlegar verur og guðlegan atburð sem dauðlegir menn verða jafnan ekki vitni að.


[[File:104667J-medres.jpg|thumb|Ummyndunin]]
[[File:104667J-medres.jpg|thumb|Ummyndunin]]

Revision as of 12:52, 22 April 2025

Other languages:
Ummyndun Jesú, Carl Heinrich Bloch

ummyndunin er vígsla á braut uppstigningarinnar sem á sér stað þegar vígsluþeginn hefur náð ákveðnu jafnvægi og stækkun á hinum þrígreinda loga.

Ummyndunin á sér stað fyrir krossfestinguna og er undirbúningur hennar. Ljós ummyndunarinnar stígur niður til þess að forsnið fullkomnunarinnar geti greypst í fjóra lægri líkamana svo að við stöndumst, á stundu krossfestingarinnar, þann mikla þunga sem lagður er á okkur á efnissviðinu þegar við göngum í gegnum fjórtan stöðvar krossins. Forsniðið sem verður til í gegnum ummyndunina greypist í okkur aftur í gegnum helgihald upprisunnar þegar við höfum sannað sigurinn yfir dauðanum.

Vígslurnar í kjölfar dómsdags

Dómsdagur felst í helgisiði sem synir og dætur Guðs verða að ganga í gegnum sem undirbúning fyrir lokaprófraun hins helga elds og endanlega endurfundi þeirra við hina guðlegu nærveru. Þetta er dómurinn sem er frátekinn fyrir blessaða þjónustusynina sem vísað er til í Opinberunarbókinni sem „eigi var þeim lífið svo kært, að þeim ægði dauð“.[1] Í uppstigningarmusterinu í Lúxor er þeir undirbúnir fyrir efsta dóm sem hafa farið í gegnum skóla lífsins og áunnið sér rétt til að sitja til hægri handar Guðs.[2]

Ef lærisveinninn sem hefur áunnið sér uppstigningu sína, getur af einhverjum ástæðum ekki stigið beint upp af efnissviðinu við lok síðustu endurfæðingar sinnar er hann færður til uppstigningarmusterisins í fíngerðari líkama sínum þar sem uppstigningarathafnirnar fara fram. Í mjög sjaldgæfum tilvikum eru vígslur gefnar þeim sem fara í gegnum uppstigninguna í efnislíkama sínum.

Uppstigningarhofið við Nílarfljót í Egyptalandi er hluti af athvarfinu í Lúxor sem Serafis Bey stýrir. Nokkrum kílómetrum frá beininum (móttöku- og sendistöðinni) er pýramídi, þar sem virkni fer fram á ljósvakasviðinu. Hér í loftstofu pýramídans er konungsherbergið, þar sem vígslur ummyndunarinnar og upprisunnar eiga sér stað.

Ummyndun Jesú

Upphaf ummyndunarinnar er undanfari upprisunnar vegna þess að hún felur í sér afmáun hins misbeitta efnis sem enn er að finna í kraftsviði vígsluþega Krists-verundarinnar, lokajöfnun hins þrígreinda loga, samstillingu hinna fjögurra lægri líkaman, sigur hermesarstafsins og ris sæðisfrumeindarinnar.

Jesús sýndi þessa vígslu opinberlega þegar hann birtist ummyndaður frammi fyrir lærisveinunum með Móse og Elíasi. Skrásetning þessa atburðar hefur verið varðveitt í þremur guðspjallanna:

Og er hann var að biðjast fyrir, varð yfirlit ásjónu hans annað, og klæði hans urðu hvít og skínandi. Og tveir menn voru á tali við hann. Það voru þeir Móse og Elía. Þeir birtust í dýrð og ræddu um brottför hans, er hann skyldi fullna í Jerúsalem. Þá Pétur og félaga hans sótti mjög svefn, en nú vöknuðu þeir og sáu dýrð hans og mennina tvo, er stóðu hjá honum.[3]

Jesús sýndi ummyndunina opinberlega til að gefa lærisveinum sínum forsmekkinn af ríki Guðs og til að búa þá undir að gangast undir sömu endanlega ummyndun í eigin sál og líkama. Til að ná þessu flutti meistarinn þá til hærri víddar vitundar Guðs, og svipti hulunni af svo að þeir gætu séð guðlegar verur og guðlegan atburð sem dauðlegir menn verða jafnan ekki vitni að.

Ummyndunin

Lýsing á ummynduninni

Að ummynda þýðir „að breyta formi eða útliti; að upphefja eða vegsama. Ummyndunin á sér stað þegar hinn æðsti faðir, sem birtist í gegnum einstaklingsbundna guðlega nærveru lærisveinsins, skipar hvíta-eldkjarnanum í hjarta hverrar frumu og frumeindar í fjórum lægri líkömum hans að stækka og hámarka ljóma ljóssins. Þessi skipun er gefin til að bregðast við ákalli hins innvígða um lokajöfnun á þrígreindum loga hans. Það er gefið vegna þess að hann er tilbúinn fyrir hina æðstu ummyndun.

Þegar frumeindaorkan losnar innan úr kjarna eigin verundar, streymir kraftur segulmagns Hinnar miklu meginsólar í gegnum lífsstrauminn, eykur titringshraða frumeinda og frumna og færir fjóra lægri líkama hans í takt við hið guðlega mynstur. Á meðan þetta á sér stað dregur segullinn til sjálfs sín leifar af misbeittu efni sem liggja á milli frumeinda og rafeinda. Að lokum eru eldar hringanna sjö sem umlykja sæðisfrumeind (kúndalíni-orkunnar) virkjaðir, sem eykur virkni hermesarstafsins; brennidepli segulmagns Hinnar miklu meginsólar í leiðarsteini nærverunnar sem dregur sæðisfrumeindina frá mænurótarstöðinni upp hryggsúluna. Þegar hún stígur upp, opnar hún hverja orkustöð upp á gátt og losar hreyfiafl heilags anda til hinna fjögurra lægri líkama.

Við ris sæðisfrumeindarinnar í gegnum svið efnis og anda til hvirfilorkustöðvarinnar, sameinast hún (hinni guðdómlegu móður) leiðarsteini (hins guðdómlega föður); og þúsundkrónublaðalótusinn kemur fram. Í þeirri andrá þegar sameining Guðs föður og Guðs-móður á sér stað, fer fram mesta losun Krists-ljóssins í gegnum hjartakaleikinn og ummyndunin er fullkomin.

Innan víddar Krists-sjálfsmyndar sinnar er maðurinn alvitur, almáttugur og alnálægur. Sjónarsvið hans spannar heilan hring, andlit hans skín í fullri dýrð Krists, blóð hans verður að gullnu fljótandi ljósi: hann er sigurvegari dauðleikans. Loksins laus við ánauð holdsins getur hann viðhaldið lífi í efnislíkama sínum í hundruð ár eins og Saint Germain og aðrir uppstignir meistarar hafa gert eða hann gæti haldið áfram innan nokkurra daga eða vikna að ganga í gegnum helgisiði upprisunnar. Þannig að þegar Guð í manni birtist ekki lengur sem maður, heldur sem Guð, sjáum við að maðurinn er ummyndaður.

Logi í hjarta hverrar frumu og frumeinda er í raun lítill þrígreindur logi. Þegar skúfar þessara milljóna þrígreindu loga þenjast út til að bregðast við drifkrafti stóra segulsins, rísa þeir upp frá grunni hverrar frumu eins og þegar sofandi blóm taka á móti hlýju sólarinnar. Þeir snúast upp á við og fylgja kúlulögun frumunnar og snúa síðan aftur frá norðurpól frumunnar meðfram miðásnum að grunnpólnum og mynda hjartalag – tígulhjarta. Þessi aðgerð loganna í frumunum táknar flutning á mynstrum Krists-sjálfsins til birtingar í fjórum lægri líkamanum. Þannig komumst við að því að ímynd Krists er fyrirhugað að birtast innan hverrar frumu. Hann er meginsól hvers örheims í líkama mannsins.

Ef ummyndunin hefur ekki átt sér stað áður en lærisveinninn kemur til Lúxor, eða fyrir tilfærslu hans frá hinu efnislega sviði yfir á ljósvakasviðið, mun það gerast einhvern tíma eftir helgiathöfn efstadómsins. Í þeim tilvikum þar sem það er tilskilið í lögmálinu að ummyndunin fylgi strax eftir helgihaldið, er lærisveinninn fluttur beint frá réttinum í loftstofuna í pýramídanum. Þar er hann skilinn einn eftir að eiga samskipti við föðurinn; og þegar vitund hans rennur saman við alheimsveruleikann fer ummyndun hans fram.

Verndarenglarnir, hinir voldugu serafímar sem eru alls staðar nálægir í Lúxor, vaka yfir lærisveininum meðan á ummyndunarreynslunni stendur til að koma í veg fyrir afskiptum bakrásarskriðþunga múgvitundarinnar sem er stillt gegn Kristi í hverjum manni. Vernd þeirra gerir lærisveininum kleift að einbeita sér alfarið að vígslu sinni og að nota fulla getu sína til að ná fullkominni samstillingu við nærveru Guðs hans og segulmagn Hinnar miklu meginsólar.

Merking ummyndunarinnar

Jesús talar um merkingu ummyndunarinnar fyrir lærisveini á veginum:

Ummyndun er aðferðin sem guðdómurinn sett fram til að frelsa manninn frá (1) vélráðum og afvegaleiðum sem ætlað er að úrkynja kynstofninn og (2) koma í veg fyrir allt sem ekki er í fullkominni einingu við sæðiskjarna Guðs sjálfs og helgan eld hinnar voldugu ÉG ER-nærveru.

Með hröðun rafrænu eldhringa nærverunnar sem á sér stað við upphaf ummyndunarinnar er "kynt undir" orkutíðni einstaklinga og klæði þeirra verða björt og skínandi rafræn ljós[4]. Þetta ummyndandi ljós kemur frá hjarta Guðs og smýgur í gegnum alla blekkingu og mennskan drunga sem leitast við að skýla að bak við hin lævísu og undirförulu augnaráði þeirra sé að finna hinn dulda guðdómleika sæðis Krists.

Þegar nærveran hefur hafið þessa ummyndandi aðgerð og sálin hefur móttekið hana í fyllingu Guðs-vitundarinnar, kemst lærisveinninn í vitundarástand þar sem hann telur sig ekki lengur kristinn, gyðing, búddhamann, múhameðsmann né tilheyra neinum sérstökum trúarsöfnuði. Hann er heldur ekki lengur meðvitaður um kynþáttaeiginleika sem eru stimplaðir á ytra form; en í gleði hinnar guðdómlegu blessuðu ummyndandi reynslu, er hann einn (eins og ÉG ER) með hreinu, rafrænu hvítu ljósi hins helga elds Guðs. Þetta er hin sanna vígsla heilags anda í gegnum heilagt Krist-sjálfs hvers og eins.

Áhrif ljóss Guðs á vitund mannsins eru mikil gleði og friður. Þegar ljós og eldur Guðs streyma í gegnum hann eins og kristaltært lífsvatn,[5] þvær það burt fyrri kenndir um óhamingju, og hann finnur fyrir takmarkalausri dýrð og frelsi!

Sérhver sonur Guðs getur og ætti að ganga í gegnum vígslu ummyndunarinnar, ekki bara sem helgisiði um páskana, heldur sem óviðjafnanlega upplyftingu á fjallstindi með uppstignu meisturunum Móse, Elía og mér sem postularnir vitna um. Þetta er gjöf Guðs til að breyta lífi mannsins til frambúðar og undirbúa sálina fyrir vígslur á braut Krists-verundar áður en upprisan verður náð.

Kraftur ummyndunarinnar til að breyta einu lífi er dæmi um virkni hins helga elds, en ummyndandi ljós vinnur kraftaverk dag eftir dag uns sálin og fjórir lægri líkamar lærisveinsins eru búnir undir fyllingu hinnar umvefjandi ummyndunar.

Slíkir menn, sem sanna lögmál kærleikans skref fyrir skref, stíga niður af fjallinu og halda áfram (snúa aftur til þjónustu á mannlegum vettvangi) betur í stakk búnir til að veita vinum sínum, ástvinum, raunverulega aðstoð og heimi sem hungrar sem aldrei fyrr eftir fyllingu réttlætisins – þekkingu á „réttri notkun“ allra krafta Guðs. Þetta eru sannarlega hinir hógværu sem, fullir af guðlegum styrk, munu erfa jörðina.[6]

Sjá einnig

Dómsdagur

Krossfestingin

Upprisan

Til frekari upplýsinga

Jesus and Kuthumi, Corona Class Lessons: For Those Who Would Teach Men the Way, bls. 113–43.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Elizabeth Clare Prophet, 27 janúar 1974.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Path to Immortality, bls. 232–33, 239–41.

Jesus and Kuthumi, Corona Class Lessons: For Those Who Would Teach Men the Way, insert “Healing through the Transfiguration.”

  1. Opinb. 12:11.
  2. Matt 25:41.
  3. Lúkas 9:29–32; Markús 9:2–4; Matteus 17:2, 3.
  4. Matteus 17:2; Markús 9:3; Lúkas 9:29; Jóhannes 19:23.
  5. Opb 22:1.
  6. Jesus and Kuthumi, Corona Class Lessons: For Those Who Would Teach Men the Way, bls. 118–20.