Ljósgyðjan

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Goddess of Light and the translation is 100% complete.

Amerissis er öflug vera sem gefur eiginleikum ljóssins sálarfyllingu, þaðan kemur nafnið Ljósgyðja. Hugtakið guð eða gyðja vísar til þeirra sem eru kosmískar verur og veita vitund Guðs sálarfyllingu og vísar til stöðu hans eða hennar í hinu andlega helgivaldi og geisla hans eða hennar.

Ljósgyðjan sýnir hollustu við ljós Guðs, jafnvel við ljós Guðs innra með okkur. Hún geymir þetta ljós fyrir okkur í hjarta hverrar einustu frumeindar, frumu og rafeindar. Hún útskýrði eitt sinn: „Ég er kölluð, af náð Guðs, Ljósgyðjan einfaldlega vegna þess að ég hef sýnt ljósinu hollustu svo lengi.“[1]

Hún vinnur með Ljósdrottningunni og Hreinleikagyðjunni. Þrenning þessara gyðja mun úthella ljósi sínu í gegnum þig þegar þú biður til þeirra og ferð með möntrufyrirmæli þeirra og tilskipanir. Jafnvel hið einfalda mantra „Verði ljós!“ mun nægja.

Æviskeið hennar

Áður en hún steig upp til himins, þegar hún var í holdinu í Suður-Ameríku, hafði Ljósgyðjan náð svo miklum árangri að hún gat viðhaldið lífi í einum líkama í meira en fimm hundruð ár. Á óvæntri stundu rauf hópur svartra galdramanna kraftsvið hennar sem sátu fyrir henni til að koma höggstað á hana. Þeir komu fyrir fisksporð á neðri hluta líkama hennar og fjötruðu hana þannig sem hafmeyju.

Vegna mikils árangurs hennar var henni ekki unnt að leggja niður þennan efnislíkama og endurfæðast. Lögmálið krafðist þess að hún stigi upp í þeirri mynd sem hún hafði náð færni sinni í. Því var henni skylt að viðhalda lífi í þeirri mynd í meira en átta hundruð ár áður en henni var veitt aflausn með uppstigningunni.

Í þrjú hundruð ár þjónaði hún náunga sínum bak við afgreiðsluborð og klæddist síðpilsum svo að enginn kæmist að því hvernig fyrir henni var komið. Hún hefur sagt að frá þeirri stundu hafi hún alltaf horft upp á við í átt að ljósinu og aldrei aftur beint athygli sinni að hinu niðurdragandi líkamsmótum sínum (hafmeyjarmynd sinni). Þegar ljósmáttur hennar var nógu mikill sendi Bræðralagið óuppstiginn boðbera sem var lausnin að frelsi hennar. Saman drógu þau fram nægilegan uppsafnaðan kraft og jöfnun hins helga elds til að brjóta niður líkamsmótið sem hún hafði borið í þrjár aldir. Stuttu síðar steig hún upp til himins.

Lærdómur fyrir andlega veginn

Árið 1966 útskýrði Ljósgyðjan hvers vegna hún hefði verið varnarlaus gagnvart svörtu galdramönnunum sem ætlaðu sér að gera út af við hana. Hún sagði:

Á veikleikastundu var ég að fagna með sjálfri mér öll afrek mín þegar þeir slógu til með oddhvössu biti og sting nöðrunnar, og ég fann mig í álögum og varla færa um að endurheimta efri hluta líkama míns. En andlegi kennarinn sem vakti yfir mér gat bjargað mér frá þeirri tortímingu.

Ég kallaði og kallaði og kallaði árum saman til Guðs að leysa mig úr þessum fjötrum. Og köll mín voru alltaf til ljóssins: „Ó ljós, frelsa mig. Ó ljós, frelsa mig. Ó ljós Guðs, frelsa mig. Ó ljós Guðs, frelsa mig.“

Þar sem ég vonaði á mannkynið þegar ég þjónaði fólki og mannkyni var stöðug bæn vara minna til ljóssins. „Ljós, ljós, ljós, útvíkka! Ljós, útvíkka! Ljós, útvíkka! Ljós, útvíkka, útvíkka, útvíkka!“ Og þessi guðsboð náðu slíku hámarki að lokum, eins og elding úr heiðskíru lofti, kom tilskipun Karmíska ráðsins. Og það varð mikill skjálfti og skjálfti innra með mér, og skyndilega leystust fjötrarnir af mér og ég horfði niður á nýja holdið og fullkomna líkamann sem ég þekkti eitt sinn, endurreistan af ljósi til ríkis guðlegra tækifæra og staðarins þar sem ég gat aftur hafið nám mitt í guðlegri náð þar sem frá var horfið — en af mikilli auðmýkt og staðráðin í að lúta ekki neinum fjötrum.

Og þannig hélt ég áfram að sækjast eftir ljósi uns ég var að lokum kölluð fyrir hið mikla Karmíska ráð og mér sagt að ég væri sannarlega, vegna þess ljóss sem ég hafði kallað fram, verðug þess að vera kölluð, verðug nafngiftarinnar Ljósgyðja. Í skyndilegri og næstum blindri undrun steig ég fram til að þiggja, ekki sjálfri mér til handa eða til að fá titil (þótt göfugur væri hann vissulega og göfugur sé hann) heldur til þess að ég gæti miðlað til mannkynsins í aldanna rás mína eigin ljósgjöf og þannig aðstoðað ekki aðeins mannkynið heldur jafnvel englasveitina við að kalla fram meira ljós á róstursömum öldum og inn í eilífan óendanleika Guðs eigin takmarkalausa ljóss.[2]

Þjónusta hennar nú á dögum

Amerissis segir:

Ég færi ykkur ljós mitt og orsakalíkama minn og hersveitir mínar eru tilbúnar til að þjóna. Minnist nafns míns — Amerissis, Ljósgyðja. Og munið að kalla á mig og kalla fram tilskipanir ljóssins.

Ljós er því alkemísk umbreytingarlausn að lækningu þjóðanna, og það er einnig lausnin að áframhaldandi hlutlægni ykkar þegar þið lærið merkingu hins hvíta eldkross.

Ég er Ljósmóðir og ég stend með ykkur. Ég hef staðið í ykkar sporum. Ég hef séð drottin Sanat Kumara eyða myrkrinu. Ég hef séð sigur á sigur ofan. Við þráum líka að ráða niðurlögum hinna myrku tíma. Það hefur verið of langvarandi. En tímarás þess er ákvörðuð, mín ástkæru, af þeim sem eru í holdinu.... Frjáls vilji vegur gríðarlega mikið í hinum ytra alheimi.[3]

Í fyrirlestri sínum hefur Ljósgyðjan ítrekað brýnt fyrir okkur að vera stöðugt á varðbergi gagnvart þeim sem vilja nota veikleika okkar til að koma okkur í klandur á hinni andlegu braut. Hún hefur opinberað að hún vinni náið með Jesú. Hún og Jesús senda oft ljós til deyjandi og hjálpa þeim að takast á við ótta við dauðann. Þegar einhver er að falla frá getið þið ákallað hana. „Ég mun nota ykkur sem hnitmið í formsheiminum,“ sagði hún, „til að útvíkka ljósið til þeirra, sem eru vonarljós, ljós trúarinnar og ljós kærleikans“ til allra sem eru að fara yfir móðuna miklu yfir í hærri áttundir.[4]

Hugleiðsla til að auka ljósið

Ljósgyðjan hefur gefið okkur hugleiðslu til að auka ljósið innra með okkur. Hún sagði:

Það er gott að hugleiða ljósið þar sem þið sjáið fyrir ykkur ljósdepla um allan líkamann. Ímyndið ykkur risastórt jólatré með kerti á hverri smágrein svo að milljón kerti geti brennt á lífstrénu ykkar til að lýsa upp veginn fyrir milljónir. Munið að á hverjum stað í hverri frumu líkama ykkar er kjarni í frumeindinni og það er miðlæg sól í hverri frumu. Þetta eru ljósdeplar. Þetta eru, ef svo má að orði komast, birtingarmyndir Hinnar miklu miðlægu sólar á smásjárstigi.

Lífleg heilsa í líkamanum hjálpar til við að halda hringrás ljóssins. Þannig getur maður notið líflegs hugar sem er kvikur og vakandi og geðlíkama sem er sannarlega samsilltur lögmáli Guðs í gleði SEIGNEUR.[5]

Hvernig á að sigrast á veikleika

Amerissis hefur einnig kennt okkur verklega um hvernig á að sigrast á veikleikum persónuleikans. Hún útskýrði að hvert og eitt okkar lendir í þremur stórum, ítrekuðum prófraunum í lífi okkar. Hún sagði:

Flestir jarðarbúar, eins og við höfum reiknað út í könnunum sem englar okkar hafa gert, hafa þrjá annmarka í meðvitund sinni sem heldur aftur af þeim, dragur þá niður. Þessir meinbugir eru svo augljósir, rétt fyrir neðan nefið á þeim, að þeir sjá þá ekki árum saman. Sumir hverfa af skjá lífsins í þeirri breytingu sem kallast dauði án þess að hafa áttað sig á því að þeir misstu af því augljósasta — því augljósasta sem þeir komu til að færa til betri vegar.

Sjálfsskoðun er skynsamleg þegar hún fer ekki út í öfgar. Leitið því til þeirra sérfræðinga sem geta aðstoðað ykkur. Leitið einnig ráða hjá kærustu vinum ykkar, ástvinum og fjölskyldu. Því þeir gætu einnig sagt ykkur hvers þeir hafa orðið áskynja....

Hugsið þá um þrjá sterkustu hliðar lífsstraums ykkar þar sem þið sýnið mestan persónuleikastyrk — heiður, göfuglyndi, stöðugleika og einurð. Takið eftir þessu, því flestir skara stöðugt fram úr á þremur sviðum....

Þið ættuð ávallt að hafa þrjú atriði til örvunar og ná árangri í því sem þið eruð að vinna að og þrjá persónuleikaþætti sem þið viljið kasta í logann. Ef þessi atriði eru ávallt með ykkur, munuð þið taka stöðugum framförum. Þið munuð yfirstíga takmarkanir ykkar margfalt. Og að lokum, þegar þið komið að hliðinu, komist þið að því að þið hafið staðist svo margar prófraunir að þið hafið jafnað karma ykkar og eruð reiðubúin að stíga upp til himins í einu athvarfa hinna uppstignu meistara.[6]

Athvörf

Aðalgrein: Helgidómur dýrðarinnar

Amerissis notar athvarf Ljósdrottningar uppi yfir Messína á eyjunni Sikiley, athvarf Hreinleikagyðjunnar uppi yfir Madagaskar og sína eigin miðstöð í Helgidómi dýrðarinnar í Andesfjöllum í Suður-Ameríku sem jarðtengingu fyrir þrígreinda dreifingu ljóssins um allan heim, sérstaklega í Evrópu, Asíu og Afríku.

Sjá einnig

Ljósdrottningin

Hreinleikagyðjan

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, “Amerissis.”

  1. Goddess of Light, 4. júlí 1972.
  2. Goddess of Light, 16. október 1966.
  3. Goddess of Light, 20. janúar 1980.
  4. Goddess of Light, 16. október 1966.
  5. Goddess of Light, “Be Aware! Be Vigilant!” (Goddess of Light, „Verið meðvituð! Verið vakandi!“) Pearls of Wisdom, 32. bindi, nr. 54, 10. nóvember 1989., tilvitnun í Elizabeth Clare Prophet, 28. júní 1996.
  6. Goddess of Light, 2. júlí 1995.